Frá bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur, lagðar fram eftirfarandi fyrirspurnir:
Hvaða breytingar hafa bæjaryfirvöld samþykkt á byggingarmagni á einstökum þróunarreitum á Kársnesi frá þeim áformum sem kynnt voru í deiliskipulagslýsingunni frá 14. október 2016? Hverjar eru fyrirliggjandi niðurstöðutölur varðandi byggingarmagn?
Hvaða lóðagjöld hafa verið innheimt á hverjum reit fyrir sig?
Hvaða framlag var innheimt sérstaklega hjá hverjum framkvæmdaraðila til byggja upp og styrkja innviði, t.d. veitur, fráveitu, götur og gangstéttir, og nýja uppbyggingu bæjarins vegna vaxandi álags?
Liggja fyrir sérstakir útreikningar á viðbótarálagi á veitu- og gatnakerfi vegna starfsemi SkyLagoon?