Bæjarráð

2607. fundur 08. september 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1109002 - Framkvæmdaráð 7/9

15. fundur

Sviðsstjóri umhverfissviðs og deildarstjóri framkvæmdadeildar sátu fundinn undir þessum lið.

2.1102336 - Hæfing fyrir fatlað fólk. Húsnæðismál

Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð, að hafnar verði viðræður við Landspítala um kaup á húsnæði Fjölsmiðjunnar á Kópavogstúni, sbr. lið 6 í fundargerð framkvæmdaráðs 7/9.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi tillögu:

""Legg til að málinu verði frestað þar til fyrir liggur niðurstaða í viðræðum við jöfnunarsjóð um húsnæði á hæfingarstöðvar á Dalvegi.

Gunnar Ingi Birgisson""

 

Tillagan var felld með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni.

 

Bæjarráð samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfissviðs að hefja viðræður um kaup en jafnframt að leggja fram samanburð á kostnaði við kaup annars vegar og leigu hins vegar. Tveir fulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

 

Sviðsstjóri umhverfissviðs og deildarstjóri framkvæmdadeildar sátu fundinn undir þessum lið.

3.1103354 - Húsnæði fyrir fatlaða. Viðræður við jöfnunarsjóð.

Framkvæmdaráð beinir því til bæjarráðs sjá lið 7 í fundargerð 7/9, að kaupa umræddar fasteignir af Jöfnunarsjóði þar sem það er talinn hagkvæmari kostur en að leigja fasteignirnar.

Bæjarráð samþykkir að viðræður við Jöfnunarsjóð verði hafnar og vísar málinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

 

Sviðsstjóri umhverfissviðs og deildarstjóri framkvæmdadeildar sátu fundinn undir þessum lið.

4.1109001 - Félagsmálaráð 6/9

1314. fundur

Sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

5.1109025 - Staða yfirþroskaþjálfa á Dalvegi

Lagt er til að stöðu þroskaþjálfa á Dalvegi sé breytt í stöðu yfirþroskaþjálfa, samanber lið 10 í fundargerð félagsmálaráðs, málinu vísað til bæjarráðs og ítrekað mikilvægi þess að tillaga félagsmálastjóra verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir erindið en að um tímabundna ráðstöfun verði að ræða til næstu sex mánaða.

 

Sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

6.1109020 - Umsjónarmaður stuðningsúrræða

Tillaga að auknu starfshlutfalli umsjónarmanns stuðningsúrræða, sem vísað er til bæjarráðs, sbr. lið 13 í fundargerð félagsmálaráðs.

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

 

Sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

7.1101303 - Stjórn SSH 15/8

365. fundur

8.1101878 - Stjórn Strætó bs. 26/8

159. fundur

9.1010296 - Sorpmál í Kópavogi

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 25/8, sbr. lið 9 í fundargerð, varðandi sorpmál í Kópavogi.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild um að bjóða út kaup á endurvinnslutunnum fyrir íbúðarhúsnæði.

 

Sviðsstjóri umhverfissviðs og deildarstjóri framkvæmdadeildar sátu fundinn undir þessum lið.

10.1109045 - Sorphirða á höfuðborgarsvæðinu

Frá bæjarstjóra, erindi frá SSH, varðandi samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um sorphirðu.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

 

Sviðsstjóri umhverfissviðs og deildarstjóri framkvæmdadeildar sátu fundinn undir þessum lið.

11.1104161 - Gjöld fyrir atvinnuhúsalóðir og lóðastækkanir

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 12/5, sbr. lið 11 í fundargerð, varðandi tillögu um gjöld fyrir atvinnuhúsalóðir og lóðastækkanir.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með fjórum samhljóða atkvæðum. Einn fulltrúi sat hjá.

 

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

12.1108364 - Skipulag á Kársnesi, fyrirspurn

Frá bæjarstjóra, mál sem óskað var eftir á síðasta fundi bæjarráðs 1/9, að tekið yrði fyrir 8/9 sbr. lið 26 í fundargerð, varðandi skipulag á Kársnesi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfissviðs að ræða við handhafa byggingarréttar á nýlega skipulögðum svæðum í vesturbæ Kópavogs um byggingarmagn á þeim svæðum. Þrír fulltrúar samþykktu afgreiðslu málsins en tveir voru á móti.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Við erum algerlega á móti þessari tillögu og teljum að hún geti kostað bæjarsjóð hundruð milljóna króna í skaðabætur.

Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir""

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Tillagan er fullkomlega óraunhæf og sett fram sem eitthvert sjónarspil.

Ómar Stefánsson""

13.1103264 - Ráðningarbréf. Samningur um verkefni á sviði áhættuþjónustu

Frá bæjarstjóra, mál sem óskað var eftir á síðasta fundi bæjarráðs 1/9, að tekið yrði fyrir 8/9 sbr. lið 29 í fundargerð, varðandi skýrslu Deloitte hf.

Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

14.1106149 - Tillaga varðandi hugsanlega breytingu á nafni Kópavogsbæjar

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 9/6, sbr. lið 20 í fundargerð, varðandi nafnabreytingu á Kópavogsbæ.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

15.1104004 - Stofnskrá fyrir Náttúrufræðistofu Kópavogs

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 11/8, sbr lið 5 í fundargerð, stofnskrá fyrir Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Bæjarráð vísar afgreiðslu að nýrri stofnskrá Náttúrufræðistofu Kópavogs til bæjarstjórnar.

16.1101151 - Þjónustusamningur við Ás styrktarfélag

Frá bæjarstjóra, lagður fram þjónustusamningur dags. 5/9, við Ás styrktarfélag um búsetuþjónustu við fatlað fólk í Kastalagerði.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

17.1108261 - Beiðni um rökstuðning og skýringar vegna innheimtu bílastæðisgjalds með fasteignagjöldum 2011

Frá bæjarlögmanni, dags. 1/9, umsögn sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 25/8, varðandi fyrirspurn Hamraborgarráðs vegna innheimtu sérstaks bílastæðagjalds.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að svara bréfritara á grundvelli framlagðrar umsagnar.

18.1108312 - Umsókn um launalaust leyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 6/9, umsögn sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 25/8, um umsókn starfsmanns um launalaust leyfi í 9 mánuði. Lagt er til að starfsmanninum verði veitt umbeðið leyfi.

Bæjarráð samþykkir að veita viðkomandi starfsmanni launalaust leyfi í 9 mánuði.

19.901090 - Þorrasalir 1 - 15, breytt deiliskipulag

Frá skipulagsstjóra, umsögn sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 16/6, varðandi Þorrasali 1 - 15, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð felur skipulagsstjóra að svara bréfritara á grundvelli framlagðrar umsagnar.

20.1108357 - Ósk um endurskoðun framlags til Tónlistarskóla Kópavogs

Frá sviðsstjóra menntasviðs, tillaga að auknu framlagi til Tónlistarskóla Kópavogs að hámarki 3 milljónir króna á yfirstandandi ári.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

21.1107023 - Starfslýsing lögfræðingur FK og jafnréttisfulltrúi

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, lögð fram starfslýsing jafnréttis- og mannréttindafulltrúa Kópavogsbæjar.

Lagt fram.

22.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Frá SSH, verkefnahópi 3, varðandi stoðþjónustu og rekstrarsamvinnu aðildarsveitarfélaganna.

Lagt fram.

23.1010175 - Samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna þjónustu við fatlaða

Frá SSH, verkefnahópi 21, varðandi ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

Lagt fram.

24.705208 - Vatnsendablettur 134, deiliskipulag

Frá Sigurbirni Þorbergssyni, dags. 1/9, varðandi bókun formanns bæjarráðs á fundi ráðsins 25/8.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

25.1109050 - Beðið um breytingu á nafni lóðarleiguhafa

Frá Sigurði Halldórssyni, kt. 060381-5189, dags. 5/9, óskað eftir að lóðin Hamraendi 6 verði færð á nafn föður hans Halldórs Svanssonar, kt. 140955-2649.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns og fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

26.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 13. september

Næsti fundur bæjarstjórnar verður haldinn í Hörðuvallaskóla.

 

I. Fundargerðir nefnda

II. Kosningar

III. Skipulagsmál

Næsti fundur bæjarráðs, þann 15. september, verður kl. 12.15.

Fundi slitið - kl. 10:15.