Frá bæjarlögmanni, dags. 7. janúar, lagt fram erindi sýslumannsins í Kópavogi, dags. 7. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Menntaskólans í Kópavogi (MK), Digranesvegi, Kópavogi, kt. 631173-0399, um tækifærisleyfi til að mega halda skóladansleik, fimmtudaginn 16. janúar 2014, frá kl. 22:00 - 1:00, á SPOT, að Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Helgi Kristjánsson, kt. 130461-2129. Öryggisgæsluna annast Go Security.
Bæjarráð samþykkir einróma tillögu um að bæjarstjóra verði heimilað að semja við Deloitte um endurskoðun Kópavogsbæjar.