Bæjarráð

3112. fundur 22. desember 2022 kl. 08:15 - 10:37 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2010555 - Stytting vinnuvikunnar - Menntasvið

Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra grunnskóladeildar, lagðar fram tillögur að samkomulagi um styttingu vinnuvikunnar hjá stjórnendum í grunnskólum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2210621 - Styrkbeiðni til að auka fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD og fyrir fólk með ADHD

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 19.12.2022, lögð fram umsögn um styrkbeiðni ADHD samtakanna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til frekari vinnslu sviðsstjóra menntasviðs.

Ýmis erindi

3.2209199 - Áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins

Frá SSH, dags. 14.12.2022, lögð fram bókun stjórnar:

Stjórn samþykkir fyrir sitt leyti að Áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins verði sett á fót, til samræmis við fyrirliggjandi gögn og það sem fram kemur í fyrirliggjandi minnisblaði framkvæmdastjóra SSH frá 6. desember 2022. Á grundvelli þess er skrifstofu SSH falið að senda fyrirliggjandi samningsdrög, ásamt fylgigögnum, til umræðu, afgreiðslu og staðfestingar ávettvangi aðildarsveitarfélaga ásamt ósk um að framkvæmdastjórum þeirra verði falið fullt og
ótakmarkað umboð til undirritunar samningsins.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bókun:
"Fyrir árslok 2024 verður farið yfir árangur og ávinning af þátttöku Kópavogsbæjar í Áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægt er að væntanlegur rekstrarsamningur verði tímabundinn til tveggja til þriggja ára í senn, líkt og fram kemur í minnisblaði framkvæmdastjóra SSH."
Ásdís Kristjánsdóttir
Orri H. Vignisson
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson

Ýmis erindi

4.2212473 - Kópavogsbraut 1C, Sunnuhlíð. Ósk um að Kópavogsbær sjái um snjómokstur fyrir Sunnuhlíð

Frá Sunnuhlíð hjúkrunarheimili dags. 14.12.2022, lögð fram beiðni um snjómosktur.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar sviðstjóra umhverfissviðs og stjórnsýslusviðs.

Ýmis erindi

5.2212550 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (orkuskipti), 537. mál

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 16.12.2022, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (orkuskipti), 537. mál.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

6.2212551 - Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands (aflvísir), 538. mál

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 16.12.2022, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997 (aflvísir), 538. mál.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

7.2212594 - Beiðni um aðstoð með rekstur dagseturs fyrir heimilislausa

Frá Hjálpræðishernum í Reykjavík, dag. 14.12.2022, lögð fram beiðni um aðstoð með rekstur dagseturs fyrir heimilislausa.
Bæjarráð samþykktir að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra velferðarsviðs.

Ýmis erindi

8.2212506 - Hamraborg 6. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts 2022

Frá lögfræðideild, dags. 15. desember, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Tónlistarskóla Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 3.707.568- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrkumsókn að upphæð kr. 3.707.568 ,- enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Ýmis erindi

9.2212608 - Samkomulag um breyting á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 19.12.2022, lagt fram samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bókun bæjarráðs:
"Að fenginni afstöðu forstætisnefndar er lagt til að bæjarstjórn fundi 27. desember n.k. í þeim tilgangi að taka málið til umfjöllunar og afgreiðslu."

Fundargerðir nefnda

10.2211028F - Hafnarstjórn - 128. fundur frá 14.12.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Bókun:
"Undirrituð gerir verulegar athugasemdir við bókun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar auk Samfylkingar í Hafnarstjórn þar sem því er lýst að skörun við skilgreint hafnarsvæði sé óveruleg og mun ekki hafa áhrif á skipulag og nýtingu hafnarsvæðisins.
Undirrituð er algjörlega ósammála þeim fullyrðingum sem koma fram í bókuninni og veltir fyrir sér hvort um sé að ræða vanþekkingu eða ásetning um blekkingar.
Gögn málsins eru óskýr þar sem beinlínis er verið að blekkja með teikningum af höfninni þar sem hafnarsvæðið er sýnt tvöfalt stærra en það er í raun. Jafnframt er verið sýna byggingar við hafnarsvæðið sem ekki er búið að ákveða hvort rísi og er engan veginn í samræmi við samþykkt deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið. Í gögnum málsins er verið að sýna fabúleringar arkitektsins um hugdettu hans sem er einungis gert til að blekkja íbúa í herferð fjárfesta til að koma skipulaginu í gegn.
Þvert á móti þá eru verulegar líkur á að áformuð landfylling muni hafa áhrif á starfsemi hafnarinnar sem gæti jafnvel fækkað bátastæðum.
Sú ákvörðun að auka byggingarmagn umfram deiliskipulagslýsingu, þ.e að fara úr 14.500 fm í 18.800 fm í íbúðamagni þrátt fyrir að búið sé að skerða lóðina vegna legu Borgarlínunnar, gerir það að verkum að fara þarf í landfyllingu út í Kópavogshöfn. Sú ráðstöfun hefur að sjálfsögðu áhrif á skipulag og nýtingu hafnarsvæðisins."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Bókun:
"Ég tek undir bókun Theódóru S. Þorsteinsdóttur."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir.

Fundarhlé hófst kl. 9:33, fundi fram haldið kl. 10:02

Bókun:
"Öll vinna málsins hefur verið afar vönduð, enda um mikilvæga ákvörðun að ræða. Skipulagsvinna á reit 13 á sér langan aðdraganda og ferill málsins liggur fyrir. Meirihlutinn hefur fullan skilning á að skiptar skoðanir séu um einstaka reiti á þéttingarsvæðum en dylgjur um blekkingar í skipulagsferlinu eru rangar og ómálefnalegar og eingöngu settar fram í þeim tilgangi að slá pólitískar keilur."

Orri H. Vignisson
Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson

Fundarhlé hófst kl. 10:03, fundi fram haldið kl. 10:13

Bókun:
"Undirrituð hvetur meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar til þess að horfa á uppdráttinn, tillögu að breyttu deiliskipulagi, og sjá hvernig búið er að teikna höfnina upp á nýtt sem sýnir nákvæmlega það sem ég fullyrði í fyrri bókun minni.
Þykir miður að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar saki mig um að slá pólitískar keilur þegar ég eingöngu að benda á staðreyndir málsins. Einfaldara hefði verið fyrir meirihlutann að svara bókuninni efnislega og sýna fram á að ég sé ómálefnaleg en það geta þau auðvitað ekki."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Fundargerðir nefnda

11.2212015F - Forsætisnefnd - 207. fundur frá 12.12.2022

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2211020F - Lista- og menningarráð - 147. fundur frá 15.12.2022

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2212006F - Skipulagsráð - 134. fundur frá 19.12.2022

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.
  • 13.6 2201242 Leiðbeiningar fyrir deiliskipulag og breytingar á lóðum og húsnæði í Kópavogi
    Lögð fram uppfærð tillaga að leiðbeiningum um gæði byggðar og breytingar á lóðum og húsnæði dags. 19. desember 2022. Í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 kemur fram að á skipulagstímabilinu verði unnin greining á íbúðarhverfum Kópavogs og sett verði fram markmið og leiðbeiningar um fjölgun íbúða innan núverandi byggðar. Í aðgerðaráætlun Umhverfissviðs (stefnuáhersla 5-umhverfisvæn skipulagsheild) er verkefnið nánar útfært.
    Á fundum skipulagsráðs 4. júlí, 29. ágúst og 17 október 2022 voru lögð fram og kynnt drög að ofangreindri tillögu.
    Verkfærakistan og leiðbeiningar eru unnar af Alta í samvinnu við umhverfissvið. Þá lögð fram uppfærð tillaga dags. 19. desember 2022. Halldóra Hrólfsdóttir skipulagsfræðingur gerir grein fyrir málinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 134 Fundarhlé kl. 17:47
    Fundur hófst á ný kl. 17:50

    Skipulagsráð samþykkir að framlagðar leiðbeiningar og gæðaviðmið dags. 19. desember 2022, ásamt þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum, verði hafðar að leiðarljósi við mat á umsóknum um breytingar á lóðum og húsnæði.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 13.7 2208241 Leikskóli við Skólatröð. Deiliskipulag.
    Lög fram tillaga Ask arkitekta f.h. Umhverfissviðs Kópavogsbæjar að deiliskipulagi nýs leikskóla við Skólatröð dags. 13. desember 2022. Á lóðinni var áður tveggja deilda leikskóli.
    Skipulagssvæði deiliskipulagsins afmarkast af lóðarmörkum við aðliggjandi raðhúsabyggð til norðurs, vesturs og austurs og bæjarlandi til suðurs. Aðkoma að lóðinni verður úr suðri eftir botnlanga frá Skólatröð.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir að á lóðinni verði byggður þriggja deilda leikskóli á einni hæð, samtals um 650 m² að flatarmáli. Hámarkshæð byggingarreits er 5,5 m. Leiksvæði verður tvískipt eftir aldri.
    Áætlað nýtingarhlutfall á lóðinni verður 0,33.
    Gert er ráð fyrir að bílastæði verði áfram samnýtt með Kópavogsskóla.
    Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 14. desember 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 134 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 13.8 2109353 Vatnsendablettur 5. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram umsókn Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings dags. 22. nóvember 2022 f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Vatnsendablett.
    Í breytingu felst að lóðinni verði skipt í tvær lóðir, Vatnsendablettur 5 og 5A, og að reist verði einnar hæðar einbýlishús á nýrri lóð. Á lóðinni er í dag einnar hæðar einbýlishús og hesthús, núverandi byggingarmagn á lóðinni er 335,7m², lóðarstærð er 15.213 m² og núverandi nýtingarhlutfall á lóðinni er 0,02.
    Eftir breytingu yrði Vatnsendablettur 5, 13.404 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,03 og Vatnsendablettur 5A yrði 1.809 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,17. Gert er ráð fyrir að hámark bygggingarmagns á Vatnsendabletti 5A verði 300 m².
    Hámarkshæð nýbyggingar yrði 6,5 metrar og byggingarreitur 13x27m. Aðkoma yrði sameiginleg um lóð Vatnsendabletts 5 eftir núverandi heimkeyrslu. Einnig er lagt til að afmörkun lóðar og skipulagssvæðis ásamt legu reið- og göngustíga yrði uppfært í samræmi við gildandi mæliblað og núverandi legu stíga. Að öðru leiti verða skilmálar í gildandi deiliskipulagsáætlun óbreyttir.
    Á fundi skipulagsráðs 28. nóvember 2022 var afgreiðslu frestað.
    Nú lagt fram uppfært skriflegt erindi og kynningaruppdráttur dags. 12. desember 2022, samþykki lóðareiganda dags. 1. september 2022 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 13. desember 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 134 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 13.13 2212082 Kríunes. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Nexus arkitekta. dags. 1. desember 2022 fh. lóðarhafa Kríuness að breyttu deiliskipulagi; Vatnsendi - Milli vatns og vegar, samþykkt í bæjarstjórn 8. maí 2001 m.s.br. samþykktar í bæjarstjórn 23. september 2003, 28. júlí 2009, 22. september 2015 og 27. júní 2017.
    Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Fagraholti til norðurs, Elliðavatni til austurs og suðurs og landi Vatnsenda til vesturs og nær aðeins til leigulandsins Kríuness.
    Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri viðbyggingu hótelsins á neðri hæð hússins á suðurhluta lóðar. Að auki er gert ráð fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi hússins með því að breyta hluta núverandi húsnæðis hótelsins í íbúðarhúsnæði. Heildarfjöldi hótelherbergja og íbúða er óbreyttur. Hæð byggingarreits breytist ekki.
    Við breytinguna eykst fermetrafjöldi á lóð úr 2.875 m² í 3.370 m². Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður um 0.22.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 134 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 13.14 2212442 Urðarhvarf 10, breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Baldurs Ólafs Svavarssonar arkitekts dags. 6. desember 2022 fh. lóðarhafa Urðarhvarfs 10, tillaga að breyttu deiliskipulagi. Almennt er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsenda ? Athafnasvæði samþykkt í bæjarstjórn 25. september 2001 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 15. janúar 2002 með seinni breytingu sem birt var í B- deild Stjórnartíðinda 5. nóvember 2021 gerir ráð fyrir breyttum lóðamörkum og stækkar lóð í 5.915 m².
    Í tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Urðarhvarf 10 felst aukning á byggingarmagni á lóð úr 3.800 m² í 5.900 m² þar af um 2.200 m² í kjallara. Nýtingarhlutfall eykst úr 0.65 í 1.
    Ytri byggingarreitur breytist og færist til vesturs um 3 metra vegna stoðveggjar sem þegar hefur verið byggður á lóarmörkum Urðarhvarfs 8 og 10. Byggingarreitur kjallara stækkar til suðurs og verður hann að hluta til á tveimur hæðum. Gert verður ráð fyrir 134 stæðum á lóð þar af 34 stæðum í niðurgrafinni bílageymslu. Gert verður ráð fyrir 40 reiðhjólum á lóð og þar af verði helmingur hjóla í lokuðu rými í kjallara eða á lóð.
    Klæðning og byggingarefni verði umhverfisvottuð.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 134 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 13.17 2009744 Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Reitur 13.
    Lögð fram að nýju tillaga Atelier arkitekta að breytingu á deiliskipulaginu Kársneshöfn fyrir lóðirnar nr. 2-4 við Bakkabraut, 1-3 við Bryggjuvör og 77 og 79 við Þinghólsbraut. Í breytingunni felst að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og núverandi grjótgarðs og strönd til suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 150, á 2-4 hæðum þar sem 4. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð, auk 0.2 fyrir gestastæði og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 24.995 m² ofan- og neðanjarðar með nýtingarhlutfalli 1,81. A-rými ofanjarðar 18.810m². B-rými ofanjarðar 2.385m². A-rými neðanjarðar 1.980m². B-rými neðanjarðar - Bílakjallari - 3.800m². Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 30. mars 2022 og breytt 7. desember 2022. Tillögunni fylgir minnisblað um samgöngur frá VSÓ ráðgjöf dags. 17. febrúar 2021 og uppfært 7. desember 2022, minnisblað um umhverfisáhrif frá Mannviti uppfært 1. desember 2022, áhættumat vegna loftslagsbreytinga dags. 27. apríl 2022 og húsakönnun dags. 1. desember 2022 og uppfært 15. desember 2022.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. desember 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 134 Helga Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

    Fundarhlé hófst kl. 19:40
    Fundur hófst á ný kl. 19:44

    Tillögu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur um að afgreiðslu málsins sé frestað var hafnað með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Krinstinsdóttur.

    Fundarhlé hófst kl. 19:46
    Fundur hófst á ný kl. 19:54

    Bókun Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur:
    "Fyrir liggja upplýsingar um að vænta megi svars fyrir jól frá Innviðaráðuneytinu um niðurstöðu vegna málskots íbúa á Kársnesi til Skipulagsstofnunar um lögmæti við gerð deiliskipulags fyrir reit 13. Undirritaðar töldu eðlilegt að fresta málinu þar til svar liggur fyrir en þykir miður að fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi hafnað tillögu um frestun."

    Fundarhlé kl. 19:55
    Fundur hófst á ný kl. 20:11

    Bókun Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar:
    "Öll vinna málsins hefur verið afar vönduð, enda um mikilvæga ákvörðun að ræða. Skipulagsvinna á reit 13 á sér langan aðdraganda og ferill málsins liggur fyrir."

    Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Krinstinsdóttur.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

14.2212514 - Fundargerð 244. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 28.11.2022

Fundargerð 244. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 28.11.2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2212463 - Fundargerð 474. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 25.11.2022

Fundargerð 474. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 25.11.2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2212552 - Fundargerð 408. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 14.12.2022

Fundargerð 408. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 14.12.2022.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

17.2212504 - Fundargerð 548. fundar stjórnar SSH frá 12.12.2022

Fundargerð 548. fundar stjórnar SSH frá 12.12.2022.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2212597 - Fundargerð 916. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14.12.2022

Fundargerð 916. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14.12.2022.
Lagt fram.
Tillaga:
Lagt er til að bæjarráð felli niður reglulegan fund sinn þann 29. desember 2022.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:37.