Bæjarráð

3074. fundur 20. janúar 2022 kl. 08:15 - 12:14 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir varamaður
 • Helga Hauksdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
 • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2201492 - Forverkefni um framtíðarlausn til meðhöndlunar brennanlegs úrgangs í stað urðunar.

Kynning á Forverkefni um framtíðarlausn til meðhöndlunar brennanlegs úrgangs í stað urðunar.
Kynnt.

Fundarhlé hófst kl. 8:39, fundi fram haldið kl. 9:14.

Gestir

 • Jón Viggó Gunnarson framkvæmdastjóri SORPU - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2201118 - Sumarstörf 2022

Frá mannauðsstjóra og verkefnastjóra vinnuskóla, dags. 7. janúar 2022, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs ti auglýsa laus til umsóknar sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2022 fyrir 18 ára og eldri. Einnig eru lagðar fram til samþykktar vinnureglur við ráðningar sumarstarfsfólks hjá Kópavogsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að auglýsa laus til umsóknar sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2022 og framlagðar vinnureglur í samræmi við erindi bréfritara.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2101256 - Sumarstörf 2021

Frá verkefnastjóra vinnuskóla og mannauðsstjóra lögð fram greinargerð varðandi sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2021.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2103316 - Mánaðarskýrslur 2021

Frá sviðsstjóra fjármálasvið, lögð fram mánaðarskýrsla fyrir desember 2021.
Lagt fram.

Hjördís Ýr Johnson vék af fundi kl. 10:58 og tók Margrét Friðriksdóttir sæti í hennar stað.

Gestir

 • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 10:01
 • Kristín Egilsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 10:01

Ýmis erindi

5.2201059 - Beiðni um styrk frá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins

Frá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins. dags. 29. desember 2021, lögð fram beiðni um styrk að upphæð kr. 500.000,- til fræðslu og forvarna. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum 13. janúar.
Bæjarráð samþykkir að styrkja félagið um kr. 200.000,-

Ýmis erindi

6.2201360 - Orðsending frá mennta- og barnamálaráðherra til sveitarfélaga og grunnskóla vegna sóttkvíarráðstafana

Frá mennta- og barnamálaráðherra, dags. 11. janúar 2022, lagt fram erindi varðandi bólusetningar grunnskólanema.
Lagt fram.

Ýmis erindi

7.2109582 - Umhverfismat á tillögu að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021 - 2032 fyrir suðvesturhornið

Frá Sorpu bs., dags. 14. janúar 2022, lögð fram tillaga að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði samlaganna fjögurra fyrir tímabilið 2022-2033. Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar fyrir 26. febrúar 2022.
Bæjarráð samþykkir að fresta erindinu.

Fundargerðir nefnda

8.2201469 - Fundargerð 905. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14.01.2022

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2201254 - Fundargerð 461. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 26.11.2021

Fundargerð í þremur liðum.
Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 13. janúar 2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2201255 - Fundargerð 462. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 20.12.2021

Fundargerð í þremur liðum. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 13. janúar 2022
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2201466 - Fundargerð 463. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.01.2022

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2201289 - Fundargerð 350. fundar stjórnar Strætó frá 07.01.2022

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2201438 - Fundargerð 397. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 12.01.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

14.2201008F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 335. fundur frá 14.01.2022

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2201005F - Íþróttaráð - 117. fundur frá 13.01.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2201009F - Menntaráð - 90. fundur frá 18.01.2022

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2112014F - Skipulagsráð - 112. fundur frá 17.01.2022

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Birkir Jón Jónsson vék af fundi kl. 11:31 og tók Helga Hauksdóttir sæti í hans stað.
 • 17.3 2201225 Hörðuvellir - Tröllakór, breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga Landslags f.h. umhverfissviðs dags. 13. janúar 2022 að breyttu deiliskipulagi opins svæðis við Tröllakór. Í breytingunni felst breytt afmörkun skipulagssvæðisins til að koma fyrir skólagörðum og garðlöndum fyrir bæjarhlutann. Skipulagssvæðið stækkar úr 6,85 ha í um 7,7 ha, svæðið fyrir skólagarðana og garðlöndin er um 0,4 ha. Gert er ráð fyrir færanlegu aðstöðuhúsi að hámarki 30 m2.
  Uppdráttur í mkv. 1:2000 og greinargerð dags. 13. janúar 2022.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 112 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
 • 17.6 2201220 Vatnsendahvarf - athafnasvæði 3. Tónahvarf 2. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðis Vatnsendahvarfs svæði 3 sem samþykkt var í bæjarstjórn 9. október 2007 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 2. nóvember 2007 með seinni breytingu samþykkt í bæjarstjórn 12. mars 2019 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 2019.
  Í breytingunni felst að breyta lóðamörkum, Tónahvarfs 2 þar sem ný lega Arnarnesvegar hefur færst til austurs. Lóðin sem minnkar úr 5.900 m2 og verður eftir breytingu 3.750 m2 að flatarmáli. Gert er ráð fyrir að byggingarreitur breytist og verður grunnflötur eftir breytingu 650 m2. Hámarksbyggingarmagn verður óbreytt eða 3.800 m2 þar af 3.000 m2 í verslun og þjónustu. Hámarks hæð byggingarreits breytis úr þremur hæðum auk kjallara í fjórar hæðir auk kjallara. Hámarksvegghæð í gildandi deiliskipulagi er 15 metrar á norðurhlið breytist og verður 20 metrar og þakform er frjáls. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og er gerð krafa um eitt bílastæði á hverja 100 m2 atvinnuhúsnæðis og skal ekki reikna geymslur eða þjónusturými inn í þeim tölum.
  Hámarks byggingarmagn kjallara og niðurgrafinnar bílageymslu er 800 m2. Umrætt deiliskipulag Arnarnesvegar og breytt deiliskiplaga athafnasvæðis Vatnsendahvarfs þar sem gert er ráð fyrir nýju hringtorgi og breyttum skipulagsmörkum er auglýst samhliða breyttu deiliskipulagi þessu.
  Uppdrættir í mælikvarða 1:1000 dags. 17. janúar 2022
  Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag athafnasvæðis Vatnsendahvarfs 3 með síðari breytingum.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 112 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
 • 17.7 2201223 Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðis Vatnsendahvarfs sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. september 2001 og birt í B- deild
  Stjórnartíðinda 15. janúar 2002.
  Í tillögunni felst að skipulagsmörk breytast þar sem ný lega Arnarnesvegar hefur færst til austurs. Stærð skipulagssvæðisins eftir breytingu er 22 ha. Við gatnamót Vatnsendavegar og Tónahvarfs er gert ráð fyrir nýju hringtorgi í stað krossgatnamóta.
  Umrætt deiliskipulag Arnarnesvegar og breytt deiliskiplaga Tónahvarfs 2 er auglýst samhliða breyttu deiliskipulagi þessu.
  Uppdrættir í mælikvarða 1:2000 dags. 17. janúar 2022
  Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsendahvarfs - Athafnasvæðis með síðari breytingum.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 112 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
 • 17.8 2201221 Hörðuvellir, breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi Hörðuvalla sem samþykkt var í bæjarráði 24. júní 2003 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 12. nóvember 2003.
  Í tillögunni felst að breyta mörkum skipulagssvæðis Hörðuvalla í samræmi við deiliskipulag fyrir þriðja áfanga Arnarnesvegar sem auglýst er samhliða breyttu deiliskipulagi þessu.
  Þar sem gert er ráð fyrir brú eða undirgöngum undir Arnarnesveg rétt norðaustan hringtorgs við Rjúpnaveg geta göngu- og hjólastígar færst nær íbúðarbyggð við Desjakór.
  Uppdrættir í mælikvarða 1:2000 dags. 17. janúar 2022
  Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Hörðuvalla með síðari breytingum.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 112 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
 • 17.12 2110223 Meltröð 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Lárusar Ragnarssonar byggingarfræðings dags. 30. september 2021 fyrir hönd lóðarhafa Meltröð 6. Um er að ræða hús á einni hæð en óskað er eftir að byggja aðra hæð ofan á hluta hússins og sólskála til suðurs á lóðinni. Þar að auki er óskað eftir að uppfæra skráða stærð. Núverandi íbúðarhús er skráð 164,7 m². Lóðarstærð er 957 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,17. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 296,8 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,31. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Meltröð 2,4,8, 10 og Hátröð 1-9 er 0,22 (minnst 0,19 og mest 0,27). Uppdráttur og byggingarlýsing í mkv. 1:500 dags. 30. september 2021, grunnmyndir, snið og útlit. Kynningartíma lauk 2. desember 2021. Athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 12. janúar 2022. Niðurstaða Skipulagsráð - 112 Skipulagsráð samþykkir erindið með 6 atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
 • 17.14 2109676 Heimalind 9. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi lóðarhafa dags. 14. desember 2021, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að reistur verði sólskáli, alls 12 m² vesturhlið hússins. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir að hluta. Að öðru leyti gilda áður samþykktir skilmálar. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 30. nóvember 2021. Skipulagsráð samþykkti 20. desember 2021 með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Heimalindar 7, 11 og 26. Samþykki lóðarhafa Heimalindar 7, 11 og 26 er dags. 21. desember 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 112 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

18.2201006F - Ungmennaráð - 28. fundur frá 17.01.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.2201516 - Bæjarfulltrúi Theódóra Þorsteinsdóttir óskar eftir umræðu í bæjarráði er varðar aðgengi að leiksvæðum í Kópavogi, einnig fyrir fatlaða.

Bæjarfulltrúi Theódóra Þorsteinsdóttir óskar eftir umræðu í bæjarráði er varðar aðgengi að leiksvæðum í Kópavogi, einnig fyrir fatlaða.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar garðyrkjustjóra.

Fundi slitið - kl. 12:14.