Bæjarráð

3096. fundur 25. ágúst 2022 kl. 08:15 - 10:44 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2110128 - Smárahvammsvegur - staða framkvæmda

Sviðsstjóri umverfissviðs fer yfir stöðu framkvæmda við Smárahvammsveg.
Kynnt.

Gestir

  • Stefán L. Stefánsson - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.22061279 - Engihjalli 1. Styrkbeiðni vegna uppsetningu á djúpgámum í kjölfar kröfu vinnueftirlits um bættar aðstæður við sorphirðu

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 22.08.2022, lögð fram umsögn vegna styrkbeiðni á uppsetningu djúpgáma við Engihjalla 1.
Bæjarráð telur ekki forsendur vera fyrir því að verða við óskum einstakra fasteignaeigenda um styrk til úrbóta vegna breytinga á sorphirðu og kröfum um bætt aðgengi að sorpgeymslum.

Bókun:
"Bæjarráð telur að skoða þurfi ávinning af því að innleiða djúpgámalausnir við eldri fjölbýlishús í bæjarfélaginu. Einnig að málið verði skoðað í víðara samhengi fyrir höfuðborgarsvæðið í heild á vettvangi SSH með það að markmiði að samræma reglur þar um."

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2207285 - Fyrirspurn varðandi hundasvæði í Kópavogi

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 22.08.2022, lögð fram umsögn varðandi fyrirspurn um hundasvæði í Kópavogi.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar.

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 09:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2207200 - Hamraborg 3, Navú slf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 17.08.2022, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags.14.07.2022, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Navú slf., kt. 430522-3370, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gistiheimili í flokki II, að Hamraborg 3, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016.

Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð frestar erindinu.

Fundargerðir nefnda

5.2208009F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 88. fundur frá 18.08.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.2208010F - Velferðarráð - 105. fundur frá 22.08.2022

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.2208435 - Fundargerð 542. fundar stjórnar SSH frá 12.08.2022

Fundargerð frá 12. ágúst 2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2208415 - Stjórn SSH Bókun 542. fundar - Samgöngusáttmálinn

Frá SSH, dags. 17.08.202, lögð fram bókun um samgöngusáttmálann.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2208556 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 10.08.2022

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 10.08.2022
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2208531 - Fundargerð 357. fundar stjórnar Strætó frá 01.06.2022

Fundargerð 357. stjórnar Strætó frá 01.06.2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2208620 - Fundargerð 358. fundar stjórnar Strætó frá 04.07.2022

Fundargerð 358. fundar stjórnar Strætó frá 04.07.2022
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2208621 - Fundargerð 359. fundar stjórnar Strætó frá 15.08.2022

Fundargerð 359. fundar stjórnar Strætó frá 15.08.2022
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2208589 - Fundargerð 468. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 19.05.2022

Fundargerð 468. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 19.05.2022.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

14.2208615 - Tillaga bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að hafin verði undirbúningur að gerð hverfisskipulags fyrir hvern bæjarhluta/hvert hverfi í Kópavogi.

Frá bæjarfulltrúa Theodóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 23.08.2022, lögð fram tillaga um að hafinn verði undirbúningur að gerð hverfisskipulags fyrir hvern bæjarhluta/hvert hverfi í Kópavogi.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 10:44.