Bæjarráð

3033. fundur 28. janúar 2021 kl. 08:15 - 09:56 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2012337 - Reglur um styrki til stjórnmálaflokka í formi kaupa á auglýsingum

Frá lögfræðideild, lögð fram drög að reglum um auglýsingastyrki til stjórnmálaflokka, ásamt svari við fyrirspurn um auglýsingastyrki til stjórnmálaflokka á þessu kjörtímabili og því síðasta og upphæð þeirra, dags. 18. janúar.
Bæjarráð frestar erindinu.

Bókun:
"Óska eftir yfirliti yfir allar greiðslur á sama tímabili frá Kópavogsbæ til Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi og annarra stjórnmálaflokka, eða til annarra aðila vegna vöru eða þjónustu fyrir stjórnmálaflokka.
Óska jafnframt eftir upplýsingum um hvers vegna þessar greiðslur koma ekki fram í opna bókhaldi Kópavogsbæjar."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Bókun:
"Undirrituð óskar eftir skýringum á ólíkum upphæðum til stjórnmálaflokka á tímabili fyrirspurnar."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Fundarhlé hófst kl. 8:50 fundi fram haldið kl. 8:53.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2012378 - Hraunbraut 14. Endurupptaka máls

Frá lögfræðideild, dags. 19. janúar, lögð fram umsögn um beiðni um endurupptöku máls vegna Hraunbrautar 14.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hafna beiðni um endurupptöku með vísan til umsagnar lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2012354 - Örútboð skv RK 03.05 á netbúnaði

Frá forstöðumanni UT deildar, dags. 25. janúar, lagðar fram niðurstöður örútboðs um kaup netbúnaðar þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Sensa.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Sensa.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2101431 - Beiðni um undanþágur (undanþágulisti) vegna verkfalla 2021

Frá deildarstjóra launadeildar, dags. 21. janúar, lögð fram til samþykktar undanþágulisti vegna verkfalla 2021.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðan verkfallslista.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2005644 - Fyrirspurn Theódóru S. Þorsteinsdóttur varðandi heildaráætlun um viðhald og endurnýjun á götum og göngu- og hjólastígum á Kársnesinu

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 25. janúar, lagt fram svar við fyrirspurn úr bæjarráði varðandi heildaráætlun um viðhald og endurnýjun á götum og göngu- og hjólastígum í Kópvogi.
Bæjarráð frestar erindinu.

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 09:06

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2101656 - Menntasvið-ráðning leikskólastjóra Marbakka

Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra leikskóladeildar, dags. 25. janúar, lögð fram tillaga um ráðningu í stöðu leikskólastjóra á leikskólanum Marbakka.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að ráðningu Öldu Agnesar Sveinsdóttur í starf leikskólastjóra á leikskólanum Marbakka.

Ýmis erindi

7.2101494 - Beiðni um tilnefningu í starfshóp stjórnar SSH vegna verkefnis um stjórnsýslu byggðasamlaga

Frá SSH, dags. 20. janúar, lögð fram beiðni um tilnefningu í starfshóp stjórnar SSH vegna verkefnis um stjórnsýslu byggðasamlaga.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Margréti Friðriksdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Ýmis erindi

8.2101495 - Kynning á fýsileika samræmingar úrgangsflokkunar - skýrsla

Frá SSH, dags. 20. janúar, lögð fram skýrsla um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu til kynningar og umræðu hjá aðildarsveitarfélögum.
Bæjarráð frestar erindinu.

Ýmis erindi

9.2101624 - Til umsagnar frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál.

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 22. janúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

10.2101623 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál.

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 22. janúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Fundarger?

11.2101014F - Íþróttaráð - 108. fundur frá 15.01.2021

Fundargerð í 5 liðum
Lagt fram.

Fundarger?

12.2101012F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 80. fundur frá 14.01.2021

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerð

13.2101020F - Leikskólanefnd - 125. fundur frá 21.01.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.
  • 13.2 1512173 Skemmtilegri leikskólalóðir.
    Tillögur um framkvæmdir á leikskólalóðum fyrir árið 2021. Lagt fram til samþykktar. Niðurstaða Leikskólanefnd - 125 Leikskólanefnd þakkar garðyrkjustjóra, Friðriki Baldurssyni fyrir góða kynningu á stöðu og endurmat leikskólalóðanna fyrri árin 2017-2020.

    Leikskólanefnd samþykkir tillögu um forgangsröðun leikskólalóða til endurbóta árið 2021 fyrir sitt leyti og vísar tillögunni áfram til samþykktar bæjarráðs.
    Niðurstaða Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum afgreiðslu leikskólanefndar.

Fundargerðir nefnda

14.2101446 - Fundargerð 333. fundar stjórnar Strætó frá 29.12.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2101447 - Fundargerð 334 fundar stjórnar Strætó frá 08.01.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundarger?

16.2101015F - Ungmennaráð - 22. fundur frá 20.01.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

17.2101024F - Velferðarráð - 77. fundur frá 25.01.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 17.11 2101507 Útvíkkun félagslegrar heimaþjónustu
    Tillaga að breytingu á þjónustu dags. 21.1.2021 lögð fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 77 Velferðarráð fagnar framlagðri tillögu um aukinn sveigjanleika í félagslegri heimaþjónustu með áherslu á að sporna gegn einangrun.

    Velferðarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti enda rúmast hún innan fjárhagsáætlunar.
    Niðurstaða Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

18.2101652 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Péturs Hrafns Sigurðssonar um sérstakan íþróttastyrk til tekjulágra heimila í Kópavogi

Frá bæjarfulltrúa Pétri Hrafni Sigurðssyni, fyrirspurn þar sem óskað er eftir upplýsingum er varða sérstakan íþróttastyrk til tekjulágra heimila í Kópavogi.
1. Hversu margar fjölskyldur hafa sótt um og fengið sérstakan íþróttastyrk sem ætlaður er tekjulágum heimilum í Kópavogi?
2. Hversu margar fjölskyldur eiga rétt á slíkum bótum í Kópavogi?
3. Hvernig var kynningu á sérstökum íþróttastyrk háttað til þeirra sem rétt eiga á honum?
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs og stjórnsýslusviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.1904588 - Fannborg 4. Fyrirspurn til bæjarstjórnar um landnotkun

Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur um erindi er varðar landnotkun lóðarinnar að Fannborg 4, er bæjarráð tók fyrir á fundi sínum þann 17. apríl 2019.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar sviðsstjóra velferðarsviðs og umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 09:56.