Bæjarráð

3031. fundur 14. janúar 2021 kl. 08:15 - 11:22 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2007187 - Lyklafellslína 1. Drög að tillögu að matsáætlun

Kynning á Lyklafellslínu.
Kynning.

Gestir

  • Smári Jóhannsson frá Landsneti - mæting: 08:15
  • Rut Kristinsdóttir frá Landsneti - mæting: 08:15
  • Elín Sigríður Óladóttir frá Landsneti - mæting: 08:15
  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2003249 - Mánaðarskýrslur 2020

Frá fjármálastjóra, lögð fram mánaðarskýrsla vegna nóvember. Einnig lagt fram yfirlit yfir ábendingar á árinu 2020 sem borist hafa til allra sviða bæjarins og hvernig og hvenær ábendingum var svarað og hvernig og hvenær brugðist var við þeim, er barst á fundi bæjarráðs 12. nóvember sl.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 08:48

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2011250 - Tillaga bæjarfulltrúa Pírata, BF Viðreisnar og Samfylkingar um stofnun stýrihóps um íbúasamráð

Frá bæjarstjóra, dags. 12. desember, lagt fram erindi ásamt minnisblaði verkefnastjóra íbúatengsla um stofnun stýrihóps um íbúasamráð frá 8. janúar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu bæjarstjóra um fyrirkomulag vinnu við íbúasamráð.

Gestir

  • Sigrún María Kristinsdóttir - mæting: 09:10

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2012172 - Útboð - Miðlunartankur Silfursmárinn

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 7. janúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til að bjóða út í opnu útboði byggingu á miðlunartanki í Silfursmára.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild til útboðs.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2012554 - Skálaheiði 2, Íþróttahúsið Digranes - Endurnýjun lýsingar

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. desember, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í opið útboð á endurnýjun lýsingar í aðalsal íþróttahússins Digraness.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild til útboðs.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:55

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2012557 - Dalsmári 5, Fífan - endurnýjun lýsingar

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. desember, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til að fara í opið útboð á endurnýjun lýsingar í knattspyrnuhöllinni Fífunni við Dalsmára.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild til útboðs.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:00
Karen E. Halldórsdóttir vék af fundi kl. 10:02 og tók Margrét Friðriksdóttir sæti á fundinum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2012337 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um reglur varðandi styrki til stjórnmálaflokka í formi kaupa á auglýsingum

Frá lögfræðideild, dags. 11. janúar, lagt fram svar við fyrirspurn um hvaða reglur gilda varðandi styrki til stjórnmálaflokka í formi kaupa á auglýsingum.
Lagt fram.

Bókun:
Óska eftir upplýsingum um hvaða stjórnmálaflokkar hafa hlotið auglýsingastyrk frá Kópavogsbæ á þessu kjörtímabili og því síðasta, og upphæð þeirra.
Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Bókun bæjarráðs:
Bæjarráð felur bæjarritara að uppfæra reglur um styrki til stjórnmálaflokka.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2101192 - Beiðni um undirskrift viljayfirlýsingar um þátttöku í alþjóðlegu samstarfi sem snýr að íbúasamráði, heimsmarkmiðunum og loftlagsbreytingum

Frá verkefnastjóra íbúatengsla, dags. 11. janúar, lagt fram minnisblað um undirskrift viljayfirlýsingar vegna þátttöku í alþjóðlegu samstarfi sem snýr að íbúasamráði, heimsmarkmiðum og loftlagsbreytingum.
Bæjarráð lýsir með fimm atkvæðum yfir vilja sínum að að taka þátt í verkefninu án fjárhagslegra skuldbindinga.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Frá verkefnastjóra lýðheilsumála, dags. 11. janúar, lögð fram skýrsla vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hjá Kópavogsbæ.
Lagt fram.

Gestir

  • Anna Elísabet Ólafsdóttir verkefnastjóri lýðheilsumála - mæting: 10:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.2012254 - Stytting vinnuvikunnar

Frá vinnutímanefnd Torgs og Torfu, dags. 11. janúar, lagðar fram niðurstöður kosninga um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar fyrir starfsmenn bæjarskrifstofa og menningarhúsa. Einnig lagðar fram niðurstöður um styttingu vinnuvikunnar í Þjónustumiðstöð, dags. 11. janúar. Tillögurnar eru lagðar fram til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar niðurstöður um styttingu vinnuvikunnar.

Ýmis erindi

11.2012242 - Stafrænt ráð sveitarfélaga

Frá SSH, dags. 9. desember, lagt fram erindi um starfrænt ráð sveitarfélaga sem vísað var til efnislegrar afgreiðslu aðildarsveitarfélaga á stjórnarfundi SSH þann 7. desember sl. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 17. desember sl.
Bæjarráð leggur til að gerður verði formlegur samningur um samstarfið þar sem markmið samstarfsins og afurðir verða skilgreind nánar. Erindið verði tekið fyrir að nýju í bæjarráð þegar samningur um verkefnið liggur fyrir.

Ýmis erindi

12.2101128 - Stofnun Atvinnu- og nýsköpunarseturs í Kópavogi

Frá Markaðsstofu Kópavogs, dags. 5. janúar, lagt fram erindi um stofnun Atvinnu- og nýsköpunarseturs í Kópavogi. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 7. janúar sl.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum og felur bæjarritara að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun til framlagningar í bæjarstjórn.

Fundargerðir nefnda

13.2101166 - Fundargerð 440. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 08.12.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2101167 - Fundargerð 441. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 16.12.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2101168 - Fundargerð 442. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 30.12.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:22.