Bæjarráð

3078. fundur 17. febrúar 2022 kl. 08:15 - 10:37 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2012443 - Útskipting götuljósalampa - áfangalýsing

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 15. febrúar 2022, lagt fram yfirlit áfangaskiptingar götuljósalampa.
Lagt fram.

Bókun bæjarráðs:
"Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um áframhaldandi útskiptiáætlun götuljósakerfis bæjarins ásamt kostnaðar og ábatagreiningu. Slík greining liggi fyrir innan 3 vikna."

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:36

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2202032 - Geirland - viðræður um sölu hluta jarðar

Frá bæjarlögmanni, lögð fram umsögn vegna framkominnar beiðni Dyljáar Ernu Eyjólfsdóttur um kaup á hluta af Geirlandi við Suðurlandsveg ásamt fasteignum. Bæjarráð frestaði erindinu 03.02.2022.
Bæjarráð frestar erindinu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2202198 - Samþykkt um hundahald

Frá bæjarlögmanni, dags. 14. febrúar 2022, lögð fram umsögn um hundahald.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2201914 - Geirland við Suðurlandsveg. Ósk um viðræður um leiguafnot af landi Kópavogs til moldarvinnslu

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 15. febrúar 2022, lögð fram umsögn vegna erindis Garðvéla ehf. um leiguafnot af landi Kópavogs til moldarvinnslu
Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum framkomnu erindi.

Ýmis erindi

5.2202243 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldi, 93. mál

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 9. febrúar 2022, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldi, 93. mál.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

6.2202301 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 11. febrúar lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál. Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 25. febrúar nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

7.2202304 - Auglýst eftir framboðum til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga

Frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 1. febrúar 2022, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir tilnefningum og/eða framboðum til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélagana. Tilnefningum ber að skila fyrir 9. mars 2022.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

8.2202010F - Menntaráð - 92. fundur frá 15.02.2022

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2202003F - Skipulagsráð - 114. fundur frá 14.02.2022

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.
  • 9.3 2011714 Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Vinnslutillaga að deiliskipulagi.
    Lögð fram á vinnslustigi tillaga Arkþing nordic arkitekta dags. 11. febrúar 2022 fh. umhverfissviðs að deiliskipulagi nýs íbúðahverfis á Vatnsendahæð í Vatnsendahvarfi.
    Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Deiliskipulagssvæðið er um 29 hektarar og liggur að mörkum Reykjavíkur, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla og útivistarsvæðum ásamt verslun- og þjónustu. Tillagan gerir ráð fyrir 500 íbúðum alls, þar af um 150-200 íbúðum í sérbýli, (einbýli, raðhús/parhús. Hámarkshæð bygginga er 3 hæðir auk kjallara.
    Uppdrættir í mkv. 1:2000 og greinargerð dags. 11. febrúar 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 114 Skipulagsráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins með fimm atkvæðum gegn atkvæði Kristins D. Gissurarsonar. Júlíus Hafstein sat hjá við afgreiðslu málsins.
  • 9.4 2201624 Arnarland í Garðabæ. Skipulagslýsing.
    Lagt fram erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur skipulagsfræðings f.h. Garðabæjar dags. 8. febrúar 2022 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, við Arnarnesháls (Arnarland) og gerð deiliskipulagstillögu fyrir svæðið í samræmi við 30 gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 114 Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
  • 9.5 2202180 Arnarnes, samgöngustígur með Hafnarfjarðarvegi, breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar skipulagsstjóra f.h. Garðabæjar dags. 7. febrúar 2022, þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Arnarness. Í breytingunni felst að skilgreiningu stofnstígs verði breytt í samgöngustíg, með aðgreindri umferð hjólreiða annars vegar og gangandi hins vegar. Verði stígurinn upplýstur og allt að 2 x 3 metrar á breidd. Er með tillögunni vísað til samþykktar sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stofnun opinbers hlutafélags "Betri samgöngur" um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 114 Afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar umhverfissviðs.
  • 9.6 2202062 Garðabær, Hnoðraholt norður, Þorraholt íbúðarhúsalóðir. Breyting á deiliskipulagi.
    Lagt fram erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur skipulagsfræðings f.h. Garðabæjar dags. 1. febrúar 2022, þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður.
    Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á byggingarreitum sem hafa að markmiði að bæta búsetugæði íbúðanna. Byggingarmagn breytist ekki, en fjöldi íbúða getur orðið á bilinu 180-220 í stað 200 áður.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 114 Lagt fram og kynnt.
  • 9.7 2202248 Garðabær, Hnoðraholt norður, leikskólalóð og búsetukjarni. Breyting á deiliskipulagi.
    Lagt fram erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur skipulagsfræðings f.h. Garðabæjar dags. 1. febrúar 2022, þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður.
    Tillagan gerir ráð fyrir stækkun skipulagssvæðis til suðurs austan Vetrarbrautar á háholti Hnoðraholts. Gert er ráð fyrir 7.292 m² lóð fyrir leikskóla sem nefnist Haustbraut 1 og 3. 143 m² íbúðarlóð ætlaðri búsetukjarna fyrir fatlaða nefnd Haustbraut 2.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 114 Lagt fram og kynnt.
  • 9.8 2202230 Lyklafellslína 1 - Hamraneslínur, núllkostur 2.
    Lagt fram erindi Landsnets hf. dags. 8. febrúar 2022, þar sem kynntur er nýr valkostur í útfærslu Lyklafellslínu 1 í landi Kópavogs. Um er að ræða niðurrif mastra Hamraneslína 1 og 2 á milli tengivirkisins í Hamranesi að Urriðakotsdal og lagningu 220 KV jarðstrengja í stað loftlínunnar á þeim kafla sem er um 5 km. Jarðstrengurinn mun liggja frá tengivirki í Hamranesi og tengjast við möstur Hamraneslína 1 og 2 (HN 1&2) í Urriðakotsdal. Þessar framkvæmdir fela ekki í sér niðurrif Hamraneslína 1 og 2 alla leið, líkt og ef um byggingu nýrrar línu (Lyklafellslínu 1) væri að ræða. Þessi nýja útfærsla hefur hlotið vinnuheitið "Núllkostur 2" og verður metinn sem einn valkostur í umhverfismatinu sem nú er í vinnslu.
    Skv. erindinu uppfyllir "Núllkostur 2" ekki meginmarkmið verkefnisins, en engu að síður telur Landsnet, miðað við stöðu og gögn málsins nú, að valkosturinn hafi margvíslegan ávinning og með fyrirvara um endanlega niðurstöðu umhverfismatsins, geti hann mögulega orðið aðalvalkostur Landsnets þegar umhverfismatsskýrslan verður lögð fram. Vinnu við skýrsluna lýkur í vor og er óskað eftir afstöðu Kópavogsbæjar áður en þeirri vinnu líkur.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 114 Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar umhverfissviðs.
  • 9.9 2112927 Sunnubraut 43, kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju erindi frá Björgvini Snæbjörnssyni arkitekt fyrir hönd lóðarhafa dags. 8. desember 2022. Einbýlishúsið á lóðinni er í dag skráð 216 m2. Í dag er kjallari með malargólfi undir húsinu sem og bátaskýli 27 m2. Sótt er um leyfi til að byggja við húsið á efri hæða alls 21 m2 og að dýpka hluta núverandi kjallara alls 68,7 m2 í kóta 2.25 og steypa plötu þar sem áður var moldargólf. Í umsögn siglingarsviðs Vegagerðarinnar er tekið fram að þess sé gætt að ekki flæði inn í kjallara, hvorki í gegnum veggi, botnplötu né um aðkomuleið í rýmin, þ.e. að aðkomuleið sé ekki lægri en lágmarksgólfkóti sem er 4,6 í hæðarkerfi Kópavogsbæjar. Eftir stækkun er því húsið alls 318 m2 og nýtingarhlutfall 0.62. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 25. janúar 2022. Á fundi skipulagsráðs 31. janúar sl var afgreiðslu erindisins frestað. Niðurstaða Skipulagsráð - 114 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sunnubrautar 41, 42, 44, 45 og 46.
  • 9.10 2112359 Hagasmári 9. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi.
    Lögð fram að nýju fyrirspurn Odds Víðissonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 7. desember 2021 varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Hagasmára 9. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits bílaþvottastöðvar á norðurhlutalóðarinnar um 13,5 m til austurs, alls 110 m2.
    Uppdrættir í mkv. 1:300 og greinargerð dags. 7. desember 2021.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 11. febrúar 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 114 Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Fundargerðir nefnda

10.2202364 - Fundargerð 536. fundar stjórnar SSH frá 07.02.2022

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2202367 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 08.12.2021

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2202369 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 03.02.2022

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2202366 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 09.11.2021

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2202368 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 25.01.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.2202179 - Bæjarfulltrúi Theódóra S. Þorsteinsdóttir óskar eftir að fá kynningu á stöðunni á mælaborði barna

Bæjarfulltrúi Theódóra S. Þorsteinsdóttir óskar eftir að fá kynningu á stöðunni á mælaborði barna.
Kynning.

Bókun:
"Undirrituð lýsir yfir vonbrigðum með hversu hægt hefur gengið hjá félagsmálaráðuneytinu að uppfæra mælaborð barna sem þróað var í Kópavogi. Jafnframt óskar undirrituð eftir upplýsingum frá ráðuneytinu um hvernig innkaupum var háttað á gagnagrunni við upplýsingasöfnun verkefnisins, sem og hvort kannanir verði með þeim hætti að þær verði samanburðarhæfar við þær kannanir sem gerðar hafa verið síðustu ár í grunnskólum landsins."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Bókun:
"Undirritaður lýsir vonbrigðum sínum með hversu hægt hefur gengið hjá félagsmálaráðuneytinu að uppfæra mælaborð barna sem þróað var í Kópavogi og ráðuneytið tók yfir samkvæmt samkomulagi við Kópavogsbæ. Undirritaður hvetur ráðuneytið til að hraða vinnu við mælaborð barna og gera það opið fyrir öll sveitarfélög, enda er mælaborðið mikilvægt tæki er varðar velferð barna á Íslandi."
Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Gestir

  • Jakob Sindri Þórsson - mæting: 09:43

Fundi slitið - kl. 10:37.