Bæjarráð

3056. fundur 02. september 2021 kl. 08:15 - 09:27 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2003639 - Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum

Farið yfir stöðu faraldursins hjá Kópavogsbæ.
Umræður.

Gestir

 • Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri almannavarna höfuðborgarsvæðisins - mæting: 08:15
 • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:15
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2104604 - Sameining heilbrigðiseftirlita

Frá bæjarritara dags. 24.08.2021 lögð fram greinargerð með viðbótartillögu við drög að nýjum samþykktum um heilbrigðiseftirlit.

Erindinu frestað.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.21081457 - Ögurhvarf 4, Hótel Heiðmörk ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um endurnýjun á rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 31.08.2021, lagt fram lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 30.08.2021 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hótel Heiðmarkar ehf., kt. 520264-0199, um endurnýjað rekstrarleyfi til að reka gististað í flokki IV, að Ögurhvarfi 4, 203 Kópavogi í skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2004031 - Breyting á hámarkshraða

Frá deildarstjóra gatnadeidar, dags. 30.08.2021, lögð fram umsögn um breytingu á hámarkshraða á Salavegi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

 • Birkir Rútsson, deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:27

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2103983 - Skálaheiði 2, Íþróttahúsið Digranes - Aðstaða fyrir Skotíþróttafélag Kópavogs

Frá deildarstjóra eignadeildar, dags. 30.08.2021, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjaráðs til opins útboð á endurnýjun og stækkun aðstöðu fyrir Skotíþróttafélag Kópavogs í kjallara íþróttahússins Digraness við Skálaheiði 2, ásamt innréttingu fyrir kraftlyftingadeild Breiðabliks á 1. hæð hússins.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að veita umbeðna heimild til opins útboðs á endurnýjun og stækkun aðstöðu fyrir Skotíþróttafélag Kópavogs í kjallara íþróttahússins Digraness við Skálaheiði 2, ásamt innréttingu fyrir kraftlyftingadeild Breiðabliks á 1. hæð hússins.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2105074 - Bæjarfulltrúi Theódóra S. Þorsteinsdóttir, óskar eftir skýringum á nýju útboði Fossvogsbrúar og stjórnkerfi verkefnisins.

Frá lögfræðideild, dags. 16.08.2021, lögð fram samantekt á útboðsferli og stjórnkerfi Fossvogsbrúar. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum 19.08.2021 og 26.08.2021.
Lagt fram.

Gestir

 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur - mæting: 08:42

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2105637 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Péturs H. Sigurðssonar um kostnað vegna auglýsinga á erlendum samfélagsmiðlum

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, dags. 28.08.2021, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa Péturs H. Sigurðssonar um kostnað vegna auglýsinga á erlendum samfélagsmiðlum.
Lagt fram.

Bókun:
"Ég þakka svörin."
Pétur H. Sigurðsson

Ýmis erindi

8.21081171 - Styrkbeiðni til bæjarráðs vegna kaups á hnoðvél

Frá Myndlistarskóla Kópavogs, dags. 20.08.2021, lögð fram styrkbeiðni vegna kaups á hnoðvél.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu og hafnar því með fimm atkvæðum.

Ýmis erindi

9.21081452 - Styrkbeiðni til bæjarráðs vegna gerðar heimildarmyndar um Wilhelm Beckmann

Frá Arthúri Björgvini Bollasyni, dags. 27.08.2021, lögð fram styrkbeiðni vegna gerðar heimildarmyndar um Wilhelm Beckmann.
Bæjarráð frestar erindinu.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

10.2108014F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 324. fundur frá 27.08.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.21081498 - Fundargerð 268. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.08.2021

Fundargerð í 73 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.21081485 - Fundargerð 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.08.2021

Fundargerð í 24 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:27.