Frá lögfræðideild, dags. 16.07.2021, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 15.07.2021, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gaming Arena ehf., kt. 440121-0470 um nýtt rekstrarleyfi fyrir skemmtistað í flokki III, að Smáratorgi 3, 200 Kópavogi, skv.10.gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur að 3053. fundur bæjarráðs verði haldinn í fjarfundi, m.v.t. heimildar í reglugerð nr. 894/2021