Bæjarráð

2602. fundur 07. júlí 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1107001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 5/7

16. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

2.1101878 - Stjórn Strætó bs. 2011

157. fundur

3.1105064 - Samningar við Breiðablik

Mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 30/6, sbr. lið 13 í fundargerð, undirritaðir samstarfssamningar við Breiðablik um notkun íþróttamannvirkja bæjarins.

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun vegna þjónustusamnings:

""Í forsendum fyrir framlagi í 4. gr. tel ég að að fram eigi að koma tiltekinn fjöldi stöðugilda í stað tilvitnunar í fylgiskjal 1, þar sem verið er að semja við eitt íþróttafélag af þremur.

Ármann Kr. Ólafsson""

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Reiknilíkan fyrir framlagi til íþróttafélaga í Kópavogi er nauðsynlegur grunnur svo úthlutun verði í eðlilegu samræmi við stærð og umfang félaganna.

Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Hjálmar Hjálmarsson, Rannveig Ásgeirsdóttir""

 

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Vegna samninga um rekstur mannvirkja er aðeins verið að semja um ramma.  Í þeim koma ekki fram neinar tölulegar upplýsingar og því er bæjarfulltrúum ekki ljóst hvaða raunverulegar upphæðir eru þarna á bakvið.  Það mun ekki skýrast fyrr en við gerð fjárhagsáætlunar.

Ármann Kr. Ólafsson""

 

Bæjarráð samþykkir framlagða samninga ásamt fylgiskjölum með fimm einróma atkvæðum.

4.1007117 - Kjóavellir reiðskemma. Stofnframkvæmdir

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 6/7, óskað heimildar bæjarráðs til að bjóða út reiðskemmu í alútboði.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Hvernig á að fjármagna þessa framkvæmd?

Gunnar Ingi Birgisson""

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

""Við ættum kannski að finna út úr því sameiginlega þar sem umræddir samningar voru gerðir af Gunnari Inga Birgissyni fyrir hönd Kópavogsbæjar.

Guðríður Arnardóttir""

 

Bæjarráð veitir umbeðna heimild með þremur atkvæðum gegn einu. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

5.1103299 - Tilboð í húsnæði að Digranesvegi 7

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6/7, svar við fyrirspurn um áætlaðan kostnað við flutning Héraðsskjalasafns og lagfæringar á húsnæðinu.

Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra umhverfissviðs að ganga til viðræðna um kaup á Digranesvegi 7 með þremur atkvæðum gegn tveimur.  Þá samþykkir bæjarráð fjárveitingu vegna viðgerða og innréttinga húsnæðisins og afleiddan kostnað vegna flutninga með þremur atkvæðum gegn tveimur.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Við teljum þetta algjörlega óraunhæfa kostnaðaráætlun.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""

6.1106034 - Fyrirspurn um kjarasamninga.

Frá bæjarstjóra, dags. 5/7, svar við fyrirspurn í bæjarráði 3/6 sl. um kjarasamninga.

Lagt fram.

7.1105051 - Staða viðræðna um Glaðheimasvæði

Frá bæjarstjóra, dags. 5/7, svar við fyrirspurn um stöðu viðræðna um Glaðheimasvæði.

Lagt fram.

8.1101134 - Fyrirspurn varðandi rekstrarkostnað sundlauganna

Frá bæjarstjóra, dags. 5/7, svar við fyrirspurn í bæjarráði 13/1 sl., varðandi rekstrarkostnað sundlauganna.

Una María Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokksins lagði fram eftirfarandi bókun:

""Nú 6 mánuðum eftir fyrirspurn mína í bæjarráði 13. janúar sl. er upplýst að skýrsla um endurskoðun á rekstri sundlauga Kópavogs liggur ekki fyrir.

Í svari um málið kemur fram að mikil vinna hafi verið lögð í kostnaðargreiningu á rekstrarþáttum sundlauganna og er það vel, enda mikilvægt að þessi stærsta rekstrareining íþróttadeildarinnar sé í stöðugri endurskoðun.  Ég vil því óska eftir því að kostnaðargreiningin verði lögð fram.

Una María Óskarsdóttir""

9.1101078 - Svar við fyrirspurn um launatengd gjöld

Frá bæjarritara, dags. 6/7, svar sem óskað var eftir í bæjarráði 30/6 um útreikning launatengdra gjalda.

Lagt fram.

10.1105297 - Fyrirspurn um fjölda stöðugilda

Frá bæjarritara, dags. 6/7, svar við fyrirspurn í bæjarráði 19/5 sl. um fjölda stöðugilda.

Lagt fram.

 

Bæjarráð óskar eftir sambærilegu yfirliti m.v. 1. október nk.

11.1011166 - Umgengni á atvinnusvæðum Kársnesi.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4/7, kostnaðarumsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 23/6, þar sem áætlaður kostnaður mun vera um 3 til 5 m.kr. árlega.

Lagt fram.

12.1106523 - Fyrirspurn um stöðu deiliskipulagsbreytinga á Kópavogstúni

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 5/7, svar við fyrirspurn í bæjarráði 30/6 sl. um stöðu deiliskipulags á Kópavogstúni.

Lagt fram.

13.1106027 - Sameining sérúrræða, Hvammshúss og Traðar

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6/7, upplýsingar sem beðið var um í bæjarráði 30/6 sl. um kostnað við endurbætur á Neðstutröð 6 og álit á ástandi Hvammshúss.

Lagt fram.

14.1106329 - Biðlistar eftir leikskólarýmum og staða dagforeldra

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 30/6, svar við fyrirspurn í bæjarráði þann 23/6 varðandi leikskólarými, ásamt greinargerð um daggæslu og stöðu dagforeldra frá daggæslufulltrúa.

Lagt fram.

15.1105499 - Sérfræðiþjónusta á menntasviði

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 5/7, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 9/6 um erindi sálfræðinganna Wilhelm Norðfjörð og Hugo Þórissonar, dags. 3/6 sl.

Bæjarráð felur sviðsstjóra menntasviðs að svara bréfriturum á grundvelli umsagnarinnar.

16.1104037 - Trúnaðarmál

Frá sviðsstjóra menntasviðs og starfsmannastjóra, dags. 5/7, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 7/4 varðandi trúnaðarmál.

Lagt fram.

17.1101997 - Skóladagatal og starfsáætlun 2011-2012

Frá deildarstjóra grunnskóladeildar, dags. 6/7, mál sem frestað var í bæjarráði 12/5 sl. og óskað frekari upplýsinga varðandi samræmingu áætlana grunnskóla og leikskóla.

Lagt fram.

 

Bæjarráð telur að starfsdagar í leik- og grunnskólum eigi að vera samræmdir í Kópavogi og felur menntasviði að tryggja að svo verði í framtíðinni.

18.1104189 - Umsögn um notkun á nýju stúku á Kópavogsvelli

Frá íþróttafulltrúa, dags. 5/7, svar við fyrirspurn í bæjarráði 14/4 um notkun nýju stúkunnar á Kópavogsvelli.

Lagt fram.

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Þakkar svarið en óskar eftir því að íþróttafulltrúi kanni möguleika á útleigu á mannvirkinu

Gunnar Ingi Birgisson""

 

Una María Óskarsdóttir tók undir bókun Gunnars Inga Birgissonar.

19.1107040 - Rýnihópur SSH

Drög að lokaskýrslu rýnishóps SSH, Rekstrar- og fjárhagsúttekt á byggðasamlögum.

Lagt fram.

20.1107046 - Kæra til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna beiðni Hrafnhildar Bernharðsdóttur um að veita aðga

Frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, dags. 4/7, varðandi kærumál.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

 

Una María Óskarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

""Undirrituð telur að framlagt erindi um aðgang að gögnum eigi ekki erindi til bæjarráðs. Erindinu ber að svara með vísan í upplýsingalög, en það á að vera á færi starfsmanna bæjarins.

Una María Óskarsdóttir""

21.705018 - Aðalskipulag Reykjavíkur, upplýsingar um endurskoðun.

Frá SSH, dags. 28/6, breytingartillögur vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar.

22.1107034 - Ný reglugerð um Landshæðarkerfi Íslands ISH2004. Umsögn

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 4/7, óskað eftir umsögn um drög að reglugerð um Landshæðarkerfi Íslands.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

23.1107047 - Ný skipulagsreglugerð. Beiðni um umsögn

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 4/7, óskað umsagnar um reglugerð um landsskipulagsstefnu fyrir 15. ágúst nk.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og skipulagsnefndar til úrvinnslu.

24.1106516 - Umhverfisþing 2011

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 30/6, boðað til umhverfisþings 14. október nk. og lögð áhersla á þátttöku ungmenna.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og menntasviðs til úrvinnslu.

25.903099 - Strætó bs. Fjárhagur, staða og horfur

Frá Strætó bs., dags. 30/6, yfirlit yfir stöðu byggðasamlagsins.

Lagt fram.

26.1107051 - Erindi frá Skóla Ísaks Jónssonar vegna nemenda utan sveitarfélags

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

27.1107040 - Framtíðarhópur SSH

 Framkvæmdastjóri SSH, Páll Guðjónsson, mætti til fundar kl. 10:00 og gerði grein fyrir framtíðarsýn framtíðarhóps SSH.

28.1102309 - Strætó bs.: Erindi Sveitarfélagsins Álftaness um fjárhagsleg áhrif úrsagnar úr Strætó bs. vísað til

Frá SSH, erindi frá Álftanesi varðandi þátttöku í rekstri Strætó.

Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

29.705018 - SSH-Aðalskipulag Reykjavíkur, upplýsingar um endurskoðun.

Frá Reykjavíkurborg, dags. 1/7, vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og skipulagsnefndar til úrvinnslu.

30.1106486 - Öldusalir 4, lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 6/7, viðbótarumsögn um umsókn Sævars Guðjónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur um lóðina Öldusalir 4.

Bæjarráð samþykkir að Sævari Guðjónssyni og Guðrúnu Jónsdóttur verði úthlutað lóðinni Öldusalir 4.

31.1107054 - Fundarboð bæjarráðs

Una María Óskarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

""Undirrituð gerir athugasemd við það hve seint dagskrá bæjarráðs er send út, þ.e. milli kl. 16 og 17 daginn fyrir fund bæjarráðs, sem hefst kl. 8.15. næsta dag á eftir. Það skapar óþægindi bæði fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk.

Una María Óskarsdóttir""

Fundi slitið - kl. 10:15.