Bæjarráð

3095. fundur 18. ágúst 2022 kl. 08:15 - 11:47 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Hannes Steindórsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2208324 - Vinnustaðagreining - kynning á niðurstöðum

Frá mannauðsstjóra, dags. 15.08.2022, kynning á niðurstöðum vinnustaðagreiningar Kópavogsbæjar.
Kynnt.

Gestir

  • Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðstjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2208341 - Kynning á verkefninu Áfangastaðurinn Höfuðborgarsvæðið.

Áfangastaðurinn Höfuðborgarsvæðið - kynning.
Kynnt.

Gestir

  • Björn H. Reynisson verkefnastjóri - mæting: 09:10

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2208009 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Kópavogi um áhrif hækkunar bóta almannatrygginga á bótaþega í Kópavogi

Frá rekstarstjóra velferðarsviðs, dags. 08.08.2022, lagt fram svar við fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Kópavogi um áhrif hækkunar bóta almannatrygginga á bótaþega í Kópavogi.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2208028 - Fyrirspurn varabæjarfulltrúa Indriða I. Stefánssonar um gildi 154. fundar Umhverfis- og samgöngunefndar

Frá lögfræðideild, dags. 16.08.2022, lögð fram umsögn um lögmæti fundar í fastanefnd vegna fundarboðunar.
Málið rætt og lagt fram.

Bókun:
"Undirrituð þakkar svarið. Mikilvægt er að tryggja að nefndarfulltrúar séu upplýstir um breytingar á samskiptaleiðum af hálfu bæjarins, og ganga úr skugga um að boðun funda skili sér ef víkja þarf frá almennum fundartíma nefnda, sér í lagi á tíma sumarleyfa."
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Ýmis erindi

5.2207285 - Fyrirspurn varðandi hundasvæði í Kópavogi

Frá Betu Ásmundsdóttur, dags. 21.07.2022, lögð fram fyrirspurn varðandi hundasvæði í Kópavogi.
Málið rætt.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Ýmis erindi

6.2208252 - Ósk um fund með forsvarsmönnum Kópavogsbæjar til að kynna starfsemi félagsins og ræða mögulegt samstarf

Frá Norræna félaginu á höfuðborgarsvæðinu, dags. 26.07.2022, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umræðum um mögulegt samstarf.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjóra.

Ýmis erindi

7.22052080 - Frá kærunefnd útboðsmála nr. 182022. Kæra Reykjafells ehf. vegna útboðs Kópavogsbæjar nr. 2202125

Frá kærunefnd útboðsmála, dags. 20.07.2022, lögð fram niðurstaða vegna útboðs Kópavogsbæjar nr. 2202125.
Málið rætt og lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2206002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 347. fundur frá 22.06.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2207001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 348. fundur frá 07.07.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2208002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 349. fundur frá 05.08.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2207002F - Skipulagsráð - 124. fundur frá 15.08.2022

Fundagerð í 25 liðum.
Fundargerðin rædd og lögð fram.
  • 11.7 2208057 Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi umhverfissviðs dags. 15. ágúst 2022 um breytt skipulagsmörk deiliskipulags Smárans - vestan Reykjanesbrautar.
    Breyting þessi er gerð vegna tengsla skipulagssvæðisins við nýtt deiliskipulag Smárahvammsvegar sem samþykkt var í bæjarstjórn Kópavogs þann 11. janúar 2022.
    Í breytingunni fellst að svæðismörkum á deiliskipulagi Smárans - vestan Reykjanesbrautar sem samþykkt var í bæjarstjórn 24. nóvember 2015 og birt í B- deild Stjórnartíðinda er breytt í samræmi við deiliskipulagsmörk Smárahvammsvegar.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 124 Skipulagsráð samþykkir með 6 atkvæðum framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.
  • 11.8 2112277 Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga verkfræðistofunar Eflu f.h. umhverfissviðs Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar að deliskipulagi Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ. Skipulagssvæðið er rúmir 67,3 ha að stærð, um 5,6 km að lengd og liggur frá Geithálsi vestan Hólmsár, í Mosfellsbæ, að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar, austan Lögbergsbrekku. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur 2 2. Gert er ráð fyrir vegamótum við Geirland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi. Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi. Uppdrættir dags. 30. júní 2022 í mkv 1:10000.
    Á fundi skipulagsráðs 4. júlí 2022 var afgreiðslu frestað.
    Ómar Ingþórsson landslagsarkitekt gerir grein fyrir erindinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 124 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.

    Bókun bæjarráðs:
    "Bæjarráð Kópavogs leggur áherslu á undirgöng fyrir akandi umferð við gatnamót hliðarvegar frá Læjarbotnum við Suðurlandsveg. Geirland og Gunnarshólmi eru jarðir í landi Kópavogs sem gera verður ráð fyrir að starfsemi verði á til framtíðar sem þarfnast góðrar tengingar við Suðurlandsveg."
  • 11.9 22067538 Bakkabraut 9-23, reitur 8. Breytt deiliskipulag og byggingaráform.
    Lögð fram tillaga Björns Skaptason arkitekts fh. lóðarhafa dags. 26. júní 2022 um breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar - Bakkabraut 1-26, Nesvör 1 og Vesturvör 29, 31 og 33 sem samþykkt var í bæjarstjórn 17. október 2017 ásamt skipulagsskilmálum og skýringarhefti B og birt í B- deild Stjórnartíðinda 22. janúar 2018.
    Breytingin nær aðeins til hluta deiliskipulagssvæðisins nánar til tekið til Bakkabrautar 9-23.
    Til að auka gæði íbúða í húsinu eru 34 geymslum sem ráðgerðar voru inni í íbúðum færðar í kjallara og þar með er rými sem er undir burðarvirki hússins nýtt betur. Að auki verður gert ráð fyrir 11 sérgeymslum sem fylgja stórum íbúðum.
    Byggingarmagn A-rýma í kjallara er aukið um 774 m² og byggingarmagn A-rýma ofanjarðar er aukið um 247 m². Heildarbyggingarmagn á lóð eykst um 1.020 m² og verður um 21.670 m². Lóðin er skráð 10.368 m² og nýtingarhlutfall í heild eykst úr 1.99 í 2.09
    Byggingaráfrom koma fram í skýringarhefti B dags. 10. ágúst 2022 þar sem fram kemur að hönnun og frágangur húsa og lóðar fellur að og er í samrmi við lið 2 og viðmið sem tilgreind eru í almennum ákvæðum í gildandi skipulagsskilmálum.
    Nýtingarhlutfall hækkar úr 1,9 í 2,2.
    Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag.
    Meðfylgjandi skipulagsuppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 10.08.2022 og skýringarhefti B dags. 10. ágúst 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 124 Fundarhlé kl. 17:30.
    Fundur hófst á ný kl. 17:43.

    Bókun: Veigamiklar forsendur hafa breyst frá því skipulagslýsing fyrir svæðið var samþykkt árið 2016. Bókhald yfir fjölda íbúða er óljóst, lega Borgarlínu er í uppnámi og engin yfirsýn er yfir verslun og þjónustu. Því telja undirrituð nauðsynlegt að vinna hverfisskipulag áður en tekin er afstaða til beiðna um breytt deiliskipulag á einstökum íbúðareitum. Sérstaklega verður að leggja áherslu á að nýta hafnarsvæðið í heild sinni til að gera það metnaðarfullt og aðlaðandi fyrir íbúa og laða að gesti og gangandi.
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.

    Fundarhlé kl. 17:46.
    Fundur hófst á ný kl. 17:54.

    Bókun: Þessar breytingar sem lagt er upp með á núverandi deiliskipulagi frá 2020 á reit 8 eru til bóta. Betri nýting á íbúðum þar sem geymslum er komið fyrir neðanjarðar.
    Hjördís Ýr Johnson, Kristinn D. Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson.

    Skipulagsráð samþykkir með fjórum atkvæðum með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Theódóra S.Þorsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir og Hákon Gunnarsson greiddu atkvæði á móti tillögunni.
    Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til frekari rýni skipulagsdeildar.
  • 11.15 22061271 Bæjarlind 5, 7 og 9. Breytt deiliskipulag. Aðkoma að lóðum.
    Lagt fram erindi Umhverfissviðs Kópavogs dags. 5. júlí 2022 fyrir hönd lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Bæjarlindar 5 og 7-9. Í tillögunni er gert ráð fyrir að aðkomu sé breytt í samræmi við núverandi fyrirkomulagi á lóðinni og lóðarblaði dags. 2. febrúar 2022 gert af teiknistofunni Landslagi. Lóðarmörk og stærðir lóða breytast sem og fyrirkomulag bílastæða. Lóð Bæjarlindar 5 verður með hlut í sameiginlegri lóð 3.118 m2 eftir breytingu og lóð Bæjarlindar 7-9 verður með hlut í sameiginlegri lóð 3.310 m² eftir breytingu. Að öðru leyti er vísað til deiliskipulags Glaðheima - austurhluta samþykkt í bæjarstjórn 15. desember 2015. Niðurstaða Skipulagsráð - 124 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.
  • 11.18 22032529 Kópavogsgerði 5-7. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi KRark arkitekta ehf. fyrir hönd lóðarhafa dags. 24. mars 2022 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja á vesturhlið 42,6 m² sólskála á þaksvalir við íbúð á efstu hæð. Samþykki lóðarhafa Kópavogsgerði 5-7 liggur fyrir.
    Uppdráttur dags. 25. mars 2022 í mkv. 1:2000 og 1:500.
    Á fundi skipulagsráðs 16. maí 2022 samþykkti skipulagsráð með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kópavogsgerðis 1-3, 5-7, 8 og 10.
    Kynningartíma lauk 8. ágúst 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 124 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.
  • 11.20 22052776 Þinghólsbraut 10. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. júní 2022, var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 27. maí 2022, þar sem lóðarhafi sækir um byggingarleyfi fyrir 44,6 m² viðbyggingu á suðurhlið hússins. Núverandi húsnæði er 177 m², verður eftir breytingu 221,6 m². Fyrir liggur samþykki nágranna.
    Uppdættir í mkv. 1:500 dags. 27. janúar 2022.
    Á fundinum samþykkti embætti skipulagsfulltrúa með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum í Þinghólsbraut 7, 8, 9, 11, 12, 13 og Kópavogsbraut 49.
    Kynningartíma lauk 4. júlí 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 124 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.
  • 11.23 22061276 Vatnsendablettur 724. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Andra Martins Sigurðssonar byggingartæknifræðings dags. 13. júní 2022 f.h. lóðarhafa, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Byggingarreitur verði stækkaður til suðurs á suðausturhorni reitsins um 3,76 metra og verði samsíða lóðarmörkum í 4,89 metra fjarlægð. Hámarksbyggingarmagn á lóðinni helst óbreytt miðað við gildandi skipulagsskilmála. Þá er óskað eftir breytingu á aðkomu að lóðinni, sem verði í suðvesturhorni lóðarinnar. Fyrir liggur samþykki landeiganda.
    Meðfylgjandi: Uppdráttur í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 13. júní 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 20. júní 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vatnsendabletta nr. 0, 18, 720, 721, 722, 723 og 725.
    Kynningartíma lauk 8. ágúst 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 124 Skipulagsráð samþykkir erindið með sex atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.
  • 11.24 22061767 Kópavogsbraut 101. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 14. júní 2022 sem vísar til skipulagsráðs umsókn Yrki arkitekta ehf. f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi. Sótt er um að hluti fyrstu hæðar núverandi húss verður stækkaður til suðausturs um 3 metra að útvegg efri hæðar. Heildarstækkun húss er áætluð um 30 m².
    Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:100 dags. 10. maí 2022 ásamt skýringarmyndum og greinargerð.
    Á fundi skipulagsráðs 20. júní 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga yrði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 99, 103, Þinghólsbrautar 66 og 68.
    Kynningartíma lauk 11. ágúst 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 124 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

12.2208005F - Hafnarstjórn - 126. fundur frá 15.08.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2207006F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 155. fundur frá 16.08.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Bókun:
"Bæjarráð felur umhverfis- og samgöngunefnd að hefja stefnumótun Kópavogsbæjar í orkuskiptum."

Fundargerðir nefnda

14.2208003F - Menntaráð - 99. fundur frá 16.08.2022

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.2208337 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa um kynningarfund með íbúum miðbæjarsvæðisins

Frá bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur, dags. 15.08.2022, lögð fram fyrirspurn um kynningarfund með íbúum miðbæjarsvæðisins um fyrirhugaðar framkvæmdir.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar bæjarstjóra.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.2208346 - Fyrirspurn er varðar biðlista eftir leikskólavist í Kópavogi

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur, lögð fram fyrirspurn er varðar biðlista eftir leikskólavist í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.

Gestir

  • Sigurlaug Bjarnadóttir - mæting: 11:39

Fundi slitið - kl. 11:47.