Bæjarráð

2661. fundur 08. nóvember 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1210571 - Óskað umsagnar um þingsályktunartillögu um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum (tvöfal

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 29. október, óskað umsagnar um þingsályktunartillögu um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum (tvöfalt lögheimili), 152.mál.

Lagt fram.

2.1210567 - Kæra til úrskurðarnefndar vegna afgreiðslu á beiðni um aðgang að gögnum

Frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, dags. 29. október, óskað eftir athugasemdum við kæru varðandi afgreiðslu á beiðni um aðgang að gögnum.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

3.1210566 - Hugmyndir um uppbyggingu á Kópavogstúni

Frá Dr. Þorleifi Friðrikssyni, Eitt A innanhússarkitektum, Kanon arkitektum og teiknistofunni Tröð, dags. 25. október, hugmyndir um uppbyggingu á Kóapvogstúni.

Bæjarráð vísar erindinu til vinnuhóps um Kópavogstúnið og atvinnu- og þróunarráðs til úrvinnslu.

4.1210569 - Skráning og mat hafnarmannvirkja

Frá Þjóðskrá Íslands, dags. 29. október, tilmæli um að veita upplýsingar í fasteignaskrá um skipalyftur og dráttarbrautir.

Bæjarráð vísar erindinu til hafnarstjórnar til úrvinnslu.

5.1210568 - Fyrirspurn um urðunarstaði fyrir úrgang

Frá Sorpu bs., dags. 16. október, varðandi fyrirspurn um urðunarstaði fyrir úrgang.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

6.1211042 - Styrkbeiðni fyrir árið 2013

Frá Stígamótum, ódags., óskað eftir fjárhagsstuðningi við starfsemi félagsins.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til afgreiðslu.

7.1001036 - Samningar við Skógræktarfélag Kópavogs og Skógræktarfélag Íslands um atvinnuátak

Frá Skógræktarfélagi Kópavogs og Skógræktarfélag Íslands, skýrsla um atvinnuátak sumarið 2012.

Lagt fram.

8.812006 - Uppgræðsla á svæði milli Hengils og Lyklafells.

Frá landsgræðslu ríkisins, dags. 1. nóvember, lögð fram áfangaskýrsla 2012 og framkvæmdaáætlun 2013, ásamt styrkbeiðni til uppgræðsluverkefnisins á næsta ári að upphæð 200.000 kr.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

9.1211074 - Umsókn um styrk vegna starfsemi Landsbyggðin lifi

Frá Landsbyggðin lifi, dags. 2. nóvember, styrkbeiðni að upphæð 100.000 kr. til starfsemi samtakanna.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

10.1211054 - Fyrirspurn um hvort hægt sé að leggja göngustíg hjá Vífilsstaðavegi

Frá Þórunni Þórisdóttur, dags. 30. október, fyrirspurn um hvort hægt sé að leggja göngustíg hjá Vífilsstaðavegi.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar.

11.1211066 - Kópavogstún 3,5,7 og 9. Beiðni um framsal lóða.

Lögð fram beiðni Jóhanns Árnasonar, f.h. Sunnuhlíðar, dags. 5. nóvember 2012 um heimild til framsals lóðarleiguréttinda að Kópavogstúni 3, 5, 7 og 9, til Jáverks ehf., ásamt beiðni um heimild til veðsetningar lóðanna til handa framsalshafa. Jafnframt lagt fram minnisblað bæjarlögmanns og fjármálastjóra, dags. 5. nóvember 2012, um beiðni Sunnuhlíðar.

Bæjarráð vísar afgreiðslu erindisins til bæjarstjórnar.

12.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 13. nóvember

I. Fundargerðir nefnda.

II. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2013 - 2016. Fyrri umræða.

III. Kosningar.

IV. Stjórnsýsluúttekt.

13.1210278 - Rekstraráætlun Sorpu 2013 og fimm ára rekstraráætlun 2013-2017

Frá Sorpu bs., dags. 1. nóvember, rekstraráætlun fyrir 2013 og fimm ára rekstraráætlun 2013 - 2017, sem samþykkt var í stjórn byggðasamlagsins þann 29. október sl.

Lagt fram.

14.1211102 - Aukið aðgengi almennings að gögnum.

Bæjarráð  felur bæjarritara að skoða með hvaða hætti hægt sé að auka aðgengi almennings að þeim gögnum sem lögð eru fram í nefndum og ráðum Kópavogsbæjar.

15.1211004 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 6. nóvember

62. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

16.1211003 - Atvinnu- og þróunarráð, 2. nóvember

8. fundur

Lagt fram.

17.1210020 - Barnaverndarnefnd, 25. október

19. fundur

Lagt fram.

18.1211002 - Félagsmálaráð, 6. nóvember

1340. fundur

Lagt fram.

19.1210212 - Atvinnuleitendur sem fullnýta bótarétt

Áætlun kostnaðar vegna móttöku langtímaatvinnulausra, lagt fram á fundi félagsmálaráðs 6. nóvember og vísað til bæjarráðs, sbr. lið 12 í fundargerð.

Lagt fram.

 

Bæjarráð ítrekar að ekki gangi að velta kostnaði yfir á sveitarfélögin af hálfu ríkisins án þess að tryggja þeim auknar tekjur til að mæta honum.

20.1211043 - Greiðslur til stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna

Tillaga að hækkun á greiðslum til stuðningsfjölskyldna, samþykkt á fundi félagsmálaráðs 6. nóvember, sbr. lið 16 í fundargerð.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir áætlun um hækkun kostnaðar fyrir bæinn á ársgrundvelli.

21.1201279 - Heilbrigðisnefnd, 29. október

175. fundur

Lagt fram.

22.1210016 - Íþróttaráð, 18. október

17. fundur

Lagt fram.

23.1211001 - Leikskólanefnd, 6. nóvember

32. fundur

Lagt fram.

24.1205606 - Tillaga um breytingu á þjónustu leikskóla í Kópavogi

Ólafur Þór Gunnarsson og Hjálmar Hjálmarsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaðir lýsa vonbrigðum vegna viljaleysis núverandi meirhluta í leikskólanefnd að taka upp breytta hugsun við útreikning leikskólagjalda.

Ólafur Þór Gunnarsson, Hjálmar Hjálmarsson"

25.1204358 - Tillaga að breyttri gjaldskrá leikskólanna í Kópavogi

Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar um breytingu á þjónustu á leikskólum Kópavogs er framsækin og því lýsir undirritaður vonbrigðum með þá ákvörðun meirihluta leikskólanefndar að hafna henni.

Pétur Ólafsson"

26.1210023 - Skólanefnd, 5. nóvember

50. fundur

Lagt fram.

27.1201284 - Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, 26. október

800. fundur

Lagt fram.

28.1201285 - Stjórn SSH, 5. nóvember

383. fundur

Lagt fram.

29.1201288 - Stjórn Strætó bs., 5. október

174. fundargerð

Lagt fram.

30.1201288 - Stjórn Strætó bs., 26. október

175. fundur

Lagt fram.

31.1211101 - Tónlistarsafn Íslands. Samningur um ráðstöfun styrktar-/rekstrarframlags í fjárlögum vegna starfsemi

Lögð fram drög að samningi um ráðstöfun styrktar-/rekstrarframlags í fjárlögum vegna starfsemi Tónlistarsafns Íslands.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

32.1210273 - Sameining sveitarfélaga. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni og Ómari Stefánssyni

Frá bæjarstjóra, dags. 7. nóvember, tillaga að erindi til bæjarstjóra Hafnarfjarðar og Garðabæjar um viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Lagt er til að fulltrúi minnihluta í viðræðunum verði Ólafur Þór Gunnarsson.

Bæjarráð samþykkir tillöguna ásamt drögum að erindi til bæjarstjóra Hafnarfjarðar og Garðabæjar.

33.1211067 - Bæjarlind 6, SPOT. Beiðni um umsögn vegna umsóknar Borgarholtsskóla um tækifærisleyfi

Frá bæjarlögmanni, dags. 5. nóvember, lagt fram erindi sýslumannsins í Kópavogi, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Borgarholtsskóla, kt. 700196-2169, um tækifærisleyfi til að mega halda framhaldsskóladansleik á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. grl. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

34.1206613 - Úttekt á stjórnsýslu Kópavogsbæjar

Lögð fram niðurstaða úttektar Capacent á stjórnsýslu Kópavogsbæjar.

Ráðgjafi frá Capacent mætti á fundinn og gerði grein fyrir niðurstöðum stjórnsýsluúttektar.

35.1201292 - Mánaðarskýrslur 2012

Frá bæjarritara, mánaðarskýrslur í október 2012, fyrir starfsemi bæjarins í september 2012.

Lagt fram.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

36.1011307 - Vatnsverndarmál

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 7. nóvember, lagt fram bréf verkfræðistofunnar Vatnaskila til SSH, dags. 5. nóvember, áætlun vegna sérstakrar skoðunar á afmörkun vatnsverndar við Vatnsendahlíð, ásamt bréfi bæjarstjóra sent til SSH, samantekt um framvindu færslu vatnsverndarmarka í landi Kópavogs.

Bæjarráð samþykkir áætlun vegna sérstakrar skoðunar, enda rúmist kostnaður innan fjárhagsáætlunar 2012.

37.1211001 - Samráðsfundur. Fyrirspurn frá Guðríði Arnardóttur

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 5. nóvember, svar við fyrirspurn í bæjarráði 1. nóvember sl. um fund sem haldinn var í velferðarráðuneytinu.

Lagt fram.

 

Pétur Ólafsson og Ólafur Þór Gunnarsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaðir lýsa vonbrigðum yfir því að fulltrúar minnihluta hafi ekki verið boðaðir á umrædda samráðsfundi en góð samstaða hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs um málefni atvinnuleitenda.

Pétur Ólafsson og Ólafur Þór Gunnarsson"

 

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þau mistök urðu að kjörnir fulltrúar í Kópavogi voru ekki boðaðir og á það bæði við um meiri- og minnihluta.

Ármann Kr. Ólafsson"

38.1210497 - Frestur til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2013

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 30.október, svar við erindi Kópavogsbæjar þar sem óskað var eftir fresti til að skila fjárhagsáætlun fyrir 2013 þar til seinni umræða hefur farið fram í bæjarstjórn þann 27. nóvember nk. Ráðuneytið gerir ekki athugasemdir við ráðagerðir bæjarstjórnarinnar.

Lagt fram.

Pétur Ólafsson og Ólafur Þór Gunnarsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaðir hafa áhyggjur af því að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 skuli ekki liggja fyrir á þessum fundi bæjarráðs.

Ólafur Þór Gunnarsson og Pétur Ólafsson"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Áhyggjur eru óþarfar. Verið er að vanda til verka.

Ómar Stefánsson"

39.1209090 - Framlög vegna nýbúafræðslu 2013

Frá innanríkisráðuneytinu, jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 31. október, áætlun um úthlutun framlags vegna nýbúafræðslu.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra og sviðsstjóra menntasviðs til úrvinnslu.

40.1211044 - Óskað umsagnar um frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 1. nóvember, óskað umsagnar um frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (flokkun virkjunarkosta og gerð orkunnýtingaráætlunar), 3. mál.

Lagt fram.

41.1210573 - Óskað eftir umsögn um þingsályktunartillögu um málefni barna og ungmenna með tal-og málþroskaröskun

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 29. október, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um málefni barna og ungmenna með tal-og málþroskaröskun, 80. mál.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.