Bæjarráð

2966. fundur 08. ágúst 2019 kl. 08:15 - 09:26 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá
Samkvæmt 35. gr. laga nr. 135/2011 og 32. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogsbæjar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1908045 - Aflakór 6B. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 6. ágúst, lögð fram beiðni fh. lóðarhafa Aflakórs 6, Erlend Örn Erlendsson, um heimild til veðsetningar lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1908042 - Auðbrekka 15. Heimild til framsals.

Frá lögfræðideild, dags. 6. ágúst, lögð fram beiðni fh. lóðarhafa Auðbrekku 15, Lund fasteignafélag ehf., um heimild til að framselja lóðina.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulagsstjóra.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1906543 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um mótun menntastefnu fyrir Kópavogsbæ

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 22. júlí, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi mótun menntastefnu fyrir Kópavogsbæ.
Lagt fram og kynning mun fara fram á næsta fundi bæjarráðs.

Ýmis erindi

4.1907461 - Tenging Hnoðraholtsbrautar við Hnoðraholt við Arnarnesveg. Beiðni um umsögn

Frá Skipulagsstofnun, dags. 25. júlí, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að Kópavogsbær veiti umsögn um tengingu Hnoðraholtsbrautar við Hnoðraholt við Arnarnesveg.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

Fundargerð

5.1907004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 272. fundur frá 19.07.2019

Fundargerð í 15 liðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fundargerðir nefnda

6.1906008F - Skipulagsráð - 55. fundur frá 29.07.2019

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.
  • 6.2 1904536 Kársnesskóli. Deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Batterísins - arkitekta að deiliskipulagi fyrir nýbyggingu Kársnesskóla við Skólagerðis. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af húsagötunni Skólagerði og lóðarmörkum Skólagerðis 6 til suðurs, lóðarmörkum Skólagerðis 10 og Holtagerði 33 til vesturs, húsagötunni Holtagerði til norðurs og lóðarmörkum Holtagerðis 15, Hófgerðis 12, 14, 16 til austurs. Áætlað er að fyrirhuguð nýbygging verði um 5.500 m2 að flatarmáli og að meginbyggingin verði á tveimur hæðum en þrjár hæðir að hluta. Í skólabyggingunni verður samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístund fyrir um 400 nemendur. Miðað er við að aðkoma verði frá Skólagerði og Holtagerði.
    Tillagan er sett frá á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum og umhverfismati dags. maí 2019. Á fundi skipulagsráðs 3. júní 2019 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 11. júní 2019 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Athugasemdafresti lauk 26. júlí 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 55 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 6.3 1902262 Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Reitir A05 og A06. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Basalt-arkitekta að breyttu deiliskipulagi á svæðum A05 og A06 í Smáranum vestan Reykjanesbrautar. Deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt, skipulagsskilmálum og greinargerð dag. 26. apríl 2019. Á fundi skipulagsráðs 29. apríl 2019 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi reita A05 og A06 í Smáranum vestan Reykjanesbrautar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 14. maí 2019 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Athugasemdafresti lauk 9. júlí 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 55 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

7.1907397 - Fundargerð 410. fundar stjórnar Sorpu bs. frá19.7.2019

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Bæjarráð óskar eftir að framkvæmdastjóri Sorpu bs. komi á fund bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 09:26.