Bæjarráð

3043. fundur 15. apríl 2021 kl. 08:15 - 09:54 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Margrét Friðriksdóttir varamaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2103316 - Mánaðarskýrslur 2021

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í febrúar.
Lagt fram.

Gestir

  • Kristín Egilsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 08:15
  • Ingólfur Arnarson - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1804170 - Kópavogstún 14. Endurbætur og uppbygging á Kópavogsbúinu

Frá bæjarstjóra, lagður fram samningur við Lionsklúbb Kópavogs um endurbætur og uppbyggingu á Kópavogsbænum að Kópavogstúni 14. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 25. mars sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðan samning.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2104068 - Markavegur 2, lóð skilað.

Frá bæjarlögmanni, dags. 7. apríl, lagt fram erindi um skil á lóðinni Markavegi 2 þar sem lagt er til að lóðarhafa verði heimilað að skila lóðinni.
Bæjarráð samþykir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2103786 - Dalvegur 4, Saffran. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 6. apríl, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gleðiheima ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Dalvegi 4, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2101824 - Útboð - Kórinn gervigras æfingavöllur

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 8. apríl, lagðar fram niðurstöður útboðs í nýtt gervigras á Kóravelli þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Metatron ehf. skv. tilboði 1.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Metatron ehf.

Gestir

  • Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:37
  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:37

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2104187 - Menntasvið-ráðning leikskólastjóra Álfatúns

Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra leikskóladeildar, lagt fram erindi vegna ráðningar leikskólastjóra Álfatúns.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Heiðbjört Gunnólfsdóttir verði ráðin leikskólastjóri leikskólans Álfatúns.

Fundargerð

7.2104005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 313. fundur frá 09.04.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram

Fundargerð

8.2103016F - Íþróttaráð - 109. fundur frá 24.03.2021

Fundargerð í 9 liðum
Lagt fram.

Fundargerð

9.2103019F - Lista- og menningarráð - 125. fundur frá 08.04.2021

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2104237 - Fundargerð 445. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 12.03.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2104089 - Fundargerð 522. fundar stjórnar SSH frá 31.03.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

12.2104006F - Velferðarráð - 82. fundur frá 12.04.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Afgreiðsla vegna dagskrárliðar 3:
"Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar."

Bókun við dagskrárlið 6:
"Bæjarráð tekur undir minnisblað sviðsstjóra varðandi mikla þörf fyrir hjúkrunarrými fyrir einstaklinga yngri en 67 ára með umfangsmiklar þjónustuþarfir vegna færniskerðinga sem stafa af veikindum eða slysum.

Bæjarráð leggur til að fylgt verði eftir við Heilbrigðisráðuneytið erindi um að boðið verði upp á hjúkrunarrými fyrir einstaklinga 67 ára og yngri með umfangsmiklar þjónustuþarfir innan nýrrar viðbyggingar hjúkrunarheimilis í Boðaþingi, þróun úrræðissins verði áfram unnin í góðu samráði við hagsmunasamtök fatlaðs fólks og aðra hagsmunaaðila."

Erindi frá bæjarfulltrúum

13.2104306 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um atvinnumál í kjölfar Covid-19

Beiðni bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um að svör Kópavogsbæjar við fyrirspurn til sveitarfélaga frá teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-10 á vegum Félagsmálaráðuneytisins, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinsins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga verði lögð fram í bæjarráði.

1.Hefur sveitarfélagið nýtt sér ráðningarstyrki Vinnumálastofnunar?
a.Ef já, fyrir hversu margaeinstaklinga?
b.Ef já, hvers konar störf er boðið upp á?
2.Hyggst sveitarfélagið nýta sér átaksverkefnið Hefjum störf til að fjölga störfum á næstu mánuðum?
a.Ef já, til hvaða hópa mun verða horft til við ráðningar?
3.Hefur sveitarfélagið markvisst boðið upp á virkniúrræði/störf fyrir fólk með fjárhagsaðstoð?
a.Ef já, hvers konar úrræði?
4.Telur þú líklegt að sveitarfélagið muni ráða námsmenn til sumarstarfa fái þau styrk til þess líkt og síðasta sumar?
a.Ef já, hvernig störf verður boðið upp á fyrir námsmenn?
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.

Fundi slitið - kl. 09:54.