Bæjarráð

3075. fundur 27. janúar 2022 kl. 08:15 - 11:11 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2201724 - Þjónustukönnun sveitarfélaga 2021

Frá Gallup, dags. 24. janúar, lagðar fram niðurstöður Kópavogsbæjar úr könnun um þjónustu sveitarfélaga.
Kynning.

Gestir

  • Jóna Sverrisdóttir viðskiptastjóri Gallup - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2201499 - Turnahvarf 6. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 20. janúar 2022, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Turnarhvarfs 6, Borgarafls ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna veðsetningu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2201679 - Austurkór 22. Umsóknir um lóð undir íbúðarhús.

Frá bæjarlögmanni, dags. 24. janúar 2022, lagðar fram umsóknir sem bárust um lóðina Austurkór 22.
Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Fannýjar Guðbjargar Jónsdóttur. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn Fannýjar Guðbjargar Jónsdóttur um lóðina Austurkór 22 með vísan til niðurstöðu útdráttar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Öðrum umsóknum er hafnað með vísan til niðurstöðu útdráttarins.

Gestir

  • Berglind Helga Jóhannsdóttir, fulltrúi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu - mæting: 09:00
  • Ása Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 09:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2201654 - Útboð - malbiksviðgerðir 2022-2023

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 24. janúar 2022, óskað eftir heimild bæjarráðs til að bjóða í opnu útboði til eins árs með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum eitt ár í senn, malbiksviðgerðr og nýlagnir gatna og stíga.
Karen E. Halldórsdóttir vék af fundi og tók Margrét Friðriksdóttir sæti í hennar stað.

Bæjarráð frestar erindinu.

Ýmis erindi

5.2201603 - Til umsagnar frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál.

Frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 20. janúar 2022, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál.
Bæjarráð samþykktir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

6.2201621 - Til umsagnar frumvarp til laga um loftferðir, 186. mál.

Frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um loftferðir, 186. mál. Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 3. febrúar nk.
Bæjarráð samþykktir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

7.2201764 - Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál

Frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál.
Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 8. febrúar 2022.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

8.2201737 - Umsókn um styrk vegna þróunar og útgáfu uppskriftarbókar fyrir leik- og grunnskóla

Frá samtökum grænkera á Íslandi, dags. 23. janúar 2022, lögð fram beiðni um styrk til þróunar og útgáfu uppskriftarbókar fyrir leik- og grunnskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til umsagnar sérfræðings lýðheilsu.

Ýmis erindi

9.2201622 - Bókun 535. fundar stjórnar SSH - Samræming úrgangsflokkunar

Frá stjórn SSH, dags. 20. janúar 2022, lögð fram skýrsla starfshóps: Sorphirða á höfuðborgarsvæðinu - samræming
úrgangsflokkunar sem óskað er eftir að tekin verði til umræðu. Meðfylgjandi eru drög að yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaganna vegna samræmingar úrgangsflokkunar. Þess er óskað að yfirlýsingin verði staðfest á vettvangi sveitarfélagsins og
framkvæmdastjóra þess falið fullt og ótakmarkað umboð til undirritunar hennar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH - mæting: 09:35
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 09:35
  • Jón Kjartan Ágústsson - mæting: 09:35

Ýmis erindi

10.2201594 - Bókun 535. fundar stjórnar SSH - samstarfssamningur skíðasvæði

Frá stjórn SSH, dags. 20. janúar 2022, lögð fram drög að samstarfssamningi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um rekstur skíðasvæða. Óskað er eftir efnislegri umræðu, afgreiðslu og staðfestingu af hálfu sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH - mæting: 09:55

Ýmis erindi

11.2201614 - Bókun 535. fundar stjórnar SSH - Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið

Frá stjórn SSH, dags. 20. janúar, lögð fram drög að loftslagsstefnu
til umræðu hjá sveitarfélaginu.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.

Gestir

  • Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH - mæting: 10:10

Ýmis erindi

12.2201608 - Fundargerð 535. fundar stjórnar SSH frá 17.01.2022

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2201014F - Velferðarráð - 96. fundur frá 24.01.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.
  • 13.2 21111190 Fyrirspurn. Notendur fjárhagsaðstoðar
    Svar við fyrirspurn sem lögð var fram á fundi velferðarráðs 22.11.2021. Niðurstaða Velferðarráð - 96 Velferðarráð þakkar ítarlega og greinargóða greinargerð.

    Kristín Sævarsdóttir og Donata H. Bukowska lögðu fram eftirfarandi bókun:
    „Í nóvember 2021 voru 107 Kópavogsbúar að þiggja fjárhagsaðstoð frá Kópavogsbæ og þar af teljast 26 vinnufærir. Nú þegar eru í gangi starfsþjálfunarsamningar við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem sumarstörf hafa verið í boði fyrir þennan hóp. Þegar sumarstörfum lýkur er hætt við að viðkomandi einstaklingar lendi aftur í óvirkni með tilheyrandi afleiðingum.
    Rannsóknir benda eindregið á að fólk sem hvorki er í vinnu né námi er í verulegri áhættu á langtíma fátækt og jaðarsetningu til framtíðar. Það eru vond lífsgæði fyrir einstaklinga auk þess sem það er dýrt fyrir samfélagið.
    Það er mjög mikilvægt að Kópavogsbær setji í gang áætlun um starfsþjálfun fyrir notendur fjárhagsaðstoðar á vinnustöðum bæjarins til að auðvelda fólki að komast aftur út á vinnumarkaðinn.
    Kristín Sævarsdóttir
    Donata Bukowska“

    Karen E. Halldórsdóttir tekur undir bókunina.

    Vísað til bæjarráðs til upplýsingar.
    Niðurstaða Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

14.2201695 - Bæjarfulltrúi Karen Halldórsdóttir óskar eftir að fá á dagskrá endrskoðun fyrirkomulags sundkennslu í grunnskólum

Bæjarfulltrúi Karen Elísabet Halldórsdóttir óskar eftir að erindi umboðsmanns barna um fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum verði sett á dagskrá bæjarráðs og menntaráðs.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar menntaráðs og ungmennaráðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.2201762 - Tillaga bæjarfulltrúa Theódóru S Þorsteinsdóttur um að hafinn verði undirbúningur á deiliskipulagi á nýrri íbúabyggð í Vatnsendahlíð

Undirrituð leggur til að hafinn verði undirbúningur á deiliskipulagi á nýrri íbúðabyggð í Vatnsendahlíð. Fjöldi íbúða skal taka mið af því að þar rísi nýtt skólahverfi á þessu glæsilegasta byggingarlandi á höfuðborgarsvæðinu þar sem stutt er í alla þjónustu með Elliðavatn og Heiðmörkina í bakgarðinum.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 11:11.