Bæjarráð

3071. fundur 16. desember 2021 kl. 08:15 - 10:51 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson varamaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2112536 - Menntasvið-ráðning skólastjóra Salaskóla

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 13. desember 2021, lagður fram rökstuðningur vegna ráðningar í stöðu skólastjóra Salaskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Kristín Sigurðardóttir verði ráðin skólastjóri Salaskóla

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2112518 - Kynning á niðurstöðu ISO 9001 vottunar

Frá gæðastjóra, dags. 13. desember 2021, kynning á niðurstöðum ytri gæðaúttektar samkvæmt ISO 9001 staðli sem framkvæmd var BSI dagana 15.-17. nóvember 2021.
Kynning á niðurstöðum gæðaúttektar er fram fór í nóvember.

Gestir

  • Sigurður Arnar Ólafsson gæðastjóri - mæting: 08:23

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2112006 - Breytt skipulag barnaverndar hjá sveitarfélögum

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. nóvember 2021, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn fjalli um breytta skipan barnaverndar sem tekur gildi í maí 2022.
Bæjarráð frestði erindinu á fundi sínum 9. desember 2021.
Kynning.

Gestir

  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:49
  • Anna Eygló Karlsdóttir, deildarstjóri barnaverndar - mæting: 08:49
  • Ása A. Kristjánsdóttir, bæjarlögmaður - mæting: 08:49

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2103316 - Mánaðarskýrslur 2021 - Stofn umhverfissviðs

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs, lagður fram samanburður áætlana við framkvæmd verkefni árið 2021 miðað við stöðuna 31.10.2021.
Lagt fram.

Gestir

  • Kristín Egilsdóttir sviðstjóri fjármálasviðs - mæting: 09:35
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 09:35
  • Ingólfur Arnarson - mæting: 09:35
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:35

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2103983 - Skálaheiði 2, Íþróttahúsið Digranes - Aðstaða fyrir Skotíþróttafélag Kópavogs

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 8. desember 2021, lagt fram erindi varðandi útboð sem bárust vegna íþróttahúss Digranes - aðstaða fyrir skotíþróttir og kraftlyftingar.
Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum framkomnnum tilboðum þar sem fjárhæð þeirra er umtalsvert hærri en kostnaðaráætlun.

Gestir

  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2111267 - Útboð. Vallakór 14 - sjónsteypa

Frá lögfræðdeild, dags. 13. desember 2021, lögð fram niðurstaða útboðs Vallakór 14 - sjónsteypa.
Bæjaráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Stéttarfélagið ehf.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.18031182 - Hlífðargólf yfir gervigras. Undirbúningur útboðs

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 14. desember 2021, lögð fram beiðni um heimild til að undirbúa kaup á hlífðargólfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum heimild til undirbúnings útboðs.

Gestir

  • Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2104604 - Sameining heilbrigðiseftirlita

Frá bæjarritara dags. 24.08.2021 lögð fram greinargerð með viðbótartillögu við drög að nýjum samþykktum um heilbrigðiseftirlit. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum þann 2. september sl. Málið lagt fyrir að nýju til umræðu um stöðu þess. Bæjarráð frestaði málinu í annað sinn á fundi sínum þann 25.11.2021. Lögð fram uppfærð drög að breyttum samþykktum.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.2104023 - Okkar Kópavogur 2021 - 2023

Frá verkefnstjóra íbúatengsla, dags. 13. desember 2021, lagðar fram reglur um rafrænar kosningar 2022, erindisbréf og listi yfir 94 hugmyndir sem valdar voru af skipuðum matshópum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum reglur um rafrænar kosningar 2022, erindisbréf og framlagðan lista með 94 hugmyndum.

Gestir

  • Sigrún María Kristinsdóttir verkefnastjóri íbúatengsla - mæting: 10:13

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.2107069 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags. 22. nóvember, lögð fram umsögn um umsókn Hrannar Sigríðar Steinsdóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða umsókn með vísan til rökstuðnings.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.2107204 - Umsókn um námsleyfi

Frá mannauðsdeild, dags. 22. nóvember, lögð fram umsögn um umsókn Önnu Friðriksdóttur um launað námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir að veita launað námsleyfi í allt að fjóra mánuði á haustönn 2022 á meðan diplómanám í listkennslu við LHÍ stendur yfir og þar til lokapróf klárast, í samráði við yfirmann. Launað námsleyfi er bundið því skilyrði að unnið sé áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu sem nemur þreföldu námsleyfinu. Sækja þarf aftur um námsleyfi fyrir árið 2023 fyrir 31. ágúst 2022.

Ýmis erindi

12.2112482 - Ósk um afnot af landi til flugeldasýningar.

Beiðni frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík um afnot af landi til flugeldasýningar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hafna umbeðnu leyfi fyrir notkun á landi Kópavogsbæjar.

Fundargerðir nefnda

13.2112005F - Íþróttaráð - 116. fundur frá 09.12.2021

Fundargerð í 58 liðum.

Fundargerðir nefnda

14.2112007F - Leikskólanefnd - 137. fundur frá 09.12.2021

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2111020F - Lista- og menningarráð - 134. fundur frá 09.12.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2112013F - Velferðarráð - 94. fundur frá 13.12.2021

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2112504 - Bókun 532. fundar stjórnar SSH. Áfanga- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins

Frá SSH, dags. 10. desember 2021, lögð fram bókun um Áfangastaða- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins. Bókunin er send til umræðu hjá aðildarsveitarfélögunum.



Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

18.2112308 - Fundargerð 231. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 15.10.2021

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2112309 - Fundargerð 232. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 26.11.2021

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.2112483 - Fundargerð 532. fundar stjórnar SSH frá 06.12.2021

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.2112479 - Fundargerð 460. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 01.11.2021

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.2112539 - Fundargerð 396. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 08.12.2021

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

23.2112566 - Fundargerð 904. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10.12.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

24.21111684 - Theódóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi óskar eftir upplýsingum um stöðuna á nýju aðalskipulagi Kópavogs

Frá skipulagssfulltrúa, dags. 13. desember 20221, lagt fram minnisblað um stöðu á nýju aðalskipulagi Kópavogs.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

25.2112578 - Áskorun til bæjaryfirvalda frá starfsfólki skóla vegna aukningu kórónuveirusmita

Frá bæjarfulltrúa Théodóru Þorsteinsdóttir, óskað eftir að erindi frá trúnaðarmönnum grunnskóla Kópavogs sé tekið til umfjöllunar í bæjarráði.
Lagt fram.

Gestir

  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 10:37
  • Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar - mæting: 10:37
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fella niður reglulega fundi bæjarráðs þann 23. og 30. desember 2021.

Fundi slitið - kl. 10:51.