Bæjarráð

3129. fundur 11. maí 2023 kl. 08:15 - 10:35 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Hannes Steindórsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23041528 - Mánaðarskýrslur 2023

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lagðar fram mánaðarskýrslur fyrir janúar og febrúar 2023.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2305453 - Menntasvið-ráðning skólastjóra Snælandsskóla

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 05.05.2023, lögð fram tillaga og rökstuðningur vegna ráðningar í stöðu skólastjóra Snælandsskóla.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að ráða Brynjar Marinó Ólafsson í starf skólastjóra Snælandsskóla.

Gestir

  • Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar - mæting: 08:58

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2107265 - Tónahvarf 4. Umsókn og beiðni um viðræður um lóð

Frá bæjarlögmanni, dags. 09.05.2023, lagt fram erindi varðandi umsókn um lóðina Tónahvarf 4.
Orri V. Hlöðversson vék af fundi vegna vanhæfis kl. 9:23

Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur að hafna umsókn Teits Jónassonar ehf. um lóðina Tónahvarf 4.

Bókun:
"Undirrituð ítrekar tillögu sína frá því í bæjarráði frá des 2021 er varðar að Kópavogsbær setji sér reglur um úthlutun atvinnuhúsalóða og að meginreglan verði að allar lóðir verði a.m.k. auglýstar á heimasíðu Kópavogsbæjar."
Thedódóra S. Þorsteinsdóttir

Bókun:
"Undirrituð ítrekar tillögu sína frá 22. júní 2021 um að hefja vinnu við að semja reglur um úthlutun á byggingarrétti fyrir atvinnuhúsnæði. Það er lágmark að lóðir séu auglýstar á vef bæjarins svo öllum megi vera ljóst að þær séu lausar til umsóknar, annað vinnur gegn jafnræði og almannahagsmunum."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Bókun:
"Ég sit hjá vegna þess að ég tal málið vanbúið til ákvörðunar meðan engar almennar reglur liggja fyrir um úthlutun og auglýsingu atvinnuhúsalóða hjá Kópavogsbæ."
Helga Jónsdóttir

Bókun:
"Undirrituð telja mikilvægt að áður en til úthlutunar kemur sé lóðin auglýst."
Hjördís Ýr Johnson
Ásdís Kristjánsdóttir
Hannes Steinþórsson

Ýmis erindi

4.2305440 - Til umsagnar frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 05.05.2023, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf ogskipulagi, 1028. mál.
Orri V. Hlöðversson tók sæti á fundinum að nýju kl. 9:41.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

5.2305510 - Sveitarstjórnarviðburður í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 08.05.2023, lagt fram erindi þar sem vakin er athygli á sveitarstjórnarviðburði í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík þann 15. maí.
Lagt fram.

Ýmis erindi

6.2305409 - Skipulag skógræktar - ábyrgð sveitarstjórna

Frá Vinum íslenskrar náttúru, dags. 04.05.2023, lagt fram erindi varðandi skipulag skógræktar og ábyrgð sveitastjórna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundargerðir nefnda

7.2305153 - Fundargerð 6. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna frá 13.03.2023

Fundargerð 6. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna frá 13.03.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2305461 - Fundargerð 105. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 03.04.2023

Fundargerð 105. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 03.04.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2305462 - Fundargerð 106. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 24.04.2023

Fundargerð 106. fundar stjórnar frá 24.04.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2305357 - Fundargerð 479. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 11.04.2023

Fundargerð 479. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 11.04.2023.
Lagt fram.

Bæjarráð vísar skýrslu starfshóps um staðarval fyrir endurvinnslustöðvar til kynningar í skipulagsráði.

Bókun:
"Bæjarráð Kópavogsbæjar beinir því til stjórnar Sorpu bs. að fundargerðir skili sér til Kópavogsbæjar án tafa að afstöðnum fundi."

Fundargerðir nefnda

11.2305345 - Fundargerð 13. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnanes frá 02.05.2023

Fundargerð 13. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnanes frá 02.05.2023
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2305401 - Fundargerð 116. fundar stjórnar svæðisskipulagsnefndar frá 28.04.2023

Fundargerð 116. fundar stjórnar svæðisskipulagsnefndar frá 28.04.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2305350 - Fundargerð 925. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.04.2023

Fundargerð 925. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.04.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2305002F - Velferðarráð - 119. fundur frá 08.05.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar vegna ársins 2024.
  • 14.1 2305419 Starfshópur um vistheimili barnaverndar
    Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um stofnun sameiginlegs vistheimilis Barnaverndarþjónustu Kópavogs og Hafnarfjarðar ásamt minnisblaði verkefnastjóra velferðarsviðs dags. 4.5.2023. Niðurstaða Velferðarráð - 119 Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna og skýrslu starfshóps. Skýrslunni er vísað til bæjarráðs til afgreiðslu. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa skýrslunni til gerðar fjárhagsáætlunar 2024.

Gestir

  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.2305862 - Fyrirspurn varðandi hvort fyrirhugaðar séu fleiri úttektir á sviðum í rekstri Kópavogsbæjar.

Frá bæjarfulltrúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, lögð fram eftirfarandi fyrirspurn;

"Eru fyrirhugaðar úttektir á fleiri sviðum í rekstri Kópavogsbæjar, sbr. úttekt KPMG á menningarstofnunum bæjarins? Óska eftir að samningar séu lagðir fram, séu þeir til staðar."
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa fyrirspurninni til bæjarstjóra og bæjarritara.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.2305921 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur um biðlista eftir leikskólavist

Frá bæjarfulltrúa Samfylkingar, lögð fram eftirfarandi fyrirspurn varðandi leikskólavist í Kópavogi;

Undirrituð óskar eftir upplýsingum um eftirfarandi:

1. Fjölda barna á biðlista eftir leikskólavist í Kópavogi, þ.e. fjöldi barna, aldur þeirra og uppskiptingu á því í hvaða hverfum börn á biðlista búa.

2. Staða húsnæðismála í leikskólum í Kópavogi.

Bergljót Kristinsdóttir.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 10:35.