Bæjarráð

2960. fundur 06. júní 2019 kl. 08:15 - 10:15 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1905121 - Mánaðarskýrslur 2019

Frá fjármálastjóra, lagðar fram mánaðarskýrslur vegna febrúar, mars og apríl.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1712347 - Engihjalli 3 íbúð 0104 Fastanúmer 205-9861 Eignaumsjón. Framhaldsmál.

Frá fjármálastjóra, dags. 3. júní, lagt fram kauptilboð í fasteignina Engihjalla 3, íbúð 0104.
Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar að veita fjármálastjóra heimild til ganga frá kaupsamningi og afsali í samræmi við framlagt kauptilboð vegna sölu á Engihjalla 4, íbúð 0104.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 08:36

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1904424 - Umsókn um stofnframlag vegna kaupa á íbúðum 2019

Frá fjármálastjóra, dags. 4. júní, lögð fram umsögn um umsókn ÖBÍ um stofnframlag vegna kaupa á íbúðum 2019.
Bæjarráð samþykkir erindið með 5 atkvæðum.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 08:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1906162 - Innkaupareglur - breytingar

Frá bæjarlögmanni, dags. 4. júní, lögð fram tilkynning um breytingar á viðmiðunarfjárhæðum opinberra innkaupa sveitarfélaga skv. lögum um opinber innkaup nr. 120/2016.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1906156 - Lundur við Nýbýlaveg. Samningur um fasteignakaup

Frá bæjarlögmanni, dags. 23. maí, lagður fram til samþykktar samningur um sölu á fasteigninni Lundur við Nýbýlaveg.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðan samning um sölu á Lundi við Nýbýlaveg og veitir bæjarlögmanni heimild til að fullgilda skjöl vegna kaupanna.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1903904 - Tónahvarf 12. Umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði

Frá bæjarlögmanni, dags. 24. maí, lögð fram umsókn frá Fagmóti ehf., kt. 441007-1320 um lóðina Tónahvarf 12. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að úthluta lóðinni Tónahvarfi 12 til Fagmóts ehf.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1906128 - Samþykkt um gatnagerðargjald í Kópavogi - framhaldsmál

Frá lögfræðideild, dags. 4.júní, lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt um gatnagerðargjald í Kópavogi.
Frestað.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1905566 - Borgarholtsbraut 19. Kársnes ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 28. maí, lögð fram umsögn um umsókn Kársness ehf., kt. 560119-2830, um tímabundið áfengisleyfi vegna hátíðarhalda þann 17. júní 2019 frá kl. 12:00-22:00, í Brauðkaup bakaríi að Borgarholtsbraut 19, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Birkis Jóns Jónsonar að veita jákvæða umsögn um umsókn Kársness ehf. um tímabundið áfengisleyfi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.1903363 - Litlavör 17 - Kársnesbraut 78, skerðing lóðar

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, lagt fram samkomulag við lóðarhafa vegna skerðingar lóðarinnar Kársnesbraut 78 (Litlavör 17).
Bæjarráð samþykkir samkomulagið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.1903362 - Kársnesbraut 76, skerðing lóðar

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Lagt fram samkomulag vegna skerðingar lóðarinnar nr. 76 við Kársnesbraut (Litlavör 15).
Bæjarráð samþykkir samkomulagið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.1905725 - Útskipting á götulömpum

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 3. júní, lagt fram erindi með niðurstöðum verðkönnunar vegna útskiptingar götulýsingarlampa þar sem lagt er til að gengið verið til samninga við S. Guðjónsson.
Frestað og óskað eftir nánari upplýsingum um verðfyrirspurnina.

Ýmis erindi

12.1905565 - Óskað eftir athugasemdum sveitarfélaga um drög að áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins

Frá Höfuðborgarstofu, dags. 21. maí, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir athugasemdum frá sveitarfélögum varðandi drög að áfangastaðaáætlun höfuðarborgarsvæðisins.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfis-, mennta- og stjórnsýslusviðs.

Ýmis erindi

13.1905700 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2019

Frá Landskerfi bókasafna hf., dags. 27. maí, lagður fram ársreikningur fyrir árið 2018.
Lagt fram.

Ýmis erindi

14.1905950 - Erindi um hóflega gjaldtöku til að draga úr notkun negldra hjólbarða

Frá Samgöngufélaginu, dags. 31. maí, lögð fram skýrsla varðandi gjaldtöku fyrir nagladekkjanotkun.
Lagt fram.

Ýmis erindi

15.1906063 - Styrkbeiðni vegna þátttöku í Ólympíuleikunum í stærðfræði

Frá Vigdísi Gunnarsdóttur, dags. 1. júní, lagt fram erindi um styrk vegna þátttöku í Ólympíuleikum í stærðfræði sem fer fram í Bretlandi dagana 11-22. júlí 2019.
Bæjarráð vísar málinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

Ýmis erindi

16.1906157 - Óskað eftir lóð fyrir endurvinnslustöð

Frá Sorpu, dags. 3. júní, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir lóð fyrir endurvinnslustöð.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundargerðir nefnda

17.1905020F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 268. fundur frá 23.05.2019

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.1905003F - Hafnarstjórn - 111. fundur frá 13.05.2019

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.1905799 - Fundargerð 246. fundar heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.05.2019

Fundargerð í 32 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.1904010F - Lista- og menningarráð - 101. fundur frá 23.05.2019

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.1905012F - Skipulagsráð - 53. fundur frá 03.06.2019

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.
  • 21.3 1904536 Kársnesskóli. Deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Batterísins - arkitekta að deiliskipulagi fyrir nýbyggingu Kársnesskóla við Skólagerðis. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af húsagötunni Skólagerði og lóðarmörkum Skólagerðis 6 til suðurs, lóðarmörkum Skólagerðis 10 og Holtagerði 33 til vesturs, húsagötunni Holtagerði til norðurs og lóðarmörkum Holtagerðis 15, Hófgerðis 12, 14, 16 til austurs. Áætlað er að fyrirhuguð nýbygging verði um 5.500 m2 að flatarmáli og að meginbyggingin verði á tveimur hæðum en þrjár hæðir að hluta. Í skólabyggingunni verður samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístund fyrir um 400 nemendur. Miðað er við að aðkoma verði frá Skólagerði og Holtagerði.
    Tillagan er sett frá á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmynum og umhverfismati dags. maí 2019.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 53 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 21.4 1905198 Melgerði 21. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju erindi Eiríks Vignis Pálsonar byggingafræðings fh. lóðarhafa Melgerði 21, efri hæð, dags. 3. maí 2019. Í erindinu er óskað eftir leyfi til að yfirbyggja 21,1 m2 svalir á norðurhlið hússins og bæta við 4,8 m2 svölum á suðurhlið auk þess að breyta innra skipulagi hússins. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 3. maí 2019. Á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Melgerðis 19, 23, Vallargerðis 20, 22 og 24. Grenndarkynning var send til lóðarhafa 22. maí 2019 með tilgreindum athugasemdafresti til 26. júní 2019. Lóðarhafi Melgerði 21, efri hæð, skilaði inn undirrituðu samþykki allra ofangreindra lóðarhafa 28. maí 2019 og er því kynningartími styttur. Niðurstaða Skipulagsráð - 53 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 21.6 1904813 Hrauntunga 1. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að lokinni kynningu erindi Atla Jóhanns Guðbjörnssonar byggingarfræðings dags. 23. mars 2019 f.h. lóðarhafa Hrauntungu 1 þar sem óskað er eftir að reisa 70.1 m2 viðbygging við norðurhlið á 1. hæð hússins. Fyrir breytingu er íbúðin á 1. hæð 99, m2 en með viðbyggingu verður íbúðin 170,6 m2. Á fundi skipulagsráðs 29. apríl 2019 var samþykkt að grenndarkynna með tilvísan til 44. gr. skipulagslagan nr. 123/2010 framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hrauntungu 3 og Vogatungu 8-18 (jafnartölur). Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 23. mars 2019. Athugasemdafresti lauk 3. júní 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 53 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 21.9 1905806 Vesturvör. Framkvæmdaleyfi.
    Lagt fram erindi framkvæmdadeildar Umhverfissviðs Kópavogsbæjar þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda á götum við Vesturvör ofan við Naustavör. Í verkinu felst að gera hringtorg á gatnamótum Naustavarar og Vesturvarar, gera undirgöng undir Vesturvör vestan við hringtorg, breikkun Vesturvarar til austurs og lengingu á húsagötunni Litluvör til vesturs að fyrirhuguðu hringtorgi. Áætlað er að framkvæmdum verði lokið í júlí 2020. Í greinargerðinni: Vesturvör, naustavör og Litlavör. Gatnagerð, lagnir og undirgöng útboðsteikningar kemur fram afmörkun framkvæmdasvæðisins sem og öll hönnunargögn dags. í maí 2019.

    Niðurstaða Skipulagsráð - 53 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 21.10 1905807 Silfursmári. Framkvæmdaleyfi.
    Lagt fram erindi framkvæmdadeildar Umhverfissviðs Kópavogsbæjar þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við lagningu Silfursmára frá Hæðasmára að Smárahvammsvegi að undanskyldum yfirborðsfrágangi. Í framkvæmdinni felst að núverandi gata Hagasmári milli Hæðasmára og Smárahvammsvegar verður lögð niður og ný gata Silfursmári gerð í stað hennar og núverandi umferðaljós á Smárahvammsvegi við Hagasmára verða lögð niður. Áætlað er að endanlegur frágangur við götuna verði á árunum 2021-22 þegar framkvæmdum við byggingar á aðliggjandi reitum verða að mestu lokið. Í greinargerðinni Silfursmári - gatnagerð og lagnir kemur afmörkun framkvæmdasvæðisins fram sem og öll hönnunargögn. Er greinargerðin dags. í apríl 2019.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 53 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

22.1905943 - Fundargerð 408. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 29.05.2019

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.1905941 - Fundargerð 407. fundar fundar stjórnar Sorpu bs. frá 29.04.2019

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.1906071 - Fundargerð 304. fundar Strætó bs. frá 17.05.2019

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.1905021F - Velferðarráð - 46. fundur frá 27.05.2019

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.