Bæjarráð

2714. fundur 09. janúar 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1312016 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 23. desember

101. fundargerð í 7 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

2.1312006 - Íþróttaráð, 19. desember

30. fundargerð í 83 liðum.

Lagt fram.

3.1312015 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, 18. desember

24. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

4.1301027 - Stjórn Reykjanesfólkvangs, 16. desember

Fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

5.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 17. desember

329. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

 

Hjálmar Hjálmarsson óskaði eftir að greinargerð Capacent og umsögn fjármálastjóra aðildarsveitarfélaga Sorpu vegna gasgerðarstöðvar verði lagðar fram í bæjarráði. Auk þess verði lögð fram neyslukönnun sem unnin var fyrir Sorpu.

6.1401098 - Stjórn Sorpu bs., 6. janúar

330. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

7.1401114 - Eigendafundur Sorpu, 6. janúar

3. fundargerð.

Lagt fram.

8.1401107 - Stjórn SSH, 6. janúar

398. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

9.1310213 - Nýr samstarfssamningur um rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

Nýr undirritaður samstarfssamningur um rekstur skíðasvæða hbsv. lagður fram á stjórnarfundi SSH 6. janúar, sbr. lið 1 í fundargerð.

Lagt fram.

10.1303094 - Rammasamningur um sameiginlega bakvakt vegna barnaverndar

Undirritaður rammasamningur um sameiginlega bakvakt vegna barnaverndar á hbsv. lagður fram, sbr. lið 6 í fundargerð stjórnar SSH frá 6. janúar.

Lagt fram.

11.905315 - Guðmundarlundur. Leigusamningur.

Frá sviðsstjórum stjórnsýslu-, mennta- og umhverfissviðs, dags. 8. janúar, umsögn um erindi Skógræktarfélags Kópavogs, sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs þann 12. desember sl.

Lagt fram.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Óska eftir að sundurliðað kostnaðaryfirlit vegna byggingar Skógræktarfélagsins í Guðmundarlundi og afrit af samningum við byggingaraðila verði lagðar fyrir bæjarráð áður en nokkrar ákvarðanir verði teknar af hálfu bæjarins.

Guðríður Arnardóttir"

12.1401050 - Furugrund 83, íþróttahúsið Digranesi.Umsókn HK um tækifærisleyfi

Frá bæjarlögmanni, dags. 3. janúar, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogs frá 3. janúar, þar sem hann óskar eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Handknattleiksfélags Kópavogs (HK), kt. 630981-0269, um tímabundið tækifæris- og áfengisleyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og reglugerð nr. 585/2007, til að mega halda Árshátíð HK, fyrir 700 manns laugardaginn 25. janúar 2014 frá kl. 19:00 til 03:00, í íþróttahúsi HK Digranesvegi, að Skálaheiði 2, Kópavogi. Ábyrgðarmaður er: Birgir Bjarnason, kt. 180253-3359. Öryggisgæsluna annast: Upp og niður, kt. 590509-1320.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning sé í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími sé í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

13.1401178 - Bæjarlind 6, SPOT. Umsókn Nemendafélags MK um tækifærisleyfi. Beiðni um umsögn.

Frá bæjarlögmanni, dags. 7. janúar, lagt fram erindi sýslumannsins í Kópavogi, dags. 7. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Menntaskólans í Kópavogi (MK), Digranesvegi, Kópavogi, kt. 631173-0399, um tækifærisleyfi til að mega halda skóladansleik, fimmtudaginn 16. janúar 2014, frá kl. 22:00 - 1:00, á SPOT, að Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Helgi Kristjánsson, kt. 130461-2129. Öryggisgæsluna annast Go Security.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning sé í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími sé í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

14.1401230 - Samningur um endurskoðun

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 8. janúar, lagt til að bæjarstjóra verði veitt heimild til að ganga frá samningi við Deloitte um endurskoðun Kópavogsbæjar.

Bæjarráð samþykkir einróma tillögu um að bæjarstjóra verði heimilað að semja við Deloitte um endurskoðun Kópavogsbæjar.

15.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6. janúar, lagt fram erindi Skipulagsstofnunar frá 30. desember, þar sem tilkynnt er að ekki verði unnt að afgreiða Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 innan tilskilins frests, en það verði afgreitt svo fljótt sem unnt er og eigi síðar en 27. janúar 2014.

Lagt fram.

16.1201055 - Boðaþing þjónustumiðstöð. Samkomulag Kópavogsbæjar og Hrafnistu um rekstur og starfsemi í Þjónustumi

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, lagður fram viðauki við samkomulag um rekstur og starfsemi í þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar í Boðaþingi 9, þar sem liður a. í 5. gr. samningsins "Húsvörður" fellur niður frá og með 31. desember 2013.

Bæjarráð samþykkir viðaukann einróma.

17.1401119 - Tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs, 169. mál. Beiðni um umsögn.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 6. janúar, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs, 169. mál.

Lagt fram.

18.1401120 - Tillaga til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra, 202. mál. Beiðni um umsögn

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 6. janúar, óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra, 202. mál.

Lagt fram.

19.1302390 - Ytra mat á grunnskólum - þróunarverkefni. Álfhólsskóli valinn

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 7. janúar, eftirfylgni með úttekt á Álfhólsskóla.

Lagt fram.

20.1312427 - Beiðni um styrk til uppgræðslu í beitarhólfinu á Mosfellsheiði, milli Lyklafells og Hengils

Frá Landgræðslu ríkisins, dags. 19. desember, þakkað fyrir samstarf á undanförnum árum við uppgræðslu á landinu milli Hengils og Lyklafells og óskað eftir 200.000 kr. styrk til verkefnisins á árinu 2014.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

21.1312426 - Sótt um heimild til uppsetningar á símahúsi og mastri við Austurkór 79

Frá Vodafone, dags. 20. desember, óskað eftir heimild til uppsetningar á símahúsi og mastri á svæði sunnan við Austurkór 79.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

22.1312421 - Beiðni um styrk til starfsemi Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur, dags. 19. desember, óskað eftir styrk að upphæð 500.000 kr. til starfsemi félagsins og þakkað fyrir veittan styrk á síðasta ári.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

23.1312367 - Beiðni um afnot af íþróttahúsinu Digranesi án endurgjalds fyrir árshátíð NMK 10. apríl 2014

Frá Nemendafélagi MK, dags. 15. desember, óskað eftir heimild til afnota af íþróttahúsinu Digranesi án endurgjalds til að halda árshátíð þann 10. apríl nk.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

24.1401090 - Beiðni um styrk vegna áramótabrennu í þingunum

Frá íbúum í Frostaþingi, dags. 11. desember, óskað eftir að Kópavogsbær styrki Þingabrennuna sem nemur kostnaði við tryggingar og leyfisgjald, ca. 60.000 kr.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

25.1311106 - Fjármál stjórnmálasamtaka.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirrituð hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum um fjárreiður stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs. Kópavogsbær greiðir árlega upphæð til þeirra framboða sem er hugsuð til þess að styrkja lýðræðislegt innra starf flokkanna. Þegar liggur fyrir umsögn frá lögfræðingi Samband íslenskra sveitarfélaga sem segir ekkert því til fyrirstöðu að Kópavogsbær óski eftir upplýsingum um hvernig fjármunum skattgreiðenda er varið innan ramma stjórnmálastarfsemi í bænum.  Og því eðlileg krafa að framboðin sýni með skýrum hætti fram á að þeir fjármunir sem þeir þiggja úr bæjarsjóði séu nýttir til þess að efla stjórnmálastarf á lýðræðisgrunni lögum samkvæmt.

Ekkert hefur borið á svörum og leggur því undirrituð til að styrkur ársins 2014 verði ekki greiddur út til þeirra framboða sem enn trassa að skila lögbundnu yfirliti yfir frjárreiður sínar.

Guðríður Arnardóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 9:08. Fundi var fram haldið kl. 9:10.

Bæjarráð samþykkir tillöguna einróma.

26.1311106 - Fjármál stjórnmálasamtaka. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur

Guðríður Arnardóttir lagði að nýju fram eftirfarandi tillögu:

"Tillaga vegna fjármála stjórnmálaflokka

Lög um fjármál stjórnmálaflokka nr. 162/2006 skylda sveitarfélög með fleiri en 500 íbúa að veita stjórnmálasamtökum sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða í næstliðnum sveitarstjórnarkosningum árleg fjárframlög til starfsemi sinnar.

Forráðamönnum stjórnmálasamtaka ber að skila ársreikningum til Ríkisendurskoðunar fyrir 1. október ár hvert og þannig gera grein fyrir fjárreiðum sínum. Lögin skylda stjórnmálasamtök til að skila samstæðureikningi, þ.e. ársreikningi fyrir allar einingar sem undir þau falla.

Það er eðileg krafa að bæjarráð Kópavogs sem fer með fjármálastjórn sveitarfélagsins óski eftir upplýsingum um hvernig fjármunum skattgreiðenda í Kópavogi er varið með slíkum framlögum. Þess vegna felur bæjarráð Kópavogs bæjarritara að kalla eftir staðfestingu Ríkisendurskoðunar á skilum þeirra stjórmálaflokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs á núlíðandi kjörtímabili. Jafnframt skuli bæjarritari senda þeim sömu stjórnmálasamtökum í Kópavogi ósk um að staðfestir ársreikningar Kópavogsfélaga þeirra skuli lagðir fram í bæjarráði og þannig gera rækilega grein fyrir með hvaða hætti fjármunir Kópavogsbúa hafi verið nýttir í þágu lýðræðis eins og lög kveða á um.

Skuli óskað svara við eftirfarandi spurningum: Hversu reglulega hvert og eitt framboð í Kópavogi hafi haldið opna fundi á liðnu kjörtímabili, hvar slíkir fundir hafi verið haldnir og með hvaða hætti slíkir fundir hafi verið auglýstir meðal bæjarbúa.

Hér er gengið lengra en lög gera ráð fyrir í þeirri viðleitni að stjórnmálasamtök geri grein fyrir fjármunum sínum enda mun þeim verða í sjálfsvald sett hversu ítarlega er svarað.

Guðríður Arnardóttir"

Bæjarráð samþykkir tillöguna með fjórum samhljóða atkvæðum. Einn fulltrúi sat hjá.

27.1401256 - Framkvæmdir og losun á Kársnesi. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður óskar eftir skriflegri greinargerð um framkvæmdir og losun efnis á landfyllingu bryggjuhverfis norðanmegin á Kársnesi.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Fundi slitið - kl. 10:15.