Bókun í fundargerð skólanefndar 4. mars:
Skólanefnd mælir með fyrri tillögu um viðbyggingu við skólann haustið 2014 og lausum kennslustofum á skólalóðinni og ítrekar þar með afstöðu sína í málinu.
Skólanefnd byggir ofangreinda ákvörðun sína á þeim faglegu forsendum að flutningur nemenda í húsnæði Kórsins geti haft neikvæð áhrif á skólabrag og skipulag skólastarfs auk þess sem auðsýnt er að góð sátt hefur skapast í skólasamfélaginu öllu um fyrri tillögu, sem gerir ráð fyrir lausum kennslustofum á skólalóð eins og hefðbundið er þegar skólar ganga í gegn um tímabundna fjölgun nemenda.
Einnig lögð fram umsögn sviðsstjóra menntasviðs um málið, dags. 4. mars, ásamt kostnaðaráætlun umhverfissviðs við tillöguna.
Lagt fram.