Bæjarráð

3118. fundur 09. febrúar 2023 kl. 08:15 - 10:10 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson, aðalmaður boðaði forföll og Björg Baldursdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá
Hjördís Ýr Johnson gegndi formennsku í fjarveru Orra V. Hlöðverssonar

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2302241 - Gatnagerð við gatnamót við Dalveg 30

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 06.02.2023, lögð fram beiðni um heimild bæjarráðs til að bjóða út gatnagerð við Dalveg 30.
Bæjarráð frestar erindinu.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:20
  • Alda Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 08:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2001228 - Sundlaug í Fossvogsdal

Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum 02.02.2023.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Bókun:
„Fjárfestingaáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2023 útheimtir mikið vinnuframlag en þar ber helst að nefna uppbyggingu Kársnesskóla og tveggja nýrra leikskóla, auk uppbyggingu íþróttamannvirkja. Ekki er rými til þess að bæta fleiri verkefnum inn á árið 2023 og er málinu því vísað til gerðar næstu fjárhagsáætlunar að svo stöddu.“

Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir


Ýmis erindi

3.2302141 - Hrauntunga 37. Aðstoð vegna bruna

Frá Gunnari Einarssyni, dags. 02.02.2023, lögð fram fyrirspurn varðandi niðurfellingu fasteignargjalda þegar brunatjón verður.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

4.2302252 - Erindi til sveitarstjórna vegna ágangs búfjár

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 03.02.2023, lagt fram erindi til sveitarstjórna vegna ágangs búfjár.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

5.2301011F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 95. fundur frá 01.02.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Mál nr. 3 í fundargerð ráðsins um erindi um mikilvægi þess að tryggja stöðu fólks með kynhlutlausa skráningu við umfjöllun um íþróttafólk ársins.

Bæjarráð tekur undir afgreiðslu ráðsins og vísar málinu til umfjöllunar í íþróttaráði.


Mál nr. 4 í fundargerð ráðsins um mikilvægi þess að tryggja jafna stöðu allra óháð kyni við umsóknir á vef bæjarins.

Bæjarráð tekur undir afgreiðslu ráðsins og vísar málinu til afgreiðslu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
  • 5.2 2301277 Jafnréttis- og mannréttindaráð - Kynjahlutfall í nefndum og ráðum Kópavogsbæjar
    Erindi frá Indriða Inga Stefánssyni varabæjarfulltrúa varðandi kynjahlutfall nefnda og ráða Kópavogsbæjar eftir sveitarstjórnarkosningar 2022. Niðurstaða Jafnréttis- og mannréttindaráð - 95 Jafnréttis- og mannréttindaráð vísar fyrirspurn Pírata um kynjahlutföll í nefndum og ráðum Kópavogsbæjar til bæjarráðs. Óskað er eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun bæjarráðs vegna nefnda þar sem reglur um kynjahlutföll eru ekki uppfylltar. Niðurstaða Lagt fram.

    Bókun:
    „Líkt og fram kom í svari bæjarstjóra á fundi bæjarstjórnar 13. desember s.l. var, samhliða kynjasjónarmiðum, horft til reynslu og þekkingar þeirra einstaklinga sem valdir voru til trúnaðarstarfa fyrir hönd meirihlutans. Ekki hefur orðið breyting á því sjónarmiði. Kynjahlutfall í nefndum og ráðum bæjarins er heilt yfir innan marka líkt og fram kemur í minnisblaði sem lagt var fyrir bæjarráð 8. desember s.l. sem svar við svipaðri fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Pírata.“

    Ásdís Kristjánsdóttir
    Hjördís Ýr Johnson
    Andri Steinn Hilmarsson
    Björg Baldursdóttir

    Bókun:
    "Í umræddu minnisblaði kemur fram að „samkvæmt 28.gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 skal við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga gæta að því að hlutfall kvenna og karla sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða [...] og samkvæmt skýrslu Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna árið 2021 á það við um hverja nefnd fyrir sig.“

    Ljóst er að umrædd kynjahlutföll eru ekki uppfyllt í þremur nefndum þar sem meirihlutinn skipaði alla fulltrúa sína af sama kyni."

    Sigurbjörg E. Egilsdóttir


    Bókun:
    "Undirrituð tekur undir bókun Sigurbjargar E. Egilsdóttur"
    Helga Jónsdóttir

Fundargerðir nefnda

6.2302002F - Menntaráð - 108. fundur frá 07.02.2023

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.2301014F - Skipulagsráð - 136. fundur frá 06.02.2023

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
  • 7.5 2112277 Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ, frá Fossvöllum að Hólmsá. Deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga verkfræðistofunar Eflu f.h. umhverfissviðs Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar að deliskipulagi Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ. Skipulagssvæðið er rúmir 67,3 ha að stærð, um 5,6 km að lengd og liggur frá Geithálsi vestan Hólmsár, í Mosfellsbæ, að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar, austan Lögbergsbrekku. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur með tveimur akreinum í hvora akstursstefnu. Gert er ráð fyrir vegamótum við Geirland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi. Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi. Uppdrættir og greinargerð dags. 30. júní 2022 í mkv 1:10000.
    Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 samþykkti skipulagsráð með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi yrði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Á fundi bæjarstjórnar 23. ágúst 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Kynningartíma lauk 14. október 2022, athugasemdir bárust.
    Á fundi skipulagsráðs 17. október 2022 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð, dags. 30. júní 2022 og uppfærð 2. febrúar 2023.
    Þá lögð fram sameiginleg umsögn Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar ásamt samantekt um málsmeðferð dags. í febrúar 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 136 Skipulagsráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi, dags. 30. júní 2022 og uppfærða tillögu, dags. 2. febrúar 2023 með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. í febrúar 2023 með fimm atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Helga Jónsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Bergljót Kristinsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 7.6 2201623 Bláfjöll. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum í Bláfjöllum
    Lagt fram erindi Hauks Einarssonar verkfræðistofunnar Mannvit f.h. Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 17. janúar 2023. Óskað er eftir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir borun á rannsóknarholum nr. 1 og 3 á Bláfjallasvæðinu. Á fundi skipulagsráðs 31. janúar 2022 var samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir fjórar rannsóknarborholur. Nú hefur í samráði við Umhverfisstofnun staðsetningu á holu 1 verið breytt. Veldur því að slóði að holunni verður um 1.100 metrar í stað 1.700 metrar áður og slóði fer ekki yfir viðkvæmt svæði í hrauni. Fyrir liggur samþykki Umhverfisstofnunar, staðfesting á starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits og staðfesting forsætisráðuneytis vegna framkvæmda í Þjóðlendu. Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur dags. 17. janúar 2023 ásamt eldri viðaukum. Niðurstaða Skipulagsráð - 136 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 7.10 2212438 Melgerði 21. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 9. desember 2022, þar sem umsókn
    Gunnlaugs Ó. Johnson arkitekts um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að stofa íbúðar á neðri hæð í suðvesturhorni hússins, verði stækkuð um 15.3 m². Auk þess verði byggðar svalir á efri hæð, austast á suðurhlið hússins. Byggingarmagn á lóðinni eykst úr 259,8 m² í 275,1 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,32 í 0,34.
    Meðfylgjandi: Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 19. október 2022.
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. desember 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breytingum á neðri og efri hæð hússins verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Melgerði 19, 23 og Vallargerði 20, 22 og 24.
    Kynnningartíma lauk 27. janúar 2023, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 136 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 7.11 22032545 Sæbólsbraut 34A, breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju umsókn lóðarhafa Sæbólsbraut 34A um breytingu á deiliskipulagi, skv. teikningum KJ Hönnun dags. 23. mars 2022. Óskað er eftir heimild til þess að byggja yfir svalir á austurhlið (16 m²), nýta rými undir palli efri hæðar á vesturhlið fyrir útigeymslu (17 m²), lagnarými á neðri hæð verði geymsla (40 m²) og bílgeymsla stækkuð (6 m²). Alls nýtanleg stækkun 79 m². Húsnæðið er 311,1 m² og verður því 390,1 m². Nýtingarhlutfall er 0,4, verði 0,5.
    Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 5. janúar 2022 í mkv. 1:100 og 1:50.
    Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skiplagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Sæbólsbrautar 32-40, 41, 43, 45, 47, 49, 51 og 53.
    Kynningartíma lauk 31. janúar 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 136 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

8.2302184 - Fundargerð 918. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.01.2023

Fundargerð 918. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.01.2023
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2302244 - Fundargerð 246. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 27.01.2023

Fundargerð 246. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 27.01.2023
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:10.