Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 5. febrúar, tillaga að breyttri bókun á fundi bæjarstjórnar frá 18. desember sl. þar sem bætt er við "...eða af eiginfjárútlánaflokki Lánasjóðsins." í lok fyrstu setningar fyrri bókunar. Einnig lögð fram svohljóðandi tillaga vegna skammtímalántöku vegna afborgunar DEXIA láns:
"Vegna áhættu- og lánastýringar til skammtíma veitir bæjarstjórn heimild til skammtímalántöku í EUR að hámarki 20 milljónum, sem verður í síðasta lagi greidd upp í september 2013.
Jafnframt er Ármanni Kr. Ólafssyni, kt. 170766-5049, eða þeim sem hann vísar til, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita lánssamninga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari".
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.