Bæjarráð

3002. fundur 14. maí 2020 kl. 08:15 - 12:01 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Ýmis erindi

1.2004242 - Sorphirða

Frá Íslenska gámafélaginu, lagt fram svar við fyrirspurn úr bæjarráði frá 16. apríl sl. þar sem óskað var eftir upplýsingum varðandi sorphirðu félagsins í Kópavogi.
Lagt fram.

Gestir

 • Jón Þórir Frantzson forstjóri Íslenska Gámafélagsins - mæting: 08:15

Ýmis erindi

2.2002648 - Samgöngusáttmáli ríkis og SSH.

Frá SSH, dags. 6. maí, lagt fram erindi um greiðslur frá aðildarsveitarfélögum til samgöngusáttmálans, sem stjórn SSH samþykkti að vísa til kynningar aðildarsveitarfélaga, ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra SSH frá 27. apríl og drögum að greiðsluflæði.
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu.

Gestir

 • Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri - mæting: 09:00
 • Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH - mæting: 09:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2003249 - Mánaðarskýrslur 2020

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í mars.
Lagt fram.

Gestir

 • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 10:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2004391 - Tillaga bæjarfulltrúa Theodóru S. Þorsteinsdóttur um að Kópavogsbær innleiði ISO staðal 37 (stjórnkerfisstaðal gegn mútugreiðslu)

Frá gæðastjóra, dags. 12. maí, lagt fram erindi vegna tillögu um að Kópavogsbær innleiði ISO staðal 37, stjórnkerfisstaðal gegn mútugreiðslum.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að fela gæðastjóra að meta umfang innleiðingar staðalsins fyrir Kópavogsbæ.

Gestir

 • Sigurður Arnar Ólafsson gæðastjóri - mæting: 10:10

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2004600 - Engihjalli 8, 50 kall ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 12. maí, lagt fram bréf Sýslumannsns á höfuðborgarsvæðinu, dags. 17. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn 50 kalls ehf., kt. 440320-0820 um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Engihjalla 8, 200 Kópavogi, skv. skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn í samræmi við umsögn lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2005417 - Starfslok skipulagsstjóra

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. apríl, lagt fram erindi um starfslok.
Lagt fram.

Bæjarráð þakkar fráfarandi skipulagsstjóra góð störf í þágu Kópavogsbæjar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2004247 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi stöðu mála um nýjan losunarstað fyrri sorp á höfuðborgarsvæðinu

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 12. maí, lagt fram svar við erindi um nýjan losunarstað fyrir sorp á höfuðborgarsvæðinu sem barst á fundi bæjarráðs þann 16. apríl sl.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2003768 - Útboð - endurbætur á göngu- og hjólaleið meðfram Fífuhvammsvegi

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 23. mars, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði framkvæmd göngu- og hjólastígar meðfram Fífuhvammsvegi á milli Lindakirkju og Lindavegar. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 30. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu til næsta fundar.

Ýmis erindi

9.2005205 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 707. mál.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 8. maí, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

10.2005203 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál.

Frá umverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 8. maí, til umsagnar frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

11.2005112 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 6. maí, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, skipt búseta barns (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

Ýmis erindi

12.2005120 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 6. maí, lagt fram til umsagnarfrumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun, niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

13.2005217 - Umsókn um styrk til gróðursetningar við Sandskeið

Frá Pálma A. Franken, dags. 10. maí, lögð fram umsókn um styrk að fjárhæð 300.000 kr. til gróðursetningar trjáplantna í landi Kópavogsbæjar á Sandskeiði.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfissviðs.

Ýmis erindi

14.2005308 - Beiðni um afnot af bátaskýli við Naustavör fyrir kajakdeild Ýmis

Frá Siglingafélaginu Ými, lögð fram ósk um afnot af bátaskýli við Naustavör undir aðstöðu kajakdeildar félagsins.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundargerð

15.2005001F - Lista- og menningarráð - 113. fundur frá 07.05.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2005232 - Fundargerð 883. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11.05.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2005214 - Fundargerð 495. fundar stjórnar SSH frá 27.04.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2005215 - Fundargerð 496. fundar stjórnar SSH frá 04.05.2020

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2004352 - Fundargerð 320. fundar stjórnar Strætó frá 03.04.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

20.2005005F - Velferðarráð - 63. fundur frá 11.05.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.
Bæjarráð samþykkir að halda aukafund í bæjarráði miðvikudaginn 20. maí kl. 12:00

Fundi slitið - kl. 12:01.