Bæjarráð

3082. fundur 17. mars 2022 kl. 08:15 - 10:50 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.22031152 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 15. mars 2022, lagður fram viðauki tvö við fjárhagsáætlun 2022 að beiðni mennta- og umhverfissviðs. Viðaukinn er vegna fjölgun leikskólarýma og er heildarupphæð hans kr. 105.2 m.kr.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Inólfur Arnarson fjármála- og hagsýslustjóri - mæting: 08:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.18081970 - Jafnlaunavottun

Frá mannauðsstjóra, dags. 14. mars 2022, kynning á jafnlaunagreiningu.
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir stöðu málsins og þess að vottun standi yfir.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2203508 - Bæjarfulltrúi Theodóra S. Þorsteinsdóttur óskar eftir að svæðisskipulagsstjóri fari yfir húsnæðisþróun á höfuðborgarsvæðinu m.t.t. svæðisskipulagsins

Bæjarfulltrúi Theodóra S. Þorsteinsdóttur óskar eftir því að fá svæðisskipulagsstjóra á fund bæjarráðs til að fara yfir húsnæðisþróunina á höfuðborgarsvæðinu og velta því upp hvort við séum að ná þeim markmiðum sem við lögðum af stað með 2015 með svæðisskipulaginu. Bæjarráð frestaði erindinu á síðasta fundi og óskaði eftir að fá svæðisskipulagsstjóra á sinn fund.
Kynning.

Gestir

  • Páll Björgvin Guðmundsson - mæting: 09:32
  • Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri - mæting: 09:32

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2202412 - Útboð - Vallartröð 12a (Skólatröð) nýr leikskóli

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 14. mars 2022, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa eftir umsækjendum í forvali til þátttöku í alútboði fyrir leikskólann Skólatröð.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2111267 - Hörðuvallaskóli Vallarkór 14 innréttingar á neðri hæð - heimild til útboðs

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 14. mars 2022, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út innréttingar á neðri hæð í Vallarkór 14.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2104023 - Okkar Kópavogur 2021 - 2023

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. mars 2022, lagt fram yfirlit yfir þau 26 verk sem kosin voru inn í febrúar sl. í íbúaverkefninu Okkar Kópavogur.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2201654 - Útboð - malbiksviðgerðir 2022-2023

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 7. mars 2022, óskað eftir heimild bæjarráðs til að bjóða í opnu útboði til eins árs með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum eitt ár í senn, malbiksviðgerðr og nýlagnir gatna og stíga sem og malbiksútvegun í verkin.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild til útboðs.

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2203504 - Innkaupastefna og innkaupareglur

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, lögð fram drög að innkaupareglum og innkaupastefnu fyrir Kópavogsbæ. Bæjarráð frestaði erindinu á síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.2110361 - Beiðni um endurkaup á íbúðum Sunnuhlíðar

Frá bæjarstjóra, dags. 15. mars 2022, lögð fram umsögn við erindi stjórnar Sunnuhlíðarsamtakanna.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.2203896 - Íþróttahús Digranes. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 15. mars 2022, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8. mars 2022, þar sem óskað er umsagnar um umsókn nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi, kt. 470576-2199, um tækifærisleyfi til að mega halda dansleik fimmtudaginn 24. mars 2022, frá klukkan 22:00 til kl. 01:00 þann 25. mars, í Digranesi íþróttahúsi, að Skálaheiði 2, 200 Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/20017 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.22031240 - Gulaþing 23. Heimild til framsals lóðarréttinda

Frá lögfræðideild, dags. 15. mars 2022, lögð fram umsögn varðandi Gulaþing 23a og 23b. Óskað er heimildar bæjarráðs til framsals lóðarréttinda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðið framsal.

Ýmis erindi

12.2203785 - Til umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús (gæludýrahald), 57. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 9. mars 2022, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús (gæludýrahald), 57. mál.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málnu til bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

13.2203874 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 10. mars 2022 lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025,415. mál.


Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

14.2203964 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2022

Frá Lánasjóði sveitarfélaga. dags. 14. mars 2022, lagt fram fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga 2022. Fundurinn verður á Hotel Nordica klukkan 15:00 föstudaginn 1. apríl 2022. Jafnframt verður hægt að mæta á fundinn með rafrænum hætti.
Lagt fram.

Ýmis erindi

15.2111071 - Verkefni vegna innleiðingar hringrásakerfis

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. febrúar 2022, lagðar fram upplýsingar um upphafsfund verkefnisins "Samtaka um hringrásarhagkerfið". Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum 10.03.sl.
Lagt fram.

Ýmis erindi

16.22031010 - Bókun 537. fundar stjórnar SSH. Framkvæmdir á skíðasvæðum

Frá SSH, dags. 14. mars 2022, lögð fram bókun um framkvæmdir á skíðasvæðum ásamt drögum að Viðauka III við samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum
skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018. Óskað er eftir því að þau verði tekin til efnislegrar
umræðu og afgreiðslu og staðfestingar. Jafnframt er farið fram á ótakmarkað umboð framkvæmdastjóra
sveitarfélagsins til undirritunar viðaukans.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH - mæting: 09:11

Ýmis erindi

17.22031272 - Gjáin í Kópavogi. Umsókn um byggingarrétt

Frá Ris byggingarfélagi ehf., dags. 7. mars 2022, lögð fram umsókn um byggingarrétt yfir Gjána í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar bæjarstjóra.

Bókun:
"Undirrituð er hlynnt því að byggja frekar yfir gjána og bæta þannig miðbæjarsvæðið okkar til muna. Slík breyting er þó ekki í samræmi við gildandi skipulag og vilji bæjarstjórnar til slíkrar framkvæmdar hefur ekki legið fyrir. Rétt væri að byrja á að auglýsa eftir hugmyndum frá áhugasömum aðilum, svo jafnræðis sé gætt, og mikilvægt að endurskoða um leið skipulag svæðisins í stærra samhengi."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir


Bókun:
"Undirrituð telur mikilvægt að fá umsögn frá sviðstjóra Umhverfissviðs Kópavogsbæjar áður en lengra er haldið."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Fundargerðir nefnda

18.2202016F - Skipulagsráð - 116. fundur frá 14.03.2022

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.
  • 18.9 2102309 Hlaðbrekka 17. Kynning á byggingarleyfi. Endurupptaka máls.
    Lagt fram að nýju erindi Arnhildar Pálmadóttur arkitekts dags. 2. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Hlaðbrekku 17. Á lóðinni stendur 144,9 m² steinsteypt einbýlishús með áföstum bílskúr, byggt 1960. Óskað er eftir að koma fyrir annarri hæð á austari hluta hússins, samtals um 80 m² og koma fyrir dvalarsvæði á hluta af núverandi þaki. Auk þess er óskað eftir að koma fyrir sólstofu á suðurhlið hússins þar sem nú er timburverönd.
    Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 2. febrúar 2021.
    Kynningartíma lauk 1. júní 2021. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.
    Á fundi skipulagsráðs 7. júní 2021 var erindinu frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 2. júlí 2021. Á fundi skipulagsráðs 5. júlí 2021 var erindinu hafnað. Á fundi bæjarráðs 15. júlí 2021 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Á fundi bæjarráðs 18. nóvember 2021 var lögð fram umsögn lögfræðideildar dags. 10. nóvember 2021 um beiðni lóðarhafa um endurupptöku málsins, bæjarráð samþykkti að vísa málinu til skipulagsráðs til nýrrar málsmeðferðar.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 116 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 18.11 2112659 Fífuhvammur 19. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju erindi Hugrúnar Þorsteinsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa Fífuhvamms 19 dags. 2. desember 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja stakstæða bílgeymslu alls 67 m2 að flatarmáli á suðvesturhluta lóðarinnar ásamt útitröppum og sorpgeymslu. Nýtingarhlutfall á lóðinni eykst úr 0,15 í 0,22.
    Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 ásamt skýringar myndum og greinargerð dags. 2. desember 2021.
    Á fundi skipulagsráð 17. janúar 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 15, 17, 21 og 23. Kynningartíma lauk 10. mars, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 116 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Helga Hauksdóttir vék sæti undir meðferð málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

19.2203013F - Menntaráð - 94. fundur frá 15.03.2022

Fundarger í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.2203873 - Fundargerð 537. fundar stjórnar SSH frá 07.03.2022

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.2203843 - Fundargerð 352. fundar stjórnar Strætó frá 25.02.2022

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.22031238 - Fundargerð 1. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæ og Seltjarnanes frá 14.03.2022

Fundargerð 1. fundar HEF.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:50.