Frá lögfræðideild, dags. 21.06.2022, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 10. maí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Snowland ehf., kt. 541221-1150, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Núpalind 1, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.