Bæjarráð

3091. fundur 23. júní 2022 kl. 08:15 - 11:48 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Einar Örn Þorvarðarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.22067360 - Menntasvið-ráðning leikskólastjóra Furugrundar

Frá menntasviði, dags. 20.06.2022, lögð fram tillaga að ráðningu nýs leikskólastjóra leikskólans Furugrund í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Eva Sif Jóhannsdóttir verði ráðin í starf leikskólastjóra Furugrundar.

Gestir

  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjori menntasviðs
  • Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstóri leikskóladeildar

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2010555 - Stytting vinnuvikunnar - Menntasvið

Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra grunnskóladeildar, dags. 16.06.2022, lagt fram minnisblað um betri vinnutíma - styttingu vinnuvikunnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að fyrirkomulagi vinnutímastyttingar í
Álfhólsskóla, Hörðuvallaskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Lindaskóla, Salaskóla, Smáraskóla og Vatnsendaskóla. Bæjarráð hafnar tillögu að fyrirkomulagi í Snælandsskóla og hvetur til þess að ný tillaga verði lögð fram við fyrsta tækifæri.

Gestir

  • Ragnheiður Hermannsdóttir deildastjóri grunnskóladeildar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2203355 - Göngu- og hjólastígur meðfram Lindarvegi

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 7. júní 2022, lagðar fram niðurstöður útboðs á stígagerð meðfram Lindavegi á milli Fífuhvammsvegar og Arnarnesvegar. Lagt er til við bæjarráð að tilboði Urð og grjót ehf. verði tekið og gerður verði verksamningur við fyrirtækið um verkið.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bókun bæjarráðs:
"Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að bæjarráðsfulltrúar hafi aðgang að öllum gögnum mála tímanlega fyrir afgreiðslu þeirra. Útboðsgögn höfðu í þessu tilfelli ekki borist með útsendu fundarboði."

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1706264 - Austurkór 34, afturköllun lóðar.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. júní 2022, lagt fram erindi þar sem lagt er til við bæjarráð að lóðin Austurkór 34 verði afturkölluð.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2205753 - Núpalind 1, Snæland. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 21.06.2022, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 10. maí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Snowland ehf., kt. 541221-1150, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Núpalind 1, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

6.22052751 - Almannavarnir - Skráning inn á vefgátt Almannavarna

Frá Almannavörnum, dags. 27. maí 2022, lagt fram erindi varðandi skráningu inn á vefgátt Almannavarna.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Ýmis erindi

7.22052126 - Ósk um stuðning við 16. landssöfnun kiwanishreyfingarinnar Lykill að lífi tilstuðnings geðheilbrigði á Íslandi í maí 2022

Frá Kiwanisumdæminu á Íslandi, dags. 25. maí 2022, lögð fram beiðni um styrk vegna 16. landssöfnunar Kiwanishreyfingarinnar „Lykill að lífi" til stuðnings geðheilbrigði á Íslandi í maí 2022.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Ýmis erindi

8.22052780 - Endurskoðun kosningalaga - áform um lagasetningu

Frá Dómsmálaráðuneyti, dags. 30. maí 2022, lagt fram til kynningar áform um breytingar á kosningarlögum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

9.2206006 - Áskorun til sveitarfélaga vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði

Frá félagi atvinnurekenda, dags. 31. maí 2022, lögð fram ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 9:38, fundi fram haldið kl. 10:04

Bókun bæjarráðs:
"Samkvæmt nýbirtu fasteignamati hækkar fasteignamat í Kópavogi um 22% á árinu 2023, þar af hækkar fasteignamat íbúðarhúsnæðis um 25% og atvinnuhúsnæðis um 8,4%. Að öðru óbreyttu þýðir þessi mikla hækkun fasteignamats samsvarandi skattahækkun á íbúa og fyrirtæki bæjarins.
Við tökum undir ábendingar FA um að núverandi fyrirkomulag fasteignaskatta geti skapað ranga hvata hjá sveitarfélögum og tilefni sé til endurskoðunar á gildandi aðferðafræði við útreikning fasteignaskatta. Bent er á að frá árinu 2018 hefur fasteignaskattsprósentan lækkað á bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Kópavogi. Við leggjum ríka áherslu á að fasteignaskattar munu lækka samfara hækkun fasteignamats og á það við um íbúðar- og atvinnuhúsnæði."

Ýmis erindi

10.2206415 - Almenn eigendastefna Reykjavíkurborgar gagnvart B-hlutafélögum

Frá Reykjavíkurborg, dags. 7. júní, lagt fram erindi um almenna eigendastefnu Reykjavíkurborgar gagnvart B-hlutafélögum.
Lagt fram.

Ýmis erindi

11.2206428 - Frá aðalfundi Kvenfélagasambands Kópavogs 19.05.2022

Frá aðalfundi Kvenfélagasambands Kópavogs, dags. 19.05.2022, lagður fram ársreikningur 2021 ásamt starfsskýrslu orlofsnefndar.
Lagt fram.

Ýmis erindi

12.22061246 - XXXVII. Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 10.06.2022, lagðar fram upplýsingar um landsþing sambandsins sem haldið verður 28. -30. september 2022 á Akureyri.
Lagt fram.

Ýmis erindi

13.22061250 - Nónsmári 1-7, 9-15. Beiðni um heimvísun og endurupptöku máls

Frá Nónhæð ehf., dags. 10.06.2022, lögð fram beiðni um heimvísun og endurupptöku máls.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

14.22061279 - Engihjalli 1. Styrkbeiðni vegna uppsetningu á djúpgámum í kjölfar kröfu vinnueftirlits um bættar aðstæður við sorphirðu

Frá Lögmönnum Kópavogi, dags. 13. maí 2022, lögð fram styrkbeiðni fyrir hönd húsfélagsins við Engihjalla 1, vegna djúpgáma.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Ýmis erindi

15.22067337 - Umsókn um styrk fyrir verkefnið Samvera og súpa 2022

Frá verkefnastjórum verkefnisins Samvera og súpa, dags. 16.06.2022, lögð fram umsókn um styrk.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarritara.
Fylgiskjöl:

Ýmis erindi

16.22067358 - Umsóknir vegna hafnargerðar og sjóvarna á samgönguáætlun 2023-2027

Frá Vegagerðinni, dags. 16.05.2022, lagt fram erindi varðandi umsóknir vegna hafnargerðar og sjóvarna á samgönguáætlun 2023-2027.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkæðum að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Ýmis erindi

17.22067388 - Erindi til sveitastjórnar vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum

Frá innviðaráðuneyti, dags. 20.06.2022, lagt fram erindi vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Ýmis erindi

18.22067401 - Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns LSK

Frá Brú lífeyrissjóði, dags.21.06.2022, lagt fram erindi varðandi endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns LSK.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2206001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 346. fundur frá 13.06.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.2205020F - Skipulagsráð - 122. fundur frá 20.06.2022

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
  • 20.6 2204674 Skíðasvæðið Bláfjöllum. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Landslags f.h. Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 14. júní 2022 að breyttu deiliskipulagi fyrir Bláfjöll skíðasvæði í Kópavogi.
    Í breytingunni fellst að lón vegna 1. áfanga snjóframleiðslu sem staðsett er norðan vélaskemmu færist um 200 m til norðurs að Bláfjallavegi. Ástæða færslunnar er að hæðarlega lónsins er heppilegri á nýjum stað þar sem það er staðsett í náttúrulegri lægð í landi og rammað inn af hlíð til austurs, hraunkanti til norðurs og vegi til vesturs.
    Vegna færslu lónsins er þörf á að færa skilgreint svæði/byggingarreit fyrir borplan og borsvæði og verður svæðið á milli lónsins og núverandi vélaskemmu. Stærð borplansins/borsvæðisins er óbreytt eða um 5.300 m².
    Þá er bætt við í skilmála að spennistöð Veitna megi vera innan byggingarreits fyrir borplan og borholu.
    Ekki er talið að breyting á deiliskipulagi hafi veruleg umhverfisáhrif þar sem aðeins er verið að hliðra staðsetningu lóns og borsvæðis
    Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag samþykkt í bæjarráði 4. nóvember 2004 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 11. apríl 2005.
    Meðfylgjandi: Uppdráttur í mkv. 1:5000 dags. 14. júní 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 122 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 20.8 2111359 Víðigrund 23. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts dags. 21. október 2021 f.h. lóðarhafa Víðigrundar 23. Sótt er um leyfi til að byggja 70,3 m² viðbyggingu við núverandi hús. Viðbyggingin yrði á 1. hæð og kjallara. Núverandi íbúðarhús er skráð 131,1 m². Lóðarstærð er 456 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,28. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 201,4 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,44. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Víðigrundar 9 til 21 og 25 til 35 er 0,37 (minnst 0,27 og mest 0,77).
    Uppdrættir og skýringar dags. 21. október 2021.
    Á fundi skipulagsráðs 31, janúar 2022 var samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðigrundar 11, 13, 21, 25, 29 og 31. Kynningartíma lauk 20. maí, athugasemdir bárust.
    Á fundi skipulagsráðs 30. maí 2022 var afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar
    skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 2. júní 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 122 Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 20.14 22033171 Álfkonuhvarf 17. Sólhvörf, leikskóli. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram á ný tillaga umhverfissviðs dags. 31. mars 2022 að breyttu deiliskipulagi lóðar leikskólans Sólhvörf. Í breytingunni felst að byggingarreit fyrir lausa kennslustofu er komið fyrir á hluta lóðarinnar austan núverandi leikskólabyggingar. Núverandi byggingarmagn er 841,7 m² og fyrirhuguð breyting er 135 m², nýtingarhlutfall á lóðinni eykst því úr 0,14 í 0,16 við breytinguna.
    Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags. 31. mars 2022.
    Skipulagsráð samþykkti 4. apríl 2022 með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Álfkonuhvarfs 7, 9, 11, 13 og 15, Álfahvarfs 10, 12 og 14, Akurhvarfs 16, Asparhvarfs 17-17E og 19-19E.
    Kynningartíma lauk 14. júní 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 122 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 20.15 22033071 Þinghólsbraut 55, kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram á ný erindi byggingarfulltrúa dags. 25. mars 2022, tillaga Davíðs Kr. Pitt arkitekts dags. 31. mars 2022 fh. lóðarhafa um að byggja viðbyggingu við núverandi hús og stakstæða vinnustofu neðst í lóð. Í breytingunni felst viðbygging á jarðhæð til suðurs og austurs, alls 53 m² með svölum ofan á viðbyggingu auk 106 m² vinnustofu á einni hæð neðst í lóð.
    Uppdráttur í mkv. 1:1500 ásamt skýringamyndum dags. 28. mars 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 4. apríl 2022 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan yrði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 53a, 53b, 56, 57 og 58.
    Kynningartíma lauk 15. júní 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 122 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 20.16 2204315 Þinghólsbraut 59, kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram á ný erindi byggingarfulltrúa dags. 8. apríl 2022 vegna umsóknar Albínu Huldu Thordarson arkitekts f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir bílskúr ásamt bílskýli á norðaustur hluta lóðarinnar. Samtals 56,7 m² að flatarmáli. Samþykki lóðarhafa Þinghólsbrautar 57 liggur fyrir.
    Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:100 dags. 28. mars 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 16. maí 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 57, 58, 60, 61 og 62.
    Kynningartíma lauk 16. júní, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 122 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 20.17 2204316 Reynigrund 65, kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 8. apríl 2022 vegna umsóknar lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir 64 m² bílgeymslu. Lóðarhafar Reynigrund 65 og 67 sækja um stækkun lóðar um 1,0 meter til suðurs.
    Uppdrættir dags. 11. mars 2022 í mkv. 1:100.
    Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 45, 47, 49 og Víðigrundar 45.
    Kynningartíma lauk 8. júní 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 122 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 20.18 2204333 Reynigrund 67, kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram á ný erindi byggingarfulltrúa dags. 8. apríl 2022 vegna umsóknar lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir 64 m² bílgeymslu. Lóðarhafar Reynigrund 65 og 67 sækja um stækkun lóðar um 1,0 meter til suðurs.
    Uppdrættir dags. 11. mars 2022 í mkv. 1:100.
    Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 45, 47, 49 og Víðigrundar 45.
    Kynningartíma lauk 8. júní 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 122 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

21.2205009F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 153. fundur frá 31.05.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.22061310 - Fundargerð 467. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 29.04.2022

Fundagerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.22067333 - Fundargerð 540. fundar stjórnar SSH frá 13.06.22

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

24.22061240 - Tillaga frá bæjarfulltrúm Vina Kópavogs, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar um skipan starfshóps bæjarfulltrúa allra flokka um breytingar á bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar

Lögð fram tillaga frá bæjarfulltrúm Vina Kópavogs, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar um skipan starfshóps bæjarfulltrúa allra flokka um breytingar á bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar
Fundarhlé hófst kl. 10:43, fundi fram haldið kl. 11:26

Bæjarráð hafnar tillögunni með þrem atkvæðum gegn atkvæðum Einars A. Þorvarðarsonar og Kolbeins Reginssonar.

Bókun:
"Meirihlutinn tekur undir mikilvægi þess að fara í endurskoðun á bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar enda í fullu samræmi við áherslur sem birtast í meirihlutasáttmálanum. Við teljum hins vegar rétt, í ljósi þess hversu mikil endurnýjun bæjarfulltrúa varð í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, að nýkjörnum fulltrúum verði veitt ráðrúm til þess að öðlast þekkingu og reynslu af stjórnsýslunni og störfum kjörinna fulltrúa áður en ráðist verði í endurskoðunina. Ekki síst með það fyrir augum að vinna við endurskoðun verði með markvissum hætti og skili góðum árangri. Við leggjum til að þessi vinna hefjist eigi síðar en í árslok 2023."
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Hjördís Ýr Johnson
Ásdís Kristjánsdóttir

Bókun:
"Fulltrúar Vina Kópavogs, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar leggja áherslu á mikilvægi þess að hefja vinnu við endurskoðun bæjarmálasamþykktar sem fyrst, með það að markmiði að einfalda, hagræða og auka skilvirkni nefndarkerfisins. Engin ástæða er til þess að bíða með að hefja þessa vinnu, þvert á móti er það mikill kostur að nýir bæjarfulltrúar komi að borðinu með fersk augu."
Bergljót Kristinsdóttir
Einar Ö. Þorsteinsson
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Kolbeinn Reginsson

Fundi slitið - kl. 11:48.