Bæjarráð

2971. fundur 26. september 2019 kl. 08:15 - 09:20 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá
Fundarhlé hófst kl. 8:16, fundi fram haldið kl. 8:46

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1803193 - Brú yfir Fossvog. Deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, lagt fram til kynningar minnisblað Vegagerðarinnar og SSH, dags. 20. september 2019, að fyrirkomulagi hönnunarsamkeppni fyrir brú yfir Fossvog þar sem Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Kópavogsbær óska eftir ráðgjöfum til að taka þátt í samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog.
Um er að ræða opið forval þar sem auglýst er eftir hönnunarteymum og þau valin á grundvelli hæfni/fyrri reynslu, verktilhögun og sýn á verkefnið. Með opnu forvali er öllum gefinn kostur á að setja saman hönnunarteymi verkfræðinga og
arkitekta. Markmið með gerð brúar yfir Fossvog er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs. Brúnni er ætlað að styðja við vistvæna samgöngukosti á svæðinu og vera hluti af 1. áfanga uppbyggingar vegna Borgarlínu samkvæmt tillögum stýrihóps frá febrúar 2018. Á brúnni er gert ráð fyrir hjóla- og göngustíg ásamt akreinum fyrir
almenningssamgöngur sem tengjast stíga- og gatnakerfi Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar.
Lagt fram.

Gestir

 • Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar - mæting: 08:15
 • Bryndís Friðriksdóttir frá Vegagerðinni - mæting: 08:16

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1909502 - Samkomulag ríkis og SSH um skipulag og fjármögnun á uppbyggingu samgönguinnviðum og rekstri almenningssamgangna

Frá bæjarstjóra, lagt fram svar við fyrirspurn sem barst á síðasta fundi bæjarráðs um aðgang að gögnum um samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun á uppbyggingu samgönguinnviða og rekstri almenningssamgangna til 15 ára og afléttingu trúnaðar gagnvart kjörnum fulltrúum.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1909313 - Umsókn um leyfi fyrir staðsetningu matarvagns í Ögurhvarfi

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 16. september, lögð fram umsögn um umsókn um leyfi fyrir staðsetningu matarvagns á bæjarlandi í Ögurhvarfi. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins þann 19. september sl. til næsta fundar.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu á umbeðinni staðsetningu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1810851 - Ekrusmári 4, kæra vegna synjun um breytt deiliskipulag.

Frá lögfræðideild, dags. 24. september, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 130/2018 þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar um að synja breytingu á deiliskipulagi Nónhæðar vegna Ekrusmára 4.
Lagt fram.

Ýmis erindi

5.1909607 - Heildarlausn í úrgangsmálum á höfuðborgarsvæðinu

Lagt fram erindisbréf verkefnahóps sem er að vinna aðgerðaráætlun um heildarlausn úrgangsmála á höfuðborgarsvæðinu, sem óskað var eftir á síðasta fundi bæjarráðs.
Lagt fram.

Bókun:
"Minni á skýrslu norrænu Samkeppniseftirlitanna sem kynnt var í bæjarráði 15. mars 2018 um tengsl samkeppni og græna hagkerfsins. Markaðslausnir eru mikilvægar til þess að markmið um hagkerfi hringrásar náist - Set spurningarmerki um opinberar samkeppnishömlur við meðhöndlun úrgangs miðað við hlutverk verkefnahópsins sem kemur fram í erindisbréfi um heildarlausnir í úrgangsmálum á höfuðborgarsvæðinu."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Fundargerðir nefnda

6.1909011F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 275. fundur frá 11.09.2019

Fundargerð í 18 liðum.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerð

7.1909015F - Leikskólanefnd - 110. fundur frá 19.09.2019

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram

Fundargerð

8.1909012F - Menntaráð - 47. fundur frá 17.09.2019

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram

Fundargerðir nefnda

9.1909522 - 13. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 27.08.2019

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

10.1909019F - Ungmennaráð - 11. fundur frá 23.09.2019

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.
Fundarhlé hófst kl. 9:00, fundi fram haldið kl. 9:02

Fundargerð

11.1909021F - Velferðarráð - 50. fundur frá 23.09.2019

Fundargerð í 9 liðum
Lagt fram.
 • 11.6 1310526 NPA samningar - einingaverð
  Greinargerð deildarstjóra dags. 19. september 2019, ásamt þar til gerðum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 50 Velferðarráð samþykkti tillögu að hækkun einingaverðs NPA samninga fyrir sitt leyti og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs. Niðurstaða Frestað til næsta fundar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

12.1906544 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um mælingar á frammistöðu tengdum stefnumótun Kópavogsbæjar

Frá bæjarfulltrúum Pírata, BF Viðreisnar og Samfylkingar, óskað er eftir að fá drög að nýju skorkorti Framfaravogarinnar fyrir Kópavogsbæ. Í svari bæjarritara þann 3. júlí við fyrirspurn um framvindu verkefnisins kom fram að stefnt væri að útgáfu nýs skorkorts fyrir lok ágústmánaðar. Nú liggur fyrir að enn vanti einhverja vísa upp á að hægt sé að klára kortið. Í ljósi þess að nú er að hefjast vinna við gerð fjárhagsáætlunar er þess óskað að þau gögn sem þegar liggja fyrir verði gerð bæjarfulltrúum aðgengileg svo styðjast megi við þau í þeirri vinnu.
Lagt fram og þess vænst að svar liggi fyrir í annarri viku október mánaðar.

Fundi slitið - kl. 09:20.