Bæjarráð

3107. fundur 17. nóvember 2022 kl. 08:15 - 10:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Orri Vignir Hlöðversson formaður
 • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
 • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Helga Jónsdóttir aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hákon Gunnarsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
 • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.22114447 - Gjaldskrár og framlög Kópavogsbæjar 2023

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lagðar fram gjaldskrár Kópavogsbæjar fyrir árið 2023.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til staðfestingar bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúarnir Helga Jónsdóttir og Theodóra Þorsteinsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Gestir

 • Ingólfur Arnarson hagdeild - mæting: 08:15
 • Kristín Egilsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2207051 - Mánaðarskýrslur 2022

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lögð fram mánaðarskýrsla fyrir september.
Lagt fram.

Gestir

 • Kristín Egilsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 08:15
 • Ingólfur Arnarson hagdeild - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.22114406 - Rýni á Gæðasamþykkt (stefnu) Kópavogsbæjar 2022

Frá gæðastjóra, lögð fram tillaga að nýrri og endurskoðaðri gæðasamþykkt (stefnu) Kópavogabæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Gestir

 • Sigurður Arnar Ólafsson gæðastjóri - mæting: 09:00

Ýmis erindi

4.2211293 - Ósk um að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefnd

Frá Umhverfisstofnun, dags. 07.11.2022, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir tilnefningum í vatnasvæðanefndir með tilvísan í 6. gr. reglugerðar um stjórn vatnamála.
Bæjarráð frestaði erindinu 10.11.2022.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilnefnda fulltrúa í vatnasvæðanefnd.

Ýmis erindi

5.2211014 - Áherslur svæðisskipulagsnefndar 2022-2026

Frá SSH, dags. 31.10.20022, lagðar fram áherslur Svæðisskipulagsnefnd ar 2022-2026.
Lagt fram.

Ýmis erindi

6.22114483 - Styrkbeiðni vegna áramótabrennu í Þingahverfi 2022

Frá Árna Þ. Árnasyni fh. brennunefndar íbúa Þingahverfis, dags. 15.11.2022, lögð fram beiðni um styrk vegna áramótabrennu.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.

Orri Hlöðversson vék af fundi undir afgreiðslu málsins.

Fundargerðir nefnda

7.2210028F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 91. fundur frá 09.11.2022

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2211014F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 92. fundur frá 14.11.2022

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2211011F - Menntaráð - 105. fundur frá 15.11.2022

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2210018F - Skipulagsráð - 131. fundur frá 14.11.2022

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.
 • 10.6 22114380 Vesturvör 22 - 24. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram umsókn Scala arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 7. nóvember 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 22 og 24 við Vesturvör.
  Í breytingunni felst að heiti lóðanna verði Hafnarbraut 16 (áður Vesturvör 24) og Hafnarbraut 18 (áður Vesturvör 22) þar sem aðkoma er ráðgerð frá Hafnarbraut. Lóðirnar stækki til norðurs samanlagt um 394,8 m², úr 5.135 m² í 5.529,8 m² og að í stað eins byggingarreits verði tveir stakstæðir byggingarreitir á lóðunum, einn á hvorri lóð. Heildarbyggingarmagn á lóðunum eykst um 4.990 m², úr 8.400 m² í 13.390 m² og íbúðum fjölgar um 32, úr 59 í 91 samtals á báðum lóðunum. Nýtingarhlutfall á lóðunum eykst úr 1.6 í 2.4 ofanjarðar og neðanjarðar á báðum lóðunum. Nýtingarhlutfall á Hafnarbraut 16 verður 2,15 og nýtingarhlutfall á Hafnarbraut 18 verður 2,69. Bílastæðum fjölgar um 15, úr 81 í 96 samanlagt á báðum lóðunum.
  Uppdráttur í mvk. 1:1000 ásamt skýringarmyndum dags. 7. nóvember 2022.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 131 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst, með sex atkvæðum. Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
 • 10.7 2211020 Dalvegur 18. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 18. október 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 18 við Dalveg. Í breytingunni felst hækkun byggingarreits á matshluta 02 á lóðinni úr tveimur hæðum í þrjár hæðir. Byggingarmagn á lóðinni aukist um 1.120 m² og verði alls 10.210 m². Nýtingarhlutfall á lóðinni verði 0.51. Þá er gert ráð fyrir tengingu á milli bílastæða á norðurhluta og austurhluta lóðarinnar.
  Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð ódags.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 131 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
 • 10.8 2207058 Arnarnesvegur 3. áfangi. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
  Lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar dags. 1. júlí 2022 um framkvæmdaleyfi fyrir 3. áfanga Arnarnesvegar sem liggur milli Rjúpnavegar í Kópavogi og Breiðholtsbrautar í Reykjavík. Umsóknin er sett fram í greinargerð dags. 1. júní 2022 ásamt fylgiskjölum, skýringarmyndum og teikningahefti frá Verkís verkfræðistofu dags. apríl 2022.
  Framkvæmdin er í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040 og deiliskipulag Arnarnesvegar dags. 13. maí 2022. Lögð er fram matsskýrsla dags. febrúar 2003 þar sem lagt er mat á umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. Einnig lögð fram ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu dags. 16. febrúar 2021.
  Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 var afgreiðslu málsins frestað.
  Deiliskipulag Arnarnesvegar, 3. áfangi, frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut tók gildi þann 28. október 2022.
  Þá er lögð fram greinargerð Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar dags. 10. nóvember 2022 um framkvæmdaleyfi í samræmi við 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 131 Skipulagsráð samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með tilvísun í 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með sex atkvæðum. Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
 • 10.16 2209720 Víðigrund 23. Breytt deiliskipulag.
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 26. september 2022 var lögð fram umsókn Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa um breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 23 við Víðigrund.
  Í breytingunni felst viðbygging á einni hæð við vesturhlið núverandi einbýlishúss á lóðinni alls 35 m². Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,28 í 0,36 við breytinguna.
  Samþykkt var með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Víðigrundar 11, 13, 21, 25, 29 og 31.
  Kynningartíma lauk 31. október 2022, engar athugasemdir bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 131 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
 • 10.17 2209638 Skjólbraut 8. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. september 2022 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 16. september 2022 þar sem umsókn Kristjáns Georgs Leifssonar f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs meið tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Í breytingunni felst að bílgeymsla á norðausturhluta lóðarinnar stækkar um 13,5 m til suðurs og hækkar um 0,9 metra.
  Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,30 í 0,32 við breytinguna. Samþykki lóðarhafa Skjólbrautar 6, Borgarholtsbrautar 5 og 7 liggur fyrir.
  Uppdrættir í mælikvarða 1:100 dags. 14. ágúst 2022.
  Samþykkt var með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Skjólbrautar 5, 6, 7, 10, Borgarholtsbrautar 5, 7 og 9.
  Kynningartíma lauk 28. október 2022, engar athugasemdir bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 131 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Kristinn D. Gissurarson vék af fundi kl. 18:45
  Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

11.2210004F - Ungmennaráð - 32. fundur frá 17.10.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2211007F - Ungmennaráð - 33. fundur frá 14.11.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2209026F - Öldungaráð - 20. fundur frá 10.11.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.22114410 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 28.10.2022

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 28.10.2022
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.22114408 - Fundargerð 546. fundar stjórnar SSH frá 07.11.2022

Fundargerð 546. fundar stjórnar SSH frá 07.11.2022
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.22114479 - Fundargerð 99. fundar Markaðsstofu Kópavogs frá 04.11.2022

Fundargerð 99. fundar Markaðsstofu Kópavogs frá 04.11.2022
Lagt fram.
Hákon Gunnarsson vék af fundi kl. 10:00

Erindi frá bæjarfulltrúum

17.22114392 - Ósk bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur um að hafin verði vinna við uppsetningu á tímaramma og ferilsgreiningu á verkefninu Kópavogur - kolefnishlutlaust sveitarfélag

Frá bæjarfullrúa Bergljótu Kristinsdóttur, lögð fram tillaga um að hafin verði vinna við uppsetningu á tímaramma og ferilsgreiningu á verkefninu Kópavogur - kolefnishlutlaust sveitarfélag, sem byggir á lögum um loftslagsmál nr. 70/2012, sem tóku gildi 25. júní 2021 og drögum að Loftlagsstefnu og aðgerðaráætlun höfuðborgarsvæðisins í loftlagsmálum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fresta málinu til næsta fundar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

18.22114478 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteindóttur um langtímaáætlun er varðar uppbyggingu á grunnskólum og leikskólum í Kópavogi

Frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteindóttur, lögð fram beiðni um langtímaáætlun er varðar uppbyggingu á grunnskólum og leikskólum í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og menntasviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.22114500 - Fyrirspurnir bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur um þróunarreiti á Kársnesi

Frá bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur, lagðar fram eftirfarandi fyrirspurnir:

Hvaða breytingar hafa bæjaryfirvöld samþykkt á byggingarmagni á einstökum þróunarreitum á Kársnesi frá þeim áformum sem kynnt voru í deiliskipulagslýsingunni frá 14. október 2016? Hverjar eru fyrirliggjandi niðurstöðutölur varðandi byggingarmagn?

Hvaða lóðagjöld hafa verið innheimt á hverjum reit fyrir sig?

Hvaða framlag var innheimt sérstaklega hjá hverjum framkvæmdaraðila til byggja upp og styrkja innviði, t.d. veitur, fráveitu, götur og gangstéttir, og nýja uppbyggingu bæjarins vegna vaxandi álags?

Liggja fyrir sérstakir útreikningar á viðbótarálagi á veitu- og gatnakerfi vegna starfsemi SkyLagoon?
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til sviðstjóra umhverfissviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

20.22114502 - Tillaga bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um véllæsileg gögn á vef Kópavogsbæjar

Frá bæjarfulltrúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, lögð fram tillaga um véllæsileg gögn á vef Kópavogsbæjar.
Bæjaráð samþykkir með fimm atvæðum að vísa tillögunni til afgreiðslu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.

Fundi slitið - kl. 10:15.