Bæjarráð

3000. fundur 30. apríl 2020 kl. 08:15 - 10:55 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2004572 - Staða kjaraviðræðna

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, fer yfir stöðu kjaraviðræðna.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1910462 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsstjóri kynnir drög að breyttu deiliskipulagi á Glaðheimasvæði.
Lagt fram

Gestir

 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri - mæting: 08:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2003768 - Útboð - endurbætur á göngu- og hjólaleið meðfram Fífuhvammsvegi

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 23. mars, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði framkvæmd göngu- og hjólastígar meðfram Fífuhvammsvegi á milli Lindakirkju og Lindavegar.
Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu.

Gestir

 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri - mæting: 09:30
 • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 09:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2004479 - Framkvæmdir 2020, aukafjárveiting.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 28. apríl, lagt fram erindi um auka fjárveitingu vegna framkvæmda árið 2020 samkvæmt tillögum um aðgerðir vegna viðbragða við Covid-19 sem samþykktar voru í bæjarráði þann 2. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögur um 1. áfanga framkvæmda.

Gestir

 • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:55

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2004569 - Þátttaka Kópavogsbæjar í útboði Ríkiskaupa á vinnu iðnmeistara.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og bæjarlögmanni, dags. 28. apríl, lagt fram erindi um þátttöku Kópavogsbæjar í útboði Ríkiskaupa á vinnu iðnmeistara. Lagt er til að bærinn segi sig frá útboði Ríkiskaupa og að heimilað verði útboð innan rammasamnings á vinnu iðnaðarmanna á vegum Kópavogsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að segja sig frá þátttöku í útboði Ríkiskaupa á vinnu iðnmeistara. Bæjarráð samþykkir jafnframt með fimm atkvæðum að fela umhverfissviði að undirbúa útboð á rammasamningi um vinnu iðnaðarmanna.

Gestir

 • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2001133 - Sumarstörf 2020

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27. apríl, lagðar fram tillögur um útfærslu sumarstarfa hjá bænum vegna breyttra forsendna sumarstarfa hjá bænum árið 2020.
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

Gestir

 • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:33

Ýmis erindi

7.2004504 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþings, dags. 23. apríl, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025 (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

8.2004571 - Skjólbraut 3a. Ósk um endurupptöku byggingarleyfis vegna synjunar

Frá Sævari Þór Geirssyni, f.h. lóðarhafa Skjólbrautar 3a, lögð fram ósk um endurupptöku umsóknar um byggingarleyfi sem var hafnað á fundi bæjarstjórnar þann 14. apríl sl.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Fundargerð

9.2004007F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 289. fundur frá 16.04.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerð

10.2004011F - Barnaverndarnefnd - 105. fundur frá 22.04.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.
 • 10.5 2004314 Framkvæmdaráætlun í barnaverndarmálum í Kópavogi árin 2019-2022
  Niðurstaða Barnaverndarnefnd - 105 Barnaverndarnefnd leggur fram og samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaráætlun í barnaverndarmálum árin 2019-2022. Áætluninni er vísað til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

11.2004430 - Fundargerð 22. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 06.04.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

12.2004005F - Lista- og menningarráð - 112. fundur frá 22.04.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

13.2004010F - Menntaráð - 60. fundur frá 21.04.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lögð fram.

Fundargerðir nefnda

14.2003931 - Fundargerð 880. fundar stjórnar Sambandsins frá 30.03.2020

Fundargerð í 22 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2004547 - Fundargerð 881. fundar stjórnar Sambandsins frá 27.04.2020

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2004530 - Fundargerð 494. fundar stjórnar SSH frá 17.04.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

17.2004009F - Ungmennaráð - 16. fundur frá 22.04.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

18.2004018F - Velferðarráð - 62. fundur frá 27.04.2020

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.
 • 18.11 2001698 Reglur um skammtímadvalarstaði
  Drög að reglum og þar til greind fylgiskjöl lögð fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 62 Velferðarráð samþykkti framlögð drög að reglum fyrir sitt leyti og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum drög að reglum um skammtímadvalir.

Fundi slitið - kl. 10:55.