Bæjarráð

2965. fundur 25. júlí 2019 kl. 08:15 - 10:50 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir varamaður
 • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Samkvæmt 35. gr. laga nr. 135/2011 og 32. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogsbæjar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.

Karen Halldórsdóttir stýrði fundi í fjarveru formanns.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1904126 - Bæjarfulltrúar Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar óska upplýsinga um stöðu mála lögð fram 26.07.2018 - 07.03.2019

Frá bæjarritara, dags. 16. júlí, lagt fram svar við fyrirspurn frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar varðandi stöðu mála á erindum sem lögð voru fram í bæjarráði á tímabilinu 26.07.2018 - 7.3.2019.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1904115 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Pírata, Samfylkingar og BF viðreisnar óska eftir yfirliti yfir styrkbeiðnir

Frá bæjarritara, dags. 16. júlí, lagt fram svar við fyrirspurn um styrki.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.17051880 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi málshraða

Frá bæjarritara, dags. 16. júlí, lögð fram umsögn um tillögu um reglur um meðferð mála.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1907359 - Lántaka 2019

Frá fjármálastjóra, dags. 23. júlí. lögð fram greinargerð um skuldabréfaútboð Kópavogsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum að ganga til samninga við Íslandsbanka um að stækka skuldabréfaflokk Kópavogsbæjar, KOP 15-1 um allt að kr. 3.000 milljónir að söluvirði, sem er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2019. Útboð flokksins verði með hollenskri aðferð.

Jafnframt er Ármanni Kr. Ólafssyni kt. 170766-5049 og Ingólfi Arnarsyni kt. 050656-3149, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita lánssamninga í tengslum við stækkun skuldabréfaflokksins sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Bæjarráð samþykkir einnig með fimm atkvæðum heimild til tímabundinnar hækkunar á lánalínum bæjarins ef með þarf, á meðan á sölu skuldabréfanna stendur.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1712496 - Hlíðarvegur 11 íbúð 0102 Fastanúmer 206-2142 Eignaumsjón. Framhaldsmál.

Frá fjármálastjóra, dags. 1. júlí, lögð fram beiðni um heimild til sölu félagslegrar íbúðar að Hlíðarvegi 11, þar sem óskað er eftir að bæjarráð veiti fjármálastjóra heimild til að fullgilda kaupsamning vegna sölu fasteignarinnar. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 11. júlí sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum beiðni um heimild til sölu íbúðar að Hlíðarvegi 11.

Theódóra Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Í framhaldi af þessu máli þá óska ég eftir því að sjá stefnu/áætlanir um viðhald fasteigna sem eru í eigu Kópavogsbæjar og eru í félagslegri leigu. Hvort við séum ekki örugglega að greiða í hússjóð til þess að sinna viðhaldi með reglubundnu hætti í öllum tilfellum.
Theódóra Þorsteinsdóttir"

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1907276 - Þorrasalir 25. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 18. júlí, lögð fram beiðni lóðarhafa að Þorrasölum 25 um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila veðsetningu á lóðinni Þorrasölum 25 með tryggingarbréfi að fjárhæð kr. 31.000.000,-

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1901812 - Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar leggja til útvíkkun á stefnu Kópavogsbæjar gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 16. júlí, lögð fram umsögn um tillögu á útvíkkun á stefnu bæjarins gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinin áreitni og ofbeldi þannig að hún nái einnig yfir kjörna fulltrúa.
Lagt fram.

Fyrirliggjandi tillögu frestað.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1903350 - Hamraborg 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 16. júlí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar SOS Barnaþorpa um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 283.950,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita SOS Barnaþorpum styrk að fjárhæð kr. 283.950.-, til greiðslu fasteignaskatts.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.1907155 - Staðan í kjaramálum félagsmanna Eflingar stéttarfélags sem starfa hjá Kópavogsbæ

Frá starfsmannastjóra, dags. 22. júlí, lögð fram umsögn vegna erindis er varðar kjaramál félagsmanna Eflingar stéttarfélags sem starfa hjá Kópavogsbæ.
Lagt fram.

Theódóra Þorsteinsdóttir óskaði fært til bókar að hún taki undir sjónarmið í umsögn starfsmannastjóra.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Péturs Hrafns Sigurðssonar að vísa erindi Eflingar til Sambands íslenkra sveitarfélaga með vísan til þess að Kópavogsbær hefur falið Sambandinu fullnaðarumboð varðandi gerð kjarasamninga.

Pétur Hrafn Sigurðsson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð voru samþykk því að verða við erindi Eflingar um eingreiðslu. Ljóst er að sú greiðsla sem sumt starfsfólk Kópavogsbæjar fær 1. ágúst er tilkomin þar sem kjarasamningar hafa dregist úr hófi. Það er með öllu óeðlilegt að hluti starfsfólksins, sem eru í þessari stöðu, skuli fá greiðslu um þessi mánaðarmót en aðrir ekki.

Með þessari þessari tillögu er ekki verið að taka afstöðu á neinn hátt til kjaraviðræðna SGS og sveitarfélaganna, né heldur er verið að lýsa vantrausti á samninganefnd Sambands Íslenskra Sveitarfélaga. Hér er aðeins verið að tryggja að jafnræði ríki milli alls starfsfólks Kópavogsbæjar. Það er ólíðandi að lægst launuða starfsfólkið fái ekki sambærilega greiðslu vegna stöðu kjaraviðræðna og annað starfsfólk bæjarins. Eðlilegt er að slík greiðsla komi á sama tíma til alls starfsfólks og því er brýnt að bæjarráð afgreiði tillöguna jákvætt þannig að unnt verði að greiða starfsfólki sem heyrir undir samninga SGS eingreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur þann 1. ágúst nk.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"

Gestir

 • Kristrún Einarsdóttir starfsmannastjóri - mæting: 09:38

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.1907300 - Samþykkt Kópavogsbæjar um upplýsingaöryggi

Frá forstöðumanni upplýsingatæknideildar, dags. 18. júlí, lögð fram tillaga að samþykkt um upplýsingaöryggi hjá Kópavogsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum samþykkt um upplýsingaöryggi hjá Kópavogsbæ.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.1907291 - Vetrarþjónusta, stofnleiðir

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 22. júlí lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að bjóða út vetraþjónustu á stofnleiðum fyrir tímabilið 2019-2022 með heimild til framlengingar um tvisvar sinnum eitt ár.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að heimila útboð á vetraþjónustu á stofnleiðum fyrir tímabilið 2019 -2022 með heimild til framlengingar um tvisvar sinnum eitt ár. Theódóra Þorsteinsdóttir greiddi ekki atkvæði.

Ýmis erindi

12.1903480 - Austurkór 72. Breytt deiliskipulag.

Frá lóðarhöfum Austurkórs 72, dags. 4. júní, lögð fram beiðni um endurupptöku máls að því er varðar breytingu á skipulagi vegna umsóknar lóðarhafa um að fá að breyta húsnæðinu úr einbýlshúsi í tvíbýli, sem áður var hafnað af skipulagsráði og síðar bæjarstjórn.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

13.1907249 - Gulaþing 21. Beiðni um nafnabreytingu á lóðarhafa

Frá Matthíasi Imsland lóðarhafa Gulaþings 21, dags. 10. júlí, lögð fram beiðni um nafnabreytingu lóðarinnar þar sem óskað er eftir að lóðin verði skráð á eignarhaldsfélagið Gulaþing 21 ehf. sem er í eigu lóðarhafa.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

14.1907207 - Ársskýrsla og reikningur Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma 2018

Frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma, dags. 10. júlí, lagður fram ársreikningur ásamt ársskýrslu vegna ársins 2018.
Lagt fram.

Ýmis erindi

15.1907176 - Tilmæli Örnefnanefndar til sveitarfélaga

Frá Örnefnanefnd, dags. 26. júní, lagt fram erindi með tilmælum til sveitarfélaga varðandi nafnagjöf á stöðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.1907001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 271. fundur frá 05.07.2019

Fundargerð í 13 liðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með fimm atkvæðum.

Fundargerð

17.1907002F - Íþróttaráð - 93. fundur frá 11.07.2019

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.1905018F - Skipulagsráð - 54. fundur frá 15.07.2019

Fundargerð í 23 liðum.
Lagt fram.
 • 18.4 1904534 Grundarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Sveins Ívarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að viðbygginu við Grunarhvarf 8. Í tillögunni felst að byggt er við núverandi hús um 70 m2 bygging á einni hæð sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 dags. 4. apríl 2019. Á fundi skipulagsráðs 29. apríl 2019 var samþykkt að framlögð tillaga verði grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Grundarhvarfs 6, 7, 9, 10, 11, 13 og Melahvarfs 5 og 7. Athugasemdafresti lauk 5. júlí 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 54 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
 • 18.5 1906329 Vesturvör 44-48. Kársneshöfn. Byggingaráform.
  Með tilvísan í skipulagsskilmála fyrir deiliskipulag Vesturvarar 40-50 frá 2018 eru lögð fram tillaga að byggingaráformum lóðarhafa. Í byggingaráformum, sem unnin eru af Tark arkitektum, kemur m.a. fram hvernig fyrirhuguð bygging falli að gildandi deiliskipulagi hvað varðar grunnmynd, hæð, útlit, bílastæði og fyrirkomulag á lóð. Byggingaráformin eru sett fram á uppdráttum ásamt skýringarmyndum dags. í júlí 2019. Eyþór Guðjónsson og Gestur Þórisson gera gein fyrir tillögunni. Niðurstaða Skipulagsráð - 54 Skipulagsráð telur framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett eru fram í skipulagsskilmálum fyrir deiliskipulag Vesturvarar 40-50 og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsráð samþykkir framlögð áform með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.
 • 18.7 1810762 Brekkuhvarf 1a og 1b. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi lóðarhafa Brekkuhvarfs 1a og 1b, dags. 2. maí 2019 þar sem óskað er eftir að tillaga Rafaels Campos De Pinho, arkitekts að breyttu deiliskipulagi framangreindra lóða verði tekin til umfjöllunar og afgreiðslu í skipulagsráði. Í tillögunni felst að í stað tveggja lóða fyrir einbýlishús á 1-2 hæðum og nýtingarhlutfalli 0,38 er gert ráð fyrir þremur parhúsum á 2 hæðum. Hver íbúð er áætluð um 180 m2 að samanlögðum gólffleti. Gert er ráð fyrir tveimur bílastæðum á íbúð. Nýtingarhlutfall er áætlað 0,57. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 3. maí 2019. Á fundi skipulagsráðs 6. maí 2019 var samþykkt að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 14. maí 2019 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 9. júlí 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 15. júlí 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 54 Skipulagsráðs samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi við Brekkuhvarf 1a og 1b. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
 • 18.8 1905181 Kársnesbraut 123. Kynning á byggingarleyfi.
  Á fundi skipulagsráðs 3. júní 2019 var lagt fram erindi Helga Indriðasonar arkitekts, dags. 8. maí 2019, fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 123 þar sem óskað er eftir að reisa stakstæða bílgeymslu á norðvesturhluta lóðarinnar um 4 m frá lóðarmörkum. Uppdrættir og skýringarmyndir dags. 8. maí 2019. Skipulagsráð samþykkti að málið verði unnið áfram í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Lagðar fram aðalteikningar sbr. ofangreint í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 20. júní 2019. Fyrir liggur undirritað samþykki lóðarhafa Kársnesbrautar 121 og 125.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 54 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Helga Hauksdóttir og Bergljót Kristinsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
  Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með þremur atkvæðum. Helga Hauksdóttir og Pétur Hrafn Sigurðsson greiddu ekki atkvæði.
 • 18.9 1812297 Austurkór 104. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram að nýju erindi Margrétar Önnu Einarsdóttur, lögmanns fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni, sem var grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, felst að komið verði fyrir aðstöðu fyrir heitan pott ásamt búnings- og sturtuaðstöðu við lóðarmörk á norðurhluta lóðarinnar. Heildarstærð mannvirkisins er 25 m2 þar af eru 2,2 m2 innandyra og 22,8 m2 utandyra. Kynningartíma lauk 12. apríl 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 29. apríl 2019 var afgreiðslu málsins frestað og því vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

  Kynnt tillaga lögð fram að nýju ásamt fundargerð samráðsfundar sem haldinn var með íbúum Austurkórs 102, 27. júní 2019. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 1. júlí 2019. Í umsögninni er lagt til að gerðar verði eftirfarandi breytingar á kynntri tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Austurkór 104:
  a) Steypt handrið á þaki mannvirkisins verði fjarlægt og glerhandrið sett upp til að verjast fallhættu.
  b) Norðvestur mörkum lóðarinnar að Austurkór 104 verði breytt þannig að mannvirkið verði innan lóðar að öllu leyti. Við það stækkar lóðin sem nemur um 14 m2.

  Í umsögninni er jafnframt ítrekað að lóðarhafar Austurkórs 102 og 104 vinni saman að frágangi lóða sinna þ.e. á og við lóðamörkin sbr. 15. gr. lóðarleigusamninga Kópavogsbæjar og að samráð verði haft við garðyrkjustjóra bæjarins varðandi frágang lóðarmarka 104 og bæjarlandsins.

  Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Austurkór 104 með áorðnum breytingum sbr. ofangreinda umsögn. Er tillagan dags. 1. júlí 2019. Þá lagt fram erindi lóðarhafa Austurkórs 104 dags. 10. júlí 2019.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 54 Með tilvísan í ofangreinda umsögn samþykkir skipulagsráð framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Austurkór 104 dags. 1. júlí 2019. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
 • 18.10 1905126 Dalaþing 13. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram að nýju erindi Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts, fh. lóðarhafa Dalaþings 13 dags. 4. maí 2018, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 var afgreiðslu málsins frestað. Í núverandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum, stakstæðum bílskúr og hesthúsi ásamt gerði. Í breytingunni felst að á lóðinni verði komið fyrir tveimur einbýlishúsum á einni hæð ásamt parhúsi á tveimur hæðum auk þess sem aðkoma að húsunum breytist með nýjum akvegi þvert á lóðina. Parhús Dalaþing 13a og 13b er áætlað um 500 m2 að samanlögðum gólffleti á tveimur hæðum (pallaskipt) með innbyggðum bílskúr og 4 bílastæðum á lóð. Einbýlishús Dalaþing 13c er áætlað um 220 m2 að grunnfleti á einni hæð með innbyggðan bílskúr og 3 bílastæði og einbýlishús Dalaþing 13d er áætlað um 220 m2 að grunnfleti á einni hæð og 3 bílastæði á lóð. Lóðin er 3.349 m2 að flatarmáli og nýtingarhlutfall lóðarinnar eftir breytingu er 0,28. Uppdrættir í mkv. 1:1000, ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 10. júlí 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 54 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Dalaþing 13 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjaráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
 • 18.11 1901656 Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins. Mótvægisaðgerðir vegna Bláfjallavegar og Bláfjallaleiðar.
  Á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 voru lögð fram drög að greinargerð VSÓ ráðgjafar sem unnin er að beiðni Kópavogsbæjar þar sem fram koma kröfur um verklag til að fyrirbyggja óhöpp sem geta leitt til mengunar grunnvatns og vatnsbóla. Skíðasvæðið í Bláfjöllum er innan vatnsverndarsvæða höfuðborgarsvæðisins (fjarsvæði) og því mikils um vert að vel sé staðið að öllum framkvæmdum innan þess. Í drögunum kemur m.a. fram yfirlit um fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu, helstu áhættuþætti og kröfur til verktaka við undirbúning framkvæmda og á framkvæmdatíma. Greinargerðin er dags. í maí 2019. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu málsins. Lagt fram minnisblað heilbrigðisfulltrúa HHK dags. 3. júní 2019. Jafnframt er lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjafar, dags. 12. júlí 2019, Kröfur til framkvæmdaaðila á vatnsverndarsvæði, viðbrögð við rýni heilbrigðiseftirlits.

  Lögð fram greinargerð VSÓ ráðgjafar: Kröfur Kópavogsbæjar til framkvæmdaaðila á vatnsverndarsvæði. Skíðasvæðið í Bláfjöllum dags. í júlí 2019.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 54 Skipulagsráð samþykkir framlagðar verklagsreglur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Bókun frá skipulagsráði:
  "Óskað er eftir minnisblaði frá Umhverfissviði um hvernig eftirliti verði háttað með framkvæmdum á Bláfjallasvæðinu þannig að tryggt verði að þær verði með þeim hætti að ætlaður árangur náist."
  Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
 • 18.12 1902721 Huldubraut 7. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Aðalheiðar Atladóttur arkitekts dags. 22. febrúar 2019, fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir leyfi til að rífa 142,2 m2 einbýlishús, byggt 1969, og byggja í stað þess 477 m2 fjórbýlishús á þremur hæðum. Gert er ráð fyrir 8 bílastæðum á lóðinni. Á fundi skipulagsráðs 4. mars 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Huldubrautar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 16, 18 og 20. Kynningartíma lauk 12. apríl 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust.

  Á fundi skipulagsráðs 29. apríl 2019 var erindið lagt fram að nýju ásamt framkomnum athugasemdum og ábendingum. Var afgreiðslu erindisins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 var málið tekið fyrir að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20. maí 2019. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu málins og óskaði eftir að haldinn yrði samráðsfundur með málsaðilum. Samráðsfundur var haldinn að Digranesvegi 1 27. júní 2019.

  Lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 15. júlí 2019.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 54 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan til umsagnar dags. 22. febrúar 2019 með áorðnum breytingum 15. júlí 2019 og umsögn dags. 15. júlí 2019 enda verði byggingaráform lögð fyrir skipulagsráð áður en aðalteikningar fara fyrir byggingarfulltrúa. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
 • 18.17 1905869 Háalind 1. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar arkitekts dags. 29. maí 2019 fh. lóðarhafa Háulindar 1 þar sem óskað er eftir leyfi til að reisa viðbyggingu á suðvestur hluta hússins, samtals um 28,45 m2. Húsið er 145,9 m2 fyrir breytingu en verður 164,5 m2 eftir stækkun. Húsið er parhús og fyrir liggur samþykki lóðarhafa Háulindar 3. Uppdráttur í mkv. 1:000 dags. í maí 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 54 Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Fundarhlé kl. 18:56
  Fundi fram haldið 19:03

  Sigurbjörg Erla Egilsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
  Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum atkvæðum og hafnar erindinu. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.
 • 18.19 1907234 Vesturvör 50. Kársneshöfn. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram erindi Hjalta Brynjarssonar arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Vesturvarar 50 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að stækka byggingarreitinn um 3,7 m. til norðurs og 4,8 m. til austurs. Hámarks byggingarmagn eykst úr 1500 m2 í 2200 m2, hámarksstærð grunnflatar stækkar úr 1000 m2 í 1350 m2 og mesta hæð hússins fer úr 9 m. í 12 m. Gert er ráð fyrir inndreginni 3 hæð, allt að 300 m2. Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. í júní 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 54 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

19.1907314 - Fundargerð 17. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 8.7.2019

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.1907313 - Fundargerð 16. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.1.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:50.