Bæjarráð

3030. fundur 07. janúar 2021 kl. 08:15 - 11:15 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2101128 - Stofnun Atvinnu- og nýsköpunarseturs í Kópavogi

Frá Markaðsstofu Kópavogs, dags. 5. janúar, lagt fram erindi um stofnun Atvinnu- og nýsköpunarseturs í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu.

Gestir

 • Björn Jónsson framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2012326 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Péturs H. Sigurðssonar um húsnæði Fannborgar 2

Frá bæjarritara, dags. 4. janúar, lögð fram umsögn með svari við fyrirspurn varðandi húsnæði Fannborgar 2.
Lagt fram.

Bókun:
Ljóst er að ýmiskonar starfsemi hefur farið fram og er í gangi í Fannborg 2. Húsnæðið er því ekki ónýtt og þar af leiðandi engar forsendur fyrir því að meta það sem fokhelt. Því ber Árkór að greiða fasteignagjöld eins og öllum öðrum fasteignaeigendum í Kópavogi ber að gera. Út frá jafnræðisreglu ber því bæjarstjóra skylda til að sjá til þess að svo verði gert.

Pétur Hrafn Sigurðsson
Bæjarfulltrúi

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1710516 - Lýðheilsustefna: innleiðing

Frá verkefnastjóra lýðheilsumála, kynning á stöðu stýrihóps lýðheilsumála.
Lagt fram.

Gestir

 • Anna Elísabet Ólafsdóttir

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2012354 - Örútboð skv RK 03.05 á netbúnaði

Frá forstöðumanni UT deildar, dags. 18. desember, lögð fram beiðni um heimild til að fara í örútboð á netbúnaði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar með uppfærðum gögnum og felur bæjarritara að gera viðauka til framlagningar í bæjarstjórn.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2012443 - Gatnadeild. Útskipting götuljósalampa, áfangi IV

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 21. desember, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til að hefja verðfyrirspurn vegna endurnýjunar á götuljósalömpum í Kópavogi og innkaupa á lömpum í tengslum við íbúakosningaverkefnið Okkar Kópavogur.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.18061018 - Strætóskýli, auglýsingar og rekstur.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 10. desember, lagt fram erindi um útboð um auglýsingar og rekstur biðskýla í Kópavogi þar sem lagt er til að útboði verði frestað þar til endurskoðun á leiðakerfi Strætó m.a. vegna tilkomu Borgarlínu er lokið. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 17. desember sl.
Bæjarráð frestar erindinu.

Bókun:
Ítreka erindi um upphitað og skjólgott snjall-strætóskýli við Menntaskólann í Kópavogi.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Ýmis erindi

7.2012415 - Lokaskýrsla um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. desember, lögð fram lokaskýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning.
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.2012426 - Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægiaðgerðum vegna COVID-19

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. desember, lagðar fram til kynnningar tillögur Velferðarvaktarinnar um mótvægisaðgerðir ríkis og sveitarfélaga vegna Covid-19 faraldursins.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs og velferðarsviðs.

Ýmis erindi

9.2012505 - Umsókn um styrk fyrir árið 2021

Frá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins, dags. 22. desember, lögð fram beiðni um 500.000 kr. styrk vegna árisins 2021 til starfsemi félagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita kr. 200.000 í styrk.

Ýmis erindi

10.2012378 - Hraunbraut 14. Endurupptaka máls

Frá Ara Arnórssyni, dags. 11. desember, lögð fram beiðni um endurupptöku máls vegna Hraunbrautar 14.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

11.2012518 - Frumvarp um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa Covid-19 á sveitarfélög

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 23. desember, lögð fram til umsagnar drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa Covid-19 á sveitarfélög sem birta hafa verið í samráðsgátt Stjórnarráðsins.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

12.2012391 - Til umsagnar frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 17. desember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

13.2012425 - Til umsagnar frumvarp til laga um kosningalög, 339. mál

Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 18. desember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um kosningalög.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

14.2012394 - Til umsagnar frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 356. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 17. desember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

15.2012393 - Til umsagnar frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 17. desember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

16.2012440 - Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu, 360. mál

Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, dags. 18. desember, lagt fram til umsagnar þingsályktunartillaga um græna atvinnubyltingu.
Lagt fram.

Fundarger?

17.2012021F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 306. fundur frá 18.12.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundarger?

18.2012016F - Barnaverndarnefnd - 115. fundur frá 16.12.2020

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundarger?

19.2012013F - Íþróttaráð - 107. fundur frá 10.12.2020

Fundargerð í 43 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

20.2012012F - Leikskólanefnd - 124. fundur frá 10.12.2020

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
 • 20.2 1206392 Reglur um dvöl barna hjá dagforeldri
  Tillaga að breytingum á reglum um dvöl barna hjá dagforeldri. Lagt fram til samþykktar. Niðurstaða Leikskólanefnd - 124 Leikskólanefnd samþykkir breytingu á reglum um dvöl barna hjá dagforeldri fyrir sitt leiti og vísar málinu áfram til samþykktar bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar breytingar.

Fundarger?

21.2012001F - Lista- og menningarráð - 120. fundur frá 17.12.2020

Fundargerð í 59 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

22.2012006F - Skipulagsráð - 89. fundur frá 21.12.2020

Fundargerð í 11 liðum
Lagt fram.
 • 22.3 2006230 Hlíðarvegur 63. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ólafs Tage Bjarnasonar byggingarfræðings, dags. 7. ágúst 2020, fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 63. Óskað er eftir að reisa stakstæða bílgeymslu á austurhlið lóðarinnar, við lóðarmörk. Bílgeymslan er samtals 91,3 m2 og hæð hennar er 4,9 m. Íbúðarhúsið á lóðinni er með innbyggða bílgeymslu. Samþykki lóðarhafa nr. 61 og 65 við Hlíðarveg liggur fyrir sbr. erindi dags. 25. maí 2020. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 7. ágúst 2020. Kynningartíma lauk 23. október 2020. Ábending barst á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 2. nóvember 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað í umsögn skipulags- og byggingardeildar. Þá lagt fram nýtt lóðarblað, dags. í nóvember 2020 og uppfærðar teikningar hönnuðar þar sem komið er til móts við innsenda athugasemd um hæðasetningu byggingar. Niðurstaða Skipulagsráð - 89 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 22.4 2009186 Brekkuhvarf 1A-1G. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 19. ágúst 2020 fh. lóðarhafa Brekkuhvarfs 1a-1g að breytt deiliskipulagi. Fyrirhugað er að reisa 3 parhús á tveimur hæðum á lóðinni eins og gildandi deiliskipulag segir til um. Í tillögunni er gert ráð fyrir að færa byggingarreiti til norðvesturs þ.e. fjær Fornahvarfi, minnka sameiginleg umferðarsvæði og breyta hæðarsetningu húsa til þess að jafna hæðamun á milli þeirra. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. 30. september 2020. Á fundi skipulagsráðs 19. október 2020 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Brekkuhvarfs 2,3 og 4. Kynningartíma lauk 2. desember 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma frá lóðarhöfum Brekkuhvarfs 3 sbr. erindi dags. 30. nóvember 2020. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
  Þá lögð fram ný og breytt tillaga að deiliskipulagi Brekkuhvarfs 1a-1g dags. 14. desember 2020. Í tillögunni er tekið tillit til framkominna athugasemda aðliggjandi lóðarhafa að Brekkuhvarfi 3 á þann hátt að hæðasetning fyrirhugaðra húsa hefur verið færð á ný í það horf sem fram kemur í gildandi deiliskipulagi. Þá lagt fram undirritað samþykki lóðarhafa Brekkuhvarfs 3 fyrir ofangreindri breytingu dags. 17. desember 2020.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 89 Skipulagsráð samþykkir erindið með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 22.7 2011397 Geirland. Beiðni um að reisa vélaskemmu.
  Lagt fram erindi Dagnýjar Bjarnadóttur landslagsarkitekts fh. lóðarhafa er varðar breytt fyrirkomulag á lóðinni. Óskað er heimildar til að reisa vélaskemmu í landi Geirlands á núverandi malarplani. Fyrirhuguð bygging er ráðgerð 18m á breitt og 35m á lengd, samtals 630 m2 að flatarmáli. Gert er ráð fyrir að vegghæð verði 5m og mænishæð 8m. Erindinu fylgir uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 10.11.2020 og greinargerð. Niðurstaða Skipulagsráð - 89 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 22.8 2012070 Naustavör 13, 52-58 og 60-68. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 21. desember 2020 að breyttu deiliskipulagi Naustavarar 13, 52-58 og 60-66. Skipulagsleg rök fyrir breytingunni eru að vegna hæðarlegu húsagötunnar Naustavarar sem liggur frá hringtogi við Vesturvör að lóðarmörkum Naustavarar 52 til 58 er ekki hægt að koma fyrirhuguðum bílastæðum og stoðveggjum fyrir án þess að færa þau til vesturs, fjær veginum.
  Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 13.
  Aðkoma og staðsetning bílastæða breytist lítillega.
  Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 52 til 58.
  Í breytingunni felst að lóðamörk breytast og stækka til vesturs um 150 m2 en minnka til norðurs um 10 m2. Lóðamörk bílastæða sem tilheyra húsinu stækka úr 325 m2 í 505 m2. Heildarstærð lóðar verður óbreytt 4.365. Aðkoma og staðsetning bílastæða breytist.
  Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 60 til 68.
  Í breytingunni felst að lóðamörk breytast og stækka til vesturs um 360 m2 og til austurs og norðurs um 180 m2 en minnka til suðurs um 1.550 m2 og verður stærð lóðar 6.642 m2 eftir breyting. Aðkoma og staðsetning bílastæða breytist.
  Byggingarreitur minnkar um 1 m til austurs en minnkar um 1 m til vesturs og færist til norðvestur um 4.6 metra.
  Ekki er talið að ofangreindar breytingar hafi áhrif á umhverfið þar sem ekki er verið að fjölga íbúðum eða auka byggingarmagn.
  Almennt er vísað er í skilmála og deiliskipulagsuppdrátt, Bryggjuhverfi í Kópavogi, samþykkt í bæjarstjórn 22. mars 2005 m.s.br. birt í B- deild Stjórnartíðinda 5. júní 2019 nr. 537. Breytingin tekur aðeins til lóðanna 13, 52-58 og 60-66 (áður 76 til 84)við Naustavör. Breytingin er í samræmi við Aðalskipulagi Kópavogs 2012- 2024 og markmið sem þar koma fram um íbúðabyggð.
  Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 (A2) dags. 21. desember 2020 ásamt greinargerð og skýringarmyndum.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 89 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

23.2012545 - Fundargerð 213. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 19.10.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.2012546 - Fundargerð 214. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 23.10.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.2012547 - Fundargerð 215. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 30.10.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

26.2012548 - Fundargerð 216. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 31.10.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

27.2012549 - Fundargerð 217. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 13.11.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

28.2012550 - Fundargerð 218. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 20.11.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

29.2012551 - Fundargerð 219. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 04.12.2020

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

30.2012552 - Fundargerð 220. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 11.12.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

31.2012441 - Fundargerð 517. fundar stjórnar SSH frá 14.12.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

32.2012408 - Fundargerð 332. fundar stjórnar Strætó frá 11.12.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundarger?

33.2012009F - Ungmennaráð - 21. fundur frá 14.12.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 12:08, fundi fram haldið kl. 12:30.

Erindi frá bæjarfulltrúum

34.2012312 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um mælikvarða hjá Kópavogsbæ

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, ósk um að fá umræðu í bæjarráði um mælikvarða hjá Kópavogsbæ. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 17. desember sl.
Umræður.

Erindi frá bæjarfulltrúum

35.2012330 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um framvindu innleiðingar spjaldtölva í leik- og grunnskólum Kópavogs

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, óskað er eftir upplýsingum um framvindu við að innleiða spjaldtölvur í leik- og grunnskólum Kópavogs. Óskað er eftir upplýsingum um eftirfarandi atriði: þróun kostnaðar frá 2015-2020 (og áætlun 2021), hvort gerðar hafa verið kannanir um ánægju eða árangri af notkun, og hvort einhverjar breytingar á samþykktu fyrirkomulagi hafi verið gerðar. Einnig ósk um að fá sviðsstjóra menntasviðs inn á fund samhliða. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 17. desember sl.
Fundarhlé hófst kl. 9:53, fundi fram haldið kl. 10:22.

Lagt fram.

Gestir

 • Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar - mæting: 09:20
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 09:20

Erindi frá bæjarfulltrúum

36.2101123 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um umræðu um skipulagsmál, húsnæðismál, samgöngur og lýðheilsu

Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um umræðu í bæjarráði og síðar dagskrármál í bæjarstjórn um skipulagsmál, húsnæðismál, samgöngur og lýðheilsu.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:15.