Bæjarráð

3015. fundur 17. september 2020 kl. 08:15 - 11:24 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2003249 - Mánaðarskýrslur 2020

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna júní og júlí.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2007117 - Lómasalir 6, íbúð 0201, 224-4159, sala íbúðar

Frá fjármálastjóra, dags. 15. september 2020, lögð fram beiðni um heimild til sölu á félagslegri íbúð að Lómasölum 6. Óskað er eftir að bæjarráð veiti fjármálastjóra heimild til að fullgilda kaupsamnning vegna sölu fasteignarinnar.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 09:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2007116 - Vallakór 1-3, íbúð 0103 229-4898, sala íbúðar

Frá fjármálastjóra, dags. 15. september 2020, lögð fram beiðni um heimild til sölu á félagslegri íbúð að Vallakór 1-3. Óskað er eftir að bæjarráð veiti fjármálastjóra heimild til að fullgilda kaupsamnning vegna sölu fasteignarinnar.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 09:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1903010 - Traðarreitir. B29. Breytt aðalskipulag.

Frá skipulagsráði, lögð fram að nýju að lokinni kynningu, ásamt athugasemdum, tillaga skipulags- og byggingardeildar að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 fyrir Traðarreit - eystri (B29). Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Álftröð í austur, Digranesvegi í suður, skólalóð Kópavogsskóla í vestur og Hávegi í norður. Skólatröð er hluti deiliskipulagssvæðis. Í gildandi aðalskipulagi er umrætt svæði skilgreint sem íbúðarsvæði. Stærð skipulagssvæðisins er um 8.300 m2 og á því standa nú 8 íbúðarhús með samtals 12 íbúðum sem byggð eru á árunum 1952 til 1955.
Í framlagðri tillögu er gert ráð fyrir óbreyttri landnotkun en svæðið verði skilgreint sem þróunarsvæði þar sem byggðar verði allt að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með kjallara og inndreginni þakhæð. Gert er ráð fyrir allt að 200 m2 atvinnuhúsnæðis á jarðhæð með aðkomu frá Álftröð. Samkvæmt tillögunni er áætlað nýtingarhlutfall svæðisins ofanjarðar 2,45 og með kjallara 3,70. Í tillögunni er miðað við 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Tillagan er sett fram í greinargerð ásamt umhverfisskýrslu dags. í mars 2020 og uppdrætti dags. í mars 2020.Þá eru lagðar fram innsendar athugasemdir frá stofnunum, íbúum og hagsmunaaðilum. Á fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn um innkomnar athugasemdir dags. 2. september 2020 ásamt fylgiskjölum.
Skipulagsráð samþykkti framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi ásamt umsögnum í greinargerð dags. 2. september 2020 á fundi sínum þann 7. september sl. og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði erindinu til næsta fundar á fundi sínum þann 10. september sl.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.20051316 - Hljóðvist, styrkir vegna umferðarhávaða.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd, lögð fram tillaga að útfærslu og reglur um umsókn um styrk fyrir hljóðvist. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagðar reglur að styrkjum vegna hljóðvistar í Kópavogi á fundi sínum þann 31. ágúst sl. og vísað málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar og gerðar fjárhagsáætlunar. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 3. septembers l.
Bæjarráð frestar erindinu.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson - mæting: 09:38

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1701668 - Stefnumótun Kópavogsbæjar

Frá verkefnastjóra stefnumótunar og stýrihópi stefnumótunar, dags. 15. september, lögð fram lokadrög stefnumarkandi áætlana eftir umfjöllun nefnda og ráða.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Pétri H. Sigurðssyni að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar og felur sviðsstjórum að kostnaðarmeta aðgerðir áætlananna.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1701668 - Stefnumótun Kópavogsbæjar

Lögð fram lokaútgáfa af skýrslu OECD um stöðu innleiðingar heimsmarkmiða í Kópavogi.
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.2005783 - OSS rafrennur ehf óskar eftir fundi vegna fyrirhugaðrar rafhjóla- og rafhlaupahjólaleigu

Frá OSS rafrennum ehf., dags. 7. september, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir aðstöðuleyfi fyrir rafhjólastöðvar í Kópavogi, geymsluplássi og fjárhagslegum stuðningi vegna verkefnisins.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu umhverfissviðs.

Ýmis erindi

9.2009252 - Ósk um svæði til íþróttaiðkunar

Frá stjórn Bogfimifélagsins Bogans í Kópavogi, lagt fram erindi þar sem félagið óskar eftir æfingaraðstöðu fyrir félagið í Kópavogi.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar mennta- og umhverfissviðs.

Ýmis erindi

10.2009246 - Svar við ósk eftir aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga að Framfaravoginni.

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. september, lagt fram til upplýsinga erindi vegna beiðni um aðkomu sambandsins að Framfaravoginni.
Lagt fram.

Bókun:
"Bæjarráð Kópavogs hvetur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga til að endurskoða afstöðu sína til Framfaravogar sveitarfélaga þar sem formlegri aðkomu er hafnað. Eins og fram kom í erindi bæjarstjóra Kópavogsbæjar, Reykjanesbæjar og Svf. Árborgar, sem lá fyrir fundinum, er aðkoma Sambandsins að verkefninu mikilvæg.
Ekki var farið fram á fjárhagslegan stuðning við verkefnið heldur aðeins að Sambandið styddi verkefnið til umræðu og samstarfs meðal sveitarfélaga, auk þess sem óskað var eftir stuðningi Sambandsins við þá vegferð að fá ríkið, með háskólasamfélaginu, til að auka verulega söfnun og birtingu gagna um samfélagslega þætti til að auðvelda sveitarfélögum að mæla árangur í starfi sínu."

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.1906388 - Heilsuefling eldri borgara

Kynning á verkefninu Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi.
Kynning.

Gestir

  • Olga Bjarnadóttir frkv Gerplu - mæting: 09:45
  • Anna Elísabet Ólafsdóttir verkefnastjóri lýðheilsu - mæting: 09:45
  • Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri öldrunarþjónustu - mæting: 09:45
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 09:45
  • Amanda K. Ólafsdóttir deildarstjóri frístundadeildar - mæting: 09:45
  • Eva Katrín Friðgeirsdóttir verkefnastjóri frá SÍK yfir verkefninu - mæting: 09:45

Fundargerð

12.2009009F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 299. fundur frá 10.09.2020

Fundargerð í 12 liðum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

13.2009439 - Fundargerðir Barnaverndarnefndar

Fundir 107, 108 og 109.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2009006F - Íþróttaráð - 105. fundur frá 15.09.2020

Bæjarráð samþykkir að taka málið á dagskrá með afbrigðum.

Lagt fram.
  • 14.3 20061079 Æfingatöflur veturinn 2020-2021 - Rammi til úthlutunar
    Á síðasta fundi íþróttaráðs komu framkvæmdastjórar Breiðabliks og HK á fundinn og óskuðu eftir því að bæjaryfirvöld endurskoði úthlutaðan tímaramma fyrir æfingar knattspyrnudeilda félaganna í Fífunni og Kórnum á komandi vetri.
    Í framhaldi af fundinum funduðu starfsmenn íþróttadeildar og formaður íþróttaráðs með félögunum þar sem þau lögðu fram meðfylgjandi gögn máli sínu til stuðnings.
    Lagðar fram tillögur íþróttadeildar um afnot knattspyrnudeilda HK og Breiðabliks af knattspyrnuvöllum og knatthúsum bæjarins á komandi tímabili (2020-2021). Jafnframt lagðar fram upplýsingar um þróun æfingatíma knattspyrnudeildanna á gervigrasvöllum bæjarins frá 2011-2020, yfirlit yfir leigutekjur knatthúsanna frá 2014 sem og áætlaðan tekjumissi vegna minni útleigu sem Kópavogsbær yrði fyrir, verði tillaga íþróttadeildar samþykkt.
    Niðurstaða Íþróttaráð - 105 Við undirbúning málsins hefur bæði HK og Breiðablik lagt fram ítarleg gögn um stöðu og þróun knattspyrnudeilda félaganna. Það er mat íþróttaráðs að gögnin séu vönduð og sýni fram á að ástæða er til að endurskoða úthlutun á tímum til afnota fyrir knattspyrnudeildirnar sem þeim hafði verið kynnt. Útskýringar félaganna draga fram þær aðstæður sem kalla á endurmat. Íþróttafulltrúi hefur lagt fyrir nefndina uppfærðar tillögur sem er ætlað að mæta óskum félagana svo til að öllu leyti.
    Íþróttaráð samþykkir tillöguna. Í ljósi þess að sú breytingatillaga sem hér um ræðir hefur fjárhagslega áhrif í för með sér þá vísar ráðið málinu til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
    Ráðið vekur hins vegar athygli á því að samkvæmt samantekt íþróttafulltrúa þá hefur fjöldi tíma til afnota fyrir knattspyrnudeild Breiðabliks hækkað úr 49 tímum yfir vetrartímabilið í 136 tíma á tímabilinu 2011 til 2020. Varðandi HK þá fjölgar tímum úr 39 tímum 2011 í 96 tíma 2020. Af þessu að dæma þá hefur tímum til umráða hjá knattspyrnudeildunum fjölgað umtalsvert enda hefur iðkendum fjölgað mikið hjá deildunum á þessu tímabili. Ber sú aukning vitnisburð um gott starf hjá félögunum og bindur íþróttaráð vonir við að svo verði áfram.
    Niðurstaða Fundargerð í 3 liðum.

    Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerð

15.2009004F - Lista- og menningarráð - 116. fundur frá 10.09.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

16.2009012F - Menntaráð - 66. fundur frá 15.09.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2009284 - Fundargerð 501. stjórnarfundar SSH frá 07.09.2020

Fundargerð í 17 liðum.

Fundargerðir nefnda

18.2009438 - Fundargerðir Velferðarráðs

Fundir 67, 68 og 69.
Lagt fram.

Pétur H. Sigurðsson vék af fundi kl. 10:55

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.2009430 - Ósk bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um að hafin verði vinna við gerð loftlagsstefnu Kópavogsbæjar

Frá bæjarfulltrúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, ósk um að hafin verði vinna við gerð loftslagsstefnu Kópavogsbæjar. Á fundi bæjarráðs þann 11. október 2018 lögðu Píratar til í bæjarráði að Kópavogsbær mótaði stefnu í loftlagsmálum. Í kjölfarið samþykkti umhverfis- og samgöngunefnd að loftlagsstefna- og loftgæðaáætlun Kópavogsbæjar yrði hluti af Umhverfistefnu Kópavogsbæjar. Samkvæmt lögum um breytingar á lögum um loftslagsmál nr. 70/2012 skulu öll sveitarfélög setja sér loftslagsstefnu. Stefnan skal vera tilbúin eigi síðar en í lok árs 2021. Stefnan skal innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjóra.

Erindi frá bæjarfulltrúum

20.2009429 - Ósk bæjarfulltrúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur um minnisblað vegna aðgerða við áhrifum Covid um að fjölga sumarstörfum og nýsköpunar

Ósk bæjarfulltrúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur um minnisblað vegna aðgerða í kjölfar Covid 19 sem fólu í sér fjölgun sumarstarfa og hvatningu til nýsköpunar. Í byrjun apríl samþykkti bæjarráð aðgerðir bæjarstjórnar Kópavogs til að koma til móts við íbúa og fyrirtæki í Kópavogi vegna áhrifa af Covid-19. Ein aðgerðin sneri að því að fjölga sumarstörfum og hvetja þar sérstaklega til nýsköpunar, í samstarfi við Nýsköpunarsjóð námsmanna.
Þar sem tímabili sumarstarfa er nú lokið óska ég eftir að fá minnisblað um hvernig til tókst með þennan þátt.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar bæjarritara.

Erindi frá bæjarfulltrúum

21.2009435 - Tillaga bæjarfulltrúa Pírata, BF Viðreisnar og Samfylkingar um árangursmat á nefndafyrirkomulagi Bæjarstjórnar Kópavogs

Frá bæjarfulltrúum Pírata, BF Viðreisnar og Samfylkingar, tillaga um árangursmat á nefndarfyrirkomulagi bæjarstjórnar Kópavogs. Í stefnu og framtíðarsýn Kópavogsbæjar segir að bærinn leggi áherslu á skilvirkan og ábyrgan rekstur og sé rekinn af ráðdeild þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og skilvirkni. Í tengslum við nýsamþykkta skipuritsbreytingar og yfirstefnu Kópavogsbæjar þá leggjum við fram tillögu um að gert verði árangursmat á núverandi nefndarfyrirkomulagi bæjarstjórnar Kópavogs. Þá er átt við fastanefndir, aðrar lögbundnar og ólögbundnar nefndir og stýrihópa. Meta þarf hvort nefndirnar uppfylli þau markmið sem erindisbréf þeirra leggja upp með, hvort við séum að ná utan um alla málaflokka sem okkur ber með núverandi nefndum, og hvort tækifæri séu til þess að einfalda, hagræða og auka skilvirkni nefndakerfisins.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar og kostnaðarmats hjá bæjarritara.

Fundi slitið - kl. 11:24.