Bæjarráð

3097. fundur 01. september 2022 kl. 08:15 - 12:11 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Orri Vignir Hlöðversson formaður
 • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
 • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Helga Jónsdóttir aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarritari
 • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2208771 - Kynning verkefnaframvindu uppbyggingu skíðasvæðanna.

Kynning verkefnaframvindu uppbyggingu skíðasvæðanna.
Kynning

Gestir

 • Einar Freyr Hilmarsson - mæting: 08:20
 • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:20
 • Páll Björgvin Guðmundsson - mæting: 08:20
 • Magnús Árnason - mæting: 08:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2208824 - Stofnun starfræns ráðs

Frá bæjarstjóra, dags. 30.08.2022, lögð fram tillaga um stofnun stafræns ráðs.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur að vísa málinu til forsætisnefndar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2203787 - Borgarlínan í Kópavogi.

Kynning á framvindu borgarlínunnar að því er snýr að Kópavogi.
Kynning

Gestir

 • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2008519 - Ósk um aðkomu Kópavogsbæjar að húsnæðismálum HSSK

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags 22.08.2022, lögð fram umsögn varðandi beiðni HSSK um nýtt húsnæði.
Bæjarráð frestar erindinu til frekari gagnaöflunar.

Gestir

 • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:44

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2208346 - Fyrirspurn er varðar biðlista eftir leikskólavist í Kópavogi

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 25.08.2022,lagt fram svar við fyrirspurn Theódóru Þorsteinsdóttur bæjarfulltrúa varðandi biðlista eftir leikskóladvöl í Kópavogi.
Lagt fram.

Bókun:
"Undirrituð þakkar fyrir svörin."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2203355 - Göngu- og hjólastígur meðfram Lindarvegi

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 29.08.2022, lögð fram ný áætlun vegna verksins göngustígur við Lindaveg.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2207087 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum Vina Kópavogs varðandi úthlutunarreglur á byggingarrétti

Frá bæjarlögmanni, dags. 23.08.2022, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa Vina Kópavogs frá 15.07. 2022 um lóðaúthlutanir og úthlutunarreglur á byggingarrétti.
Lagt fram.

Bókun:
"Svör bæjarins kristalla þá framkvæmd skipulags í Kópavogi undanfarna tvo áratugi að þeir sem kaupa húsnæði til niðurrifs fá heimild til að skipuleggja íbúðauppbyggingar á einstökum reitum á þróunarsvæðum á Kársnesinu og í Digranesi. Með þessari aðferðafræði verður sú meginskylda bæjaryfirvalda að stuðla að hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja vernd landslags, náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, útundan. Þetta er enn til áréttingar á því hversu mikilvægt er að bæjaryfirvöld eigi samráð við íbúa um gerð hverfisskipulags og leiðarljós í þeirri vinnu."
Helga Jónsdóttir

Bókun:
"Ég tek undir bókun bæjarfulltrúans Helgu Jónsdóttur."
Bergljót Kristinsdóttir.

Fundarhlé hófst kl. 11:35, fundi fram haldið kl. 12:01

Bókun:
"Við höfnum þeirri fullyrðingu að Kópavogsbær hafi afsalað sér skipulagsvaldi til þróunar- eða byggingaraðila í Kópavogi undanfarna tvo áratugi. Skipulagsvaldið er og verður alltaf hjá sveitarfélaginu. Undirrituð taka undir mikilvægi þess að víðtækt samráð sé haft við íbúa á öllum stigum skipulagsgerðar, nú sem fyrr."
Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson

Bókun:
"Kópavogsbær hefur síðustu áratugi unnið samkvæmt stefnu sem fram kemur í aðalskipulagi eins og lög gera ráð fyrir. Auk þess hafa hverfisáætlanir verið unnar í samráði við íbúa, síðast árið 2015. Þar að auki var unnin lýsing fyrir svæðið þar sem þróunarreit vestast á Kársnesi var skipt upp í 13 áfanga.
Á því kjörtímabili voru haldnir 48 opnir íbúafundir og þar af 8 opnir íbúafundir á Kársnesi.
Allt var þetta unnið í samræmi við meginmarkmið aðalskipulags Kópavogs og svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins um þéttingu byggðar. Þar með talið hagkvæm nýting lands og landgæða, vernd og sjálfbæra þróun.
Nú hefur hins vegar nýtt aðalskipulag tekið gildi og því eðlilegt að nýtt hverfisskipulag verði unnið í samráði við íbúa, rétt eins og áður. Undirrituð telur að bæjarstjórn sé sammála um þá vegferð."
Theodóra S. Þorsteinsdóttir

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2207051 - 6 mánaða uppgjör

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lagt fram 6 mánaða uppgjör Kópavogsbæjar.
Lagt fram.

Gestir

 • Kristín Egilsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 10:13
 • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri, hagdeild - mæting: 10:13

Ýmis erindi

9.2208654 - Svæði 7, Kársnes. Umsókn um lóð

Frá Nature Experiences ehf., dags. 17.08.2022, lögð fram umsókn um lóðina svæði 7 undir starfsemi tengda ferðaþjónustu, menningu og mat.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar sviðstjóra umhverfissviðs.

Ýmis erindi

10.22067401 - Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns LSK

Frá Brú lífeyrissjóði, lagt fram erindi varðandi endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns LSK.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til samþykktar bæjarstjórnar.

Gestir

 • Ingólfur Arnarson - mæting: 10:40

Ýmis erindi

11.2208784 - Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 23.08.2022, lagt fram minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana 2023 til 2026.
Lagt fram.

Gestir

 • Ingólfur Arnarson - mæting: 10:45

Ýmis erindi

12.2208834 - Styrkbeiðni vegna Hjartadagshlaupsins 2022

Frá Hjartavernd, dags. 23.08.2022, lögð fram beiðni um styrk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðuum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Fundargerðir nefnda

13.2208011F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 350. fundur frá 19.08.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2208019F - Íþróttaráð - 122. fundur frá 30.08.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2208014F - Leikskólanefnd - 143. fundur frá 25.08.2022

Fundargerð í 24 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2208004F - Skipulagsráð - 125. fundur frá 29.08.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2208683 - Fundargerð 241. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 27.05.2022

Fundargerð 241. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 27.05.2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2208684 - Fundargerð 242. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 12.08.2022

Fundargerð 242. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 12.08.2022.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 12:11.