Bæjarráð

3060. fundur 30. september 2021 kl. 08:15 - 10:01 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson varamaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Helga Hauksdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2109866 - Ráðning, deildarstjóri lögfræðideildar

Frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs dags. 28. september 2021, lögð fram tillaga um ráðningu deildarstjóra lögfræðideildar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um ráðningu Ásu Arnfríðar Kristjánsdóttur í starf deildarstjóra lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2007636 - Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa um kynhlutlausa búningsklefa í sundlaugum Kópavogs

Frá sviðsstjórum mennta- og umhverfissviðs, dags. 27.09.2021, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa um kynhlutlausa búningsklefa í sundlaugum Kópavogs.

Lagt fram.

Gestir

  • Jón Júlíusson deildarstjóri íþróttadeildar - mæting: 08:33

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2106027 - Óskað eftir að skipað verði í undirbúningsnefnd vegna uppbyggingar á keppnisvelli við Kórinn

Frá sviðsstjórum mennta- og umhverfissviðs, dags. 27.09.2021, lögð fram umsögn um erindi Handknattleiksfélags Kópavogs, dags. 27.05.2021, varðandi uppbyggingu á keppnisvelli við Kórinn.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að stofnað verði fjögurra manna vinnuteymi, skipað tveimur fulltrúum frá umhverfissviði og menntasviði, hvoru fyrir sig, og tveimur fulltrúum frá HK.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissivðs - mæting: 08:40
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.210616607 - Boðaþing þjónustumiðstöð. Samkomulag Kópavogsbæjar og Hrafnistu um rekstur og starfsemi í Þjónustumiðstöð við Boðþing

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 24.09.2021, lögð fram til samþykktar bæjarráðs drög að endurskoðuðu samkomulagi um rekstur og starfsemi í þjónustumiðstöð Boðaþingi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að framlengja samkomulagi Kópavogsbæjar og Hrafnistu um rekstur og starfsemi í Þjónustumiðstöð við Boðþing til 31.12.2023.

Gestir

  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:50
  • Amanda K. Ólafsdóttir deildarstjóri frístundadeildar - mæting: 08:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2109835 - Endurnýjun á himnastiganum frá Kópavogsdal upp á Digranesheiði.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27.09.2021, lagðar fram tillögur að lagfæringum og/eða endurnýjun á Himnastiganum frá Kópavogsdal upp á Digranesheiði.
Bæjarráð samþykktir með fimm atkvæðum að hefja endurhönnun himnastigans að teknu tilliti til lýðheilsu og listrænnar útfærslu. Framkvæmdakostnaði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Fylgiskjöl:

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:44

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2108897 - Ósk um umsögn eða athugasemdir við drónaflug til afhendingar í Kópavogi

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags, 13.09.2021, lögð fram umsögn umhverfissviðs um drónaflug við heimsendingar í Kópavogi. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sinum þann 23.09.2021.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en telur sér ófært að afgreiða það fyrr en ný reglugerð liggur fyrir.

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 09:16

Fundargerð

7.2109026F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 326. fundur frá 24.09.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2109009F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 145. fundur frá 21.09.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2109017F - Leikskólanefnd - 134. fundur frá 23.09.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Fundargerð í 7 liðum

Fundargerð

10.2109022F - Velferðarráð - 90. fundur frá 27.09.2021

fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2109867 - Fundargerð 454. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 06.09.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2109869 - Fundargerð 455. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 10.09.2021

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2109870 - Fundargerð 456. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 17.09.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:01.