Bæjarráð

3063. fundur 21. október 2021 kl. 08:15 - 09:51 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Karen E. Halldórsdóttir formaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Helga Hauksdóttir aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.20061023 - Skipulag Kópavogsbæjar

Frá bæjarritara, lögð fram drög að uppfærðu skipuriti Kópavogsbæjar.
Bæjarráð frestar erindinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2110506 - Traðarreitur - vestur. Samkomulag um uppbyggingu á svæðinu

Frá lögfræðideild dags. 18.10.2021, lögð fram drög að samkomulagi um uppbyggingu á svæðinu.
Bæjarráð samþykkir erindið með þremur atkvæðum, gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar.

Gestir

 • Guðrún Edda Finnbogadóttir, lögfræðingur - mæting: 09:41
 • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:41

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2110070 - Fannborgarreitir B1-1. Samkomulag um uppbyggingu á svæðinu

Frá lögfræðideild dags. 04.10.2021, lögð fram drög að samkomulagi um uppbyggingu á svæðinu. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum 7. október sl. Uppfærð drög lögð fram 18.10.2021.
Bæjarráð samþykkir erindið með þremur atkvæðum, gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar.

Gestir

 • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:41
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir, lögfræðingur - mæting: 09:41

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2110076 - Funalind 2, Leikfélagið sf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 19.10.2021, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 04.10.2021, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Leikfélagsins sf., kt. 580821-1620, um tímabundið áfengisleyfi vegna leiksýningar þann 27. október 2021 frá kl. 19:00-23:00, í Leikhúsinu að Funalind 2, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

5.2110361 - Beiðni um endurkaup á íbúðum Sunnuhlíðar

Frá stjórn Sunnuhlíðarsamatakana, dags. 12. október 2021, lögð fram beiðni um endurkaup á íbúðum Sunnuhlíðar.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarstjóra.

Ýmis erindi

6.2110328 - Óskað tilnefninga í skólanefnd MK

Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 12. október 2021, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir tilnefningum í skólanefnd Menntaskólans í Kópavogi ti næstu fjögurra ára. Farið er þess á leið að Kópavogsbær tilnefni tvo aðalfulltrúa og aðra tvo til vara.
Tilnefningar óskast sendar ráðuneytinu í síðasta lagi 26. október nk.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

7.2110379 - Fjárhagsáætlun skíðasvæðanna 2022

Frá Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, dags. 13. okóber, lögð fram fjárhagsáætlun skíðasvæðanna 2022.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Ýmis erindi

8.2110377 - Styrkbeiðni frá Íþróttafélaginu Ösp

Frá Íþróttafélaginu Ösp, dags. 13. október 2021, lögð fram umsókn um styrk.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.

Ýmis erindi

9.2110514 - Hlaðbrekka 17. Endurupptaka máls

Frá Jónínu Kárdal og Þorbirni Vignissyni, lóðarhöfum Hlaðbrekku 17, dags. 18. október, lögð fram beiðni um endurupptöku vegna synjunar á umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi og viðbyggingu á lóðinni.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar lögfræðideildar.

Fundargerð

10.2110013F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 328. fundur frá 15.10.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

11.2109019F - Skipulagsráð - 107. fundur frá 18.10.2021

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
 • 11.6 2110128 Smárahvammsvegur - Deiliskipulag
  Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Smárahvammsveg. Markmið tillögunnar eru að aðlaga götuna að umferðarmagni, auka umferðaröryggi, koma fyrir stofnstíg hjólreiða og aðlaga götumyndina og umhverfið að nýju skipulagi nálægra reita. Tillagan sem unnin er af VSÓ ráðgjöf er dags. 15. október 2021, uppdráttur og snið 1:1000, frumdrög/vinnugögn fylgja einnig dags. febrúar 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 107 Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni: „Undirritaður, Kristinn Dagur Gissurarson, leggst gegn deiliskipulagsdrögum frá VSÓ varðandi Smárahvammsveg sem liggja fyrir á þessum fundi skipulagsráðs, 18.10.2021. Vandséð er að þörf sé á öllum þeim þverunum sem lagðar eru til og að fækka akreinum.
  Nær væri að skoða hvort ekki sé fullkomlega nægjanlegt að bæta við tveimur þverunum, yfir Smárahvammsveg hugsanlega með gönguljósum, annars vegar fyrir Nónhæðarbyggðina og hins vegar við Dalsmára. Skoðað verði hvort skynsamlegt sé að þrengja götustæðið við þessar þrengingar.
  Undirritaður lýsir einnig furðu sinni á verk- og eyðslugleði fulltrúa í skipulagsráði umfram þörf. Þær tillögur sem liggja fyrir eru í raun yfirgengilegar og kalla á óhóflegan kostnað.
  Kristinn Dagur."

  Fundarhlé kl. 18:04.
  Fundi framhaldið kl. 18:11.

  Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi með fimm atkvæðum. J. Júlíus Hafstein og Kristinn D. Gissurarson sátu hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

  Bókun, með vísan í bókun Kristins Dags Gissurarsonar:
  "Þarna er að mínu mati gamaldags sjónarhorn á ferð. Ljóst er að það þurfti alltaf að kosta til talsverðu fjármagni til að tengja nýja íbúðabyggð Smára 201, sem áður hafði verið verslun og þjónusta, við skólahverfi Smáraskóla. Fækkun akreina bætir yfirbragð byggðarinnar, tengir saman íbúðahverfi, bætir mikið gönguleiðir barna í skóla, hjólatengingar, umferðatengingar og flæði og umferðaröryggi í hvívetna. Nýi vegurinn ber um 16.000 bíla sem er sambærilegt við Kársnesbrautina og stóran hluta Nýbýlavegar. Hvað varðar óhóflegan kostnað þá er þessi lausn mun ódýrari en göngubrú yfir fjórar akreinar þannig að bókunin varðandi kostnað og eyðslugleði er beinlínis röng."
  Ármann Kr. Ólafsson
 • 11.11 2110360 Mánalind 8. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga Arnars Þórs Jónssonar arkitekts dags. 8. september 2021 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðinni við Mánalind 8. Í breytingunni felst að komið verði fyrir geymslu á norðausturhluta lóðarinnar ásamt palli með pottasvæði og skjólvegg að hluta með timburbitum. Stærð geymslu er áætluð 27,5 m2 og hæð skjólveggs 2,4 m. Uppdráttur og skýringarmyndir í mkv. 1:1000 og 1:250 dags. 18. október 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 107 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
 • 11.13 2110305 Urðarhvarf 8 og 10. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga Úti og Inni arkitekta fh. lóðarhafa Urðarhvarfs 8 og 10 að breyttum lóðamörkum milli lóðanna.
  Í tillögunni felst að vesturlóðarmörk Urðarhvarfs 8 færast til vesturs um 3,5 metra en austurlóðarmörk Urðarhvarfs 10 færast samsvarandi til vesturs. Lóðamörk Urðarhvarfs 10 færast til suðurs inn á núverandi bæjarland.
  Heildar lóðarstærð Urðarhvarfs 8 var fyrir breytingu 10.239 m2 en verður eftir breytingu 10.435 m2
  Heildar lóðarstærð Urðarhvarfs 10 var fyrir breytingu 4.490 m2 en verður eftir breytingar 5.915 m2.
  Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag sem samþykkt var í bæjarráði 25. september 2001 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 15. janúar 2001 m.s.br.
  Uppdráttur í mkv. 1:2000 dags. í október 2021.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 107 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísun í 3 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
 • 11.14 2110443 Útvarpshúsið á Vatnsendahæð. Umsókn um niðurrif.
  Lögð fram umsókn Öryggisfjarskipta ehf. um niðurrifsleyfi á Útvarpshúsinu á Vatnsendavegi 10 á Vatnsendahæð. Uppdrættir í mkv. 1:100, ódagsettir. Niðurstaða Skipulagsráð - 107 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um niðurrifsleyfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
 • 11.16 2110176 Þverbrekka 3. Breytt aðkoma að bílastæði.
  Lagt fram erindi lóðarhafa Þverbrekku 3 dags. 3. október 2021 þar sem óskað er eftir að taka niður kantstein og koma fyrir bílastæði á lóð. Skv. mæliblaði dags. 6. ágúst 2015 er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir. Skýringarmyndir ásamt erindi dags. 3. október 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 107 Skipulagsráð hafnar erindinu með sex atkvæðum. Kristinn D. Gissurarson greiðir atkvæði með tillögunni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Gestir

 • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:28
 • Auður D. Kristinsdóttir, skipulagsfulltrúi. - mæting: 09:28

Fundargerð

12.2110001F - Menntaráð - 85. fundur frá 19.10.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2110400 - Fundargerð 230. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 01.10.2021

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2110490 - Fundargerð 457. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 08.10.2021

Lögð fram fundargerð 457. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 08.10.2021
Frestað til næsta fundar.

Fundargerðir nefnda

15.2110491 - Fundargerð 458. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 13.10.2021

Lögð fram fundargerð 458. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 13.10.2021
Frestað til næsta fundar.

Bókun:
"Undirrituð óskar eftir að fulltrúi Sorpu bs. komi á fund bæjarráðs og geri grein fyrir samkomulagi við fv. framkvæmdastjóra."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Fundi slitið - kl. 09:51.