Bæjarráð

2686. fundur 08. maí 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1305002 - Framkvæmdaráð, 7. maí.

50. fundur.

Lagt fram.

2.1305042 - Dalvegur endurbætur, gatnagerð

Á fundi framkvæmdaráðs 7. maí 2013 var til umfjöllunar útboð breikkunar og breytinga á umferðarskipulagi Dalvegar milli Digranesvegar og Dalvegar 18.

Framkvæmdaráð samþykkir að boðið verði út í opnu útboði breikkun og breytingar á umferðarskipulagi Dalvegar milli Digranesvegar og Dalvegar 18.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

3.1208683 - Austurkór 3. Húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk

Á fundi framkvæmdaráðs 7. maí 2013 var til umfjöllunar heimild til útboðs sex íbúða fyrir fatlaða einstaklinga að Austurkór 3b.

Framkvæmdaráð heimilar að boðið verði út í opnu útboði bygging á sex íbúðum fyrir fatlaða einstaklinga að Austurkór 3b.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

4.1301110 - Baugakór 38, Hörðuvallaskóli, húsnæðismál

Á fund i framkvæmdaráðs 7. maí 2013 var til umfjöllunar niðurstaða tilboða, sem opnuð voru 30. apríl 2013 í verkið - "Vatnsendaskóli Kópavogi lausar kennslustofur."

Framkvæmdaráð samþykkir að tilboði frá Einari P og Kó verði tekið í lausar kennslustofur við Vatnsendaskóla.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

5.1304026 - Skipulagsnefnd - 1225

Lagt fram.

6.1304186 - Fróðaþing 14. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

7.1206159 - Selbrekka 8. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

8.1305011 - Kópavogbraut 1a-c, Kópavogstún 3, 5, 7 og 9. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

9.1203144 - Dalvegur - hringtorg, breytt deiliskipulag

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

10.1301183 - Vatnsendahlíð. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

11.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Tillaga.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

12.1301050 - Stjórn Sorpu 29. apríl.

319. fundur.

Lagt fram.

13.1304023 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 6. maí.

34. fundur.

Lagt fram.

14.1208643 - Álmakór 2. Umsókn Tjarnarbrekku ehf. um lóð.

Á fundi bæjarstjórnar þann 13. nóvember 2012 var samþykkt að úthluta lóðinni Álmakór 2 til Tjarnarbrekku ehf. kt. 510805-1000.

Lóðagjöld hafa ekki verið greidd og nú hefur lóðarhafi tilkynnt um að hann muni ekki nýta sér byggingarétt sinn á lóðinni og hefur óskað eftir að skila henni til Kópavogsbæjar.

Á fundi bæjarstjórnar 13. nóvember 2012 var einnig samþykkt að úthluta Tjarnarbrekku ehf. lóðunum Álmakór 1, 3 og 5 og hafa lóðagjöld verið greidd vegna þeirra og lóðarleigusamningar undirritaðir.

Lagt er til við bæjarráð að lóðarhafa verði heimilað að skila lóðinni Álmakór 2 til bæjarins.

Bæjarráð samþykkir erindið.

15.1305112 - Örvasalir 1. Skil á lóð

Borist hefur beiðni frá Hildi S. Ingvarsdóttur og Valgeiri Guðlaugssyni um heimild bæjarráðs til að skila inn byggingarrétti á lóðinni Örvasalir 1 vegna breyttra aðstæðna þeirra.

Á fundi bæjarstjórnar þann 26. febrúar 2013 var samþykkt að veita þeim kost á byggingarrétti á lóðinni og hafa þau greitt 10% inn á gjöld vegna lóðarinnar.

Lagt er til við bæjarráð að Hildi S. Ingvarsdóttur og Valgeiri Guðlaugssyni verði heimilað að skila inn lóðarréttindum vegna breyttra aðstæðna og að þegar greidd gjöld verði endurgreidd.

Bæjarráð samþykkir erindið.

16.1303359 - Grænt bókhald 2011

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar dags. 06.05.2013 var eftirfarandi bókað.

Á 32. fundi umhverfis- og samgöngunefndar, dags. 08.04.2013, var lögð fram skýrsla um Grænt bókhald fyrir árið 2011. Nefndarmönnum var gefið tækifæri til að koma með athugasemdir til umhverfisfulltrúa.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar dags. 6.05.2013 er Grænt bókhald 2011 lagt fram í annað sinn án athugasemda frá nefndarmönnum umhverfis- og samgöngunefndar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir skýrsluna og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Lagt fram.

17.1105261 - Vatnsendi, eignarnám. Dómsmál 2011

Guðjón Ármannsson lögmaður hjá LEX gerði grein fyrir nýjum dómi Hæstaréttar vegna Vatnsenda.

18.1305167 - Fjölgun sorptunna. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Lagt er til að sorptunnum verði fjölgað verulega við helstu gönguleiðir.

Guðríður Arnardóttir"

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

19.1304041 - Samgöngusamningur við starfsmenn. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirrituð minnir á tillögu Samfylkingarinnar frá 4. apríl  um samgöngubætur sem hefur verið í fresti frá því þá.  Óskað er eftir að tillagan verði tekin til efnislegrar umræðu og afgreiðslu.

Guðríður Arnardóttir"

 

Bæjarráð vísar tillögu frá 4. apríl til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.