Bæjarráð

3024. fundur 19. nóvember 2020 kl. 08:15 - 10:58 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir varamaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2011406 - Samkomulag um uppbyggingu á skipulagssvæðinu Traðarreitur-eystri (reitur B29)

Frá lögfræðideild, lögð fram drög að samkomulagi við Hamur þróunarfélag ehf. um uppbyggingu á skipulagssvæðinu Traðarreitur-eystri (reitur B29).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fresta málinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1901024 - Traðarreitir. Reitur B29. Deiliskipulag.

Frá skipulagsráði, lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Traðarreits - eystri, reits B29, sem unnin er af Tark-arkitektum f.h. lóðarhafa. Nánar tiltekið afmarkast deiliskipulagssvæðið af Álftröð í austur, Digranesvegi í suður, skólalóð Kópavogsskóla í vestur og Hávegi í norður. Skólatröð er hluti deiliskipulagssvæðis. Stærð skipulagssvæðisins er um 8.300 m2 og á því standa nú 8 íbúðarhús með samtals 12 íbúðum sem byggð eru á árunum 1952 til 1955. Í framlagðri tillögu er gert ráð fyrir að byggðar verði allt að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með kjallara og inndreginni þakhæð. Gert er ráð fyrir allt að 200 m2 atvinnuhúsnæðis á jarðhæð með aðkomu frá Álftröð. Samkvæmt tillögunni er áætlað nýtingarhlutfall svæðisins ofanjarðar 2,45 og með kjallara 3,70. Í tillögunni er miðað við 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000, ásamt greinargerð og skipulagsskilmálum dags. 16. mars 2020. Þá lagt fram minnisblað VSÓ Ráðgjafar, Traðarreitur-eystri, samgöngugreining dags. 16. mars 2020; minnisblað VSÓ Ráðgjafar Traðarreitur-eystri, Hljóðvistarreikningar, dags. 16.03.2020; Traðarreitur-austur, Digranesi Kópavogi, áður Álftröð 1-7 og Skólatróð 2-8, Húsakönnun, dags. í nóvember, 2019 unnin af Tark-arkitektum og Traðarreitur-austur, Digranes Kópavogi, Nágrannabyggð (Digranesvegi og Hávegi), nóvember 2019 unnin af Tark-arkitektum. Einnig lagðar fram innsendar athugasemdir frá stofnunum, íbúum og hagsmunaaðilum. Á fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn um innkomnar athugasemdir dags. 2. september 2020 ásamt fylgigögnum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2011395 - Arnarnesvegur við Breiðholtsbraut, umsögn vegna mats á umhverfisáhrifum.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 17. nóvember, lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun dags. 16. nóvember sl. þar sem óskað er eftir umsögn um hvort þörf sé á nýju umhverfismati vegna vegamóta Arnarnesvegar við Breiðholtsbraut.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1610408 - Breytingar á bæjarmálasamþykkt

Frá forsætisnefnd, lögð fram til umsagnar tillaga lögfræðideildar að breytingu á bæjarmálasamþykkt Kópavogs frá 5. október sl., sem forsætisnefnd vísaði til umsagnar mennta-, skipulags, velferðar- og bæjarráðs á fundi sínum þann 8. október sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fresta málinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2010094 - Veitingarekstur í Gerðarsafni Listasafni Kópavogs

Frá forstöðumanni menningarmála, lögð fram til samþykktar drög að samningi við Reykjavík Roasters um veitingarekstur í Gerðarsafni. Bæjarráð frestaði málinu þann 12. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir framlagðan leigusamning með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2011407 - Samstarfssamningur um hugbúnaðarþróun Nightingale

Frá forstöðumanni upplýsingatæknideildar, dags. 17. nóvember, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráð til að ganga til samninga við Félagsmálaráðuneytið um opna hugbúnaðarþróun á Nightingale, ásamt drögum að samningi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa samningnum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

7.2010137 - Þorrasalir 13-15. Athugasemdir við teikningar og samþykktir.

Frá húsfélaginu Þorrasölum 9-11, dags. 12. nóvember, lögð fram ítrekun á erindi húsfélagsins frá 8. október sl. um ólögmæta innkeyrslu að bílageymslu Þorrasala 13-15 í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 19. ágúst 2019 er felldi úr gildi umrætt byggingarleyfi að því er varðar aðkomu að bílageymslu hússins og synjun Kópavogsbæjar um að beita þvingunarúrræðum vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til frekari úrvinnslu sviðsstjóra umhverfissviðs.

Ýmis erindi

8.2011329 - Beiðni um styrk fyrir rekstur Stígamóta

Frá Stígamótum, dags. 9. nóvember, lögð fram beiðni um styrk til starfseminnar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu velferðarráðs.

Ýmis erindi

9.2011318 - Beiðni um styrk fyrir jólin 2020

Frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, dags. 13. nóvember, lögð fram beiðni um styrk fyrir jólin 2020.
Í ljósi sérstakra aðstæðna í samfélaginu samþykkir bæjarráð með fimm atkvæðum að samþykkja styrkbeiðni Mæðrastyrksnefndar Kópavogs að þessu sinni.

Ýmis erindi

10.1610225 - Landsskipulagsstefna 2015-2026

Frá Skipulagsstofnun, dags. 13. nóvember, lögð fram til umsagnar tillaga að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem auglýst er til kynningar ásamt umhverfismati.
Lagt fram.

Ýmis erindi

11.2011400 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum, 81. mál.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 17. nóvember, lögð fram til umsagnar þingsályktunartillaga um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum (þingmannatillaga).
Lagt fram.

Ýmis erindi

12.2011263 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, dags. 11. nóvember, lögð fram til umsagnar þingsályktunartillaga um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru (þingmannatillaga).
Lagt fram.

Fundargerð

13.2010024F - Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 7. fundur frá 12.11.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
  • 13.1 2010171 Helgubraut 6. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Einars Ólafsonar arkitekts dags. 17. september 2020 fh. lóðarhafa Helgubrautar 6. Óskað er eftir að reisa viðbyggingu við húsið, alls 110,7 m2. Fyrir breytingu er húsið 86,8 m2 en verður eftir breytingu 197,5 m2. Rífa þarf hluta hússins, það sem er ónýtt, og verður húsið því endurbyggt að hluta auk þess að stækka það. Nýtingarhlutfall fyrir stækkun er 0,11 en verður 0,26 eftir breytingu. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 17. september 2020. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. október 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagt erindi fyrir lóðarhöfum Helgubrautar 1-33. Kynningartíma lauk 12. nóvember 2020. Ábending barst á kynningartímanum. Niðurstaða Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 7 Embætti skipulagsstjóra samþykkir framlagt erindi.Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundarger?

14.2011006F - Íþróttaráð - 106. fundur frá 12.11.2020

Fundargerð í 6 liðum
lagt fram

Fundarger?

15.2011010F - Menntaráð - 70. fundur frá 17.11.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

16.2010021F - Skipulagsráð - 86. fundur frá 16.11.2020

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.
  • 16.2 2010691 Skógarlind 1. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Zeppilín arkitekta að breyttu deiliskipulagi við Skógarlind 1. Í breytingunni felst að að byggingarreitur breytist og hann breikkar um 1 m, þ.e. úr 32 m í 33 m. Í stað 3 og 4 hæða byggingar auk kjallara eins og fram kemur í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að byggja 4 hæða byggingu auk kjallara. Hámarkshæð fyrirhugaðrar byggingar er óbreytt 41.0 m h.y.s. Heildarbyggingar-magn á lóð er jafnframt óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag 12.200 m2. Gert er ráð fyrir um 350 bílastæðum á lóð þar af um 185 stæði í kjallara.Stærð bílakjallarans er áætluð 5.500 m2. Byggingarreitur bílastæðakjallara kemur fram á deiliskipulags-uppdrætti. Miðað er við 35 m2 húsnæðis á hvert bílastæði á lóð. Í tillögunni er gert ráð fyrir 60 hjólastæðum á jarðhæð hússins eða í sérstökum hjólaskýlum á lóð. Að öðru leyti gildir deiliskipulag af svæðinu Skógarlind - Lindir IV frá janúar 2007 með síðari breytingum.
    Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 11. nóvember 2020.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 86 Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 16.5 2010274 Kópavogsbraut 65. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Jakobs Líndals arkitekts dags. 12. október 2020 fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 65 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Á lóðinni stendur steinsteypt 236 m2 einbýlishús byggt 1972 auk 112 m2 bílskúrs. Óskað er eftir að fá samþykkta auka íbúð í húsinu á sér fastanúmeri, samtals um 63 m2 að stærð. Fyrirhuguð íbúð er inngrafin til norðurs og hefur gluggahliðar til suðurs og austurs. Eftir breytingu verða tvær íbúðir í húsinu, önnur 175 m2 og hin 63 m2. Gert er ráð fyrir 5 bílastæðum innan lóðar. Ekki er fyrirhugað að stækka hús eða auka nýtingu lóðar. Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 12. október 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 86 Erindi hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Einar Örn Þorvarðarson sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 16.8 2005566 Hljóðalind 9. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Auðuns Elíssonar byggingafræðings dags. 20. apríl 2020 fh. lóðarhafa Hljóðalind 9 með ósk um breytt deiliskipulag. Í breytingunni felst að reisa 12 m2 viðbyggingu á vesturgafl hússins. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 20. apríl 2020. Á fundi skipulagsráðs 18. maí 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hljóðalindar 7, 8, 10, 11, 12, 13 Heimalindar 8 og 10. Kynningartíma lauk 7. október 2020. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartíma. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. október 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 2. nóvember 2020. Á fundi skipulagsráðs 2. nóvember 2020 var afgreiðslu málsins frestað. Niðurstaða Skipulagsráð - 86 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 16.11 2009780 Hrauntunga 60. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að lokinni kynningu erindi Hildar Bjarnardóttur arkitekts dags. 10. september 2020 fh. lóðarhafa Hrauntungu 60. Óskað er eftir að fá einbýlishúsinu að Hrauntungu 60 breyttu í tvíbýli. Húsið er byggt 1965 sem tvíbýlishús og ekki gert ráð fyrir stiga á milli hæða. Síðar fékkst það skráð sem einbýlishús en nú er óskað eftir að það verði fært í fyrra horf. Íbúð neðri hæðar verður 91 m2 og íbúð efri hæðar 184,7 m2 auk bílskúrs á tveimur hæðum, alls 56 m2. Þrjú bílastæði eru innan lóðar. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 10. september 2020. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. október 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagt erindi fyrir lóðarhöfum Hrauntungu 58, 61, 62, 64, 69, 77 og Hlíðarvegar 39 og 41. Kynningartíma lauk 12. nóvember 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 86 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 16.12 2010273 Selbrekka, lóðarleigusamningar. Sameiginlegar lóðir.
    Lagt fram erindi Steingríms Haukssonar sviðsstjóra umhverfissviðs og varðar sameiginlegar lóðir raðhúsanna við Selbrekku 1-11, 13-25 og 28-42. Í lóðaleigusamningum frá 1968-1971 kemur fram að auk lóðar hvers húss fylgi hluti í sameiginlegri lóð. Skráning lóðanna í Þjóðskrá er þó einungis lóðin, án sameiginlegrar lóðar. Lóðarhafar fengu sent bréf dags. 15. október 2020 þar sem útskýrt var að fyrirhugað væri, í endurnýjuðum lóðaleigusamningum, að skilgreina lóðir án sameiginlegrar lóðar, möo. að sameiginlegar lóðir raðhúsanna verði framvegis bæjarland. Engar athugasemdir eða fyrirspurnir hafa borist vegna bréfsins og er því óskað eftir að skipulagsráð samþykki að sameiginlegar lóðir raðhúsanna við Selbrekku verði ekki lengur hluti lóðanna í endurnýjuðum lóðarleigusamningum. Erindinu fylgir afrit af bréfi til lóðarhafa Selbrekku, mæliblöð raðhúsanna og afrit lóðarleigusamnings Selbrekku 1.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 86 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

17.2011247 - Fundargerð 510. fundar stjórnar SSH frá 27.10.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2011248 - Fundargerð 511. fundar stjórnar SSH frá 02.11.2020

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.2011368 - Tillaga frá BF Viðreisn um að skipaður verði stýrihópur um snjallbæinn Kópavog þar sem markmiðið er að fara í enn frekari snjallvæðingu.

Tillaga frá BF Viðreisn um að skipaður verði stýrihópur um snjallbæinn Kópavog þar sem markmiðið er að fara í enn frekari snjallvæðingu.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarstjóra.

Fundi slitið - kl. 10:58.