Frá formanni kjörstjórnar, dags. 7. maí, tillaga vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí nk:
Tveir kjörstaðir í Kópavogi:
Smárinn með 14 kjördeildir
Kórinn með 6 kjördeildir.
Einnig verða ráðnir 16 manns til að vinna við talningu atkvæða.
Einnig lögð fram tillaga að bókun bæjarstjórnar vegna kosninga til sveitarstjórnar þann 31. maí nk.:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá og undirrita kjörskrá í samræmi við lög og reglur þar um. Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarráði að fara með umboð sitt varðandi kjörskrá og önnur mál er upp kunna að koma vegna sveitarstjórnarkosninga þann 31. maí 2014.
Lagt fram.
Bókun Guðríðar Arnardóttur:
"Vek sérstaklega athygli á umsögn bæjarritara sem lýtur að eftirliti Ríkisendurskoðunar með fjárreiðum sveitarfélaga, þar sem bent er á að sveitarfélög eru framkvæmdavald sem fara með um 30% af skatttekjum hins opinbera. Það mun væntanlega fara vaxandi á næstu árum. Fram að þessu hefur eftirlit með fjárreiðum sveitarfélaga verið úr takti við eftirlit með fjárreiðum ríkisins og löngu tímabært að binda í lög að sveitarfélög falli undir eftirlitsskyldu Ríkisendurskoðunar."