Bæjarráð

3084. fundur 31. mars 2022 kl. 08:15 - 09:43 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.22032533 - Kórinn, Vallakór, Sena ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 25.03.2022, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 24.03.2022, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Senu ehf., kt. 660307-0950, um tækifærisleyfi til að mega halda tónleika Andrea Bocelli þann 21. maí 2022 frá kl. 17:30-23:59, í íþróttahúsinu Kórnum, að Vallakór 12-14, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum að afgreiðslutími og staðsetning staðar sé innan marka reglna og skipulags sveitarfélags og veitir jákvæða umsögn.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.22033011 - Héraðsdómur mál. nr. E_1521_2021

Niðurstaða dómsmáls nr. E-1521/2021 kynnt.
Kynning

Fundarhlé hófst kl. 9:13, fundi framhaldið kl. 9:31.

Gestir

  • Fjölnir Ólafsson - mæting: 08:40
  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 08:40
  • Guðjón Ármansson lögmaður - mæting: 08:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2202032 - Geirland - viðræður um sölu hluta jarðar

Frá bæjarlögmanni, dags. 28.03.2022, lögð fram drög að kaupsamningi.
Bæjarráð samþykktir framlagðan kaupsamning með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Karenar E. Halldórsdóttur og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ása A. Krristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.22031272 - Gjáin í Kópavogi. Umsókn um byggingarrétt

Frá bæjarstjóra, dags. 28.03.2022, lögð fram umsögn um umsókn RT tækjaleigu ehf. um byggingarrétt yfir gjána í Kópavogi.
Bæjarráð frestar erindinu.

Ýmis erindi

5.22032350 - Endurskipulagning sýslumannsembætta

Frá dómsmálaráðuneytinu, dags. 21.03.2022, lagt fram erindi varðandi endurskipulagningu sýslumannsembætta.
Lagt fram.

Ýmis erindi

6.22032517 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 24.03.2022, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málnu til bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

7.22032531 - Til umsagnar frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), mál 450.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 24.03.202l, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), mál 450.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málnu til bæjarlögmanns.

Fundargerðir nefnda

8.2203022F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 340. fundur frá 25.03.2022

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2203018F - Íþróttaráð - 119. fundur frá 24.03.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2203020F - Lista- og menningarráð - 137. fundur frá 24.03.2022

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2203002F - Skipulagsráð - 117. fundur frá 28.03.2022

Lagt fram.
  • 11.10 2201220 Vatnsendahvarf - athafnasvæði 3. Tónahvarf 2. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram á ný tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðis Vatnsendahvarfs svæði 3 sem samþykkt var í bæjarstjórn 9. október 2007 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 2. nóvember 2007 með seinni breytingu samþykkt í bæjarstjórn 12. mars 2019 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 2019.
    Í breytingunni felst að breyta lóðamörkum, Tónahvarfs 2 þar sem ný lega Arnarnesvegar hefur færst til austurs. Lóðin sem minnkar úr 5.900 m2 og verður eftir breytingu 3.750 m2 að flatarmáli. Gert er ráð fyrir að byggingarreitur breytist og verður grunnflötur eftir breytingu 650 m2. Hámarksbyggingarmagn verður óbreytt eða 3.800 m2 þar af 3.000 m2 í verslun og þjónustu. Hámarks hæð byggingarreits breytis úr þremur hæðum auk kjallara í fjórar hæðir auk kjallara. Hámarksvegghæð í gildandi deiliskipulagi er 15 metrar á norðurhlið breytist og verður 20 metrar og þakform er frjáls. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og er gerð krafa um eitt bílastæði á hverja 100 m2 atvinnuhúsnæðis og skal ekki reikna geymslur eða þjónusturými inn í þeim tölum.
    Hámarks byggingarmagn kjallara og niðurgrafinnar bílageymslu er 800 m2. Umrætt deiliskipulag Arnarnesvegar og breytt deiliskipulag athafnasvæðis Vatnsendahvarfs þar sem gert er ráð fyrir nýju hringtorgi og breyttum skipulagsmörkum er auglýst samhliða breyttu deiliskipulagi þessu.
    Uppdrættir í mælikvarða 1:1000 dags. 17. janúar 2022
    Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag athafnasvæðis Vatnsendahvarfs 3 með síðari breytingum.
    Á fundi skipulagsráðs 17. janúar 2022 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Á fundi bæjarstjórnar 25. janúar sl var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Kynningartíma lauk 16. mars sl. Engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 117 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

12.22033033 - Fundargerð 2. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæ og Seltjarnanes frá 28.03.2022

Fundargerð 2. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæ og Seltjarnanes frá 28.03.2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.22033008 - Fundargerð 908. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.03.2022

Fundargerð í 29 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.22032513 - Fundargerð 105. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 18.03.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.22032512 - Fundargerð 35. eigendafundar stjórnar Strætó frá 11.03.2022

Fundargerðir nefnda

16.22032514 - Fundargerð 239. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 18.03.2020

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.22032511 - Fundargerð 37. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 11.03.2022

Fundi slitið - kl. 09:43.