Bæjarráð

2974. fundur 17. október 2019 kl. 08:15 - 09:39 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varamaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1909589 - Rýmingaráætlun almannavarna fyrir höfuðborgarsvæðið

Kynning á rýmingaráætlun almannavarna fyrir höfuðborgarsvæðið.
Lagt fram.

Gestir

  • Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu - mæting: 08:15
  • Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, deildarstjóri Almannavarna - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1909084 - Óskað eftir styrk vegna endurbóta í Kórnum

Frá sviðsstjórum umhverfis- og menntasviðs, dags. 16. september, lögð fram umsögn um erindi GKG frá 2. september um styrk til endurbóta á golfæfingaraðstöðu í Kórnum. Lagt er til að erindið verði samþykkt og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.
Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1910018 - Hestheimar 14-16, Sprettur rekstrarfélag. Umsagnarbeiðni v. umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 9. október, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 30. september, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Spretts rekstrarfélags ehf., kt. 580713-0680, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hestheimum 14-16, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1812747 - Vatnsendablettur 730-739, kæra vegna breytt deiliskipulag.

Frá lögfræðideild, dags. 14. október, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í málli nr. 147/2018, 1/2019 og 2/2019, þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Vatnsenda, svæðis milli vatns og vegar, vegna Vatnsendabletts 730-739.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1910192 - Beiðni um aðgang að gögnum af 413. fundi stjórnar Sorpu frá 27. september

Lagt fram svar við beiðni bæjarfulltrúa um aðgang að gögnum mála úr fundargerð af 413. fundi stjórnar Sorpu frá 27. september.
Lagt fram.

Bókun:
"Það þarf sérstakan ásetning til þess að misskilja erindið eins og hér er gert, nema að nú loksins birtist ljóslifandi hinn mikli vandi Sorpu sem leitað hefur verið að með ítrekuðum úttektum sérfræðinga á sviðum rekstrar og stjórnarhátta. Ég óska því eftir því erindið verði sent aftur til Sorpu og ef óskað er eftir hjálp við lesa úr erindinu þá er sjálfsagt að fylgja því eftir.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir"

Ýmis erindi

6.1910214 - Gjaldskrá fyrir matvæla-, heilbrigðis og mengunareftirlits og gjaldskrá fyrir eftirlit með hundahaldi.

Frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 3. október, lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2020, ásamt tillögum að gjaldskrám fyrir eftirlit með hundahaldi og matvæla-, heilbrigðis- og mengunareftirlit til samþykktar.
Bæjarráð vísar tillögu að gjaldskrám heilbrigðiseftirlitsins fyrir eftirlit með hundahaldi og matvæla-, heilbrigðis- og mengunareftirlit til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Ýmis erindi

7.1910048 - Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna í leik- og grunnskóla

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. október, lagt fram til kynningar leiðbeinandi álit Sambandsins um tvöfalda skólavist barna í leik- og grunnskólum.
Lagt fram og vísað til sviðsstjóra menntasviðs til kynningar.

Ýmis erindi

8.16011182 - Nýbýlavegur, skil á vegi.

Frá Vegagerðinni, dags. 7. október, lagt fram erindi um yfirfærslu Breiðholtsbrautar (Nýbýlavegar) frá Vegagerðinni til Kópavogsbæjar.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Ýmis erindi

9.1910236 - Umsókn um styrk vegna starfsemi í þágu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu

Frá Sjálfsbjörgu, dags. 30. september, lögð fram umsókn um styrk til starfsemi félagsins í þágu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

Ýmis erindi

10.1910257 - Tilkynning um ágóðahlutagreiðslu 2019

Frá EBÍ, dags. 8. október, lögð fram tilkynnig um ágóðahlutagreiðslu til aðildarsveitarfélaganna vegna ársins 2019.
Lagt fram.

Ýmis erindi

11.1910261 - Til umsagnar: Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum., 41. mál.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 11. október, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum (þingmannatillaga)
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

12.1910287 - Til umsagnar: Tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 11. október, lögð fram til umsagnar tillaga að þingsályktun um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega (þingmannatillaga).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

13.1910226 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011 (staðsetning áfengisverslunar), 53. mál

Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, dags. 10. október, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, staðsetning áfengisverslunar (þingmannafrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

14.1909016F - Lista- og menningarráð - 105. fundur frá 10.10.2019

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.
  • 14.4 1502338 Menningarstyrkir 2015-2016
    Reglur sjóðs lista- og menningarráðs lagðar fyrir. Niðurstaða Lista- og menningarráð - 105 Lista- og menningarráð samþykkir drög að nýjum reglum fyrir lista- og menningarsjóð. Í næstu úthlutun verður lögð áhersla á að styrkja verkefni og viðburði sem tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Reglum er vísað til afgreiðslu og staðfestingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 14.7 1910117 Gjaldskrá Bókasafns Kópavogs fyrir árið 2020
    Tillaga að breyttri gjaldskrá lögð fram. Niðurstaða Lista- og menningarráð - 105 Lista- og menningarráð samþykkir gjaldskrárbreytingar Bókasafns Kópavogs. Gjaldskrárbreytingum er vísað til afgreiðslu og staðfestingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Fundargerðir nefnda

15.1910256 - Fundargerð 20. eigendafundar stjórnar Strætó bs. 7.10.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.1910254 - Fundargerð 20. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 7.10.2019

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.1910288 - Fundargerð 414. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 7.10.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

18.1910005F - Velferðarráð - 51. fundur frá 14.10.2019

Fundargerð í 11 liðum
Lagt fram
  • 18.8 1712764 Áfangaheimilið D-27
    Þjónustusamningur við Samhjálp 2019-2021 lagður fram. Niðurstaða Velferðarráð - 51 Velferðarráð samþykkti framlögð samningsdrög fyrir sitt leyti. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 09:39.