Bæjarráð

3131. fundur 01. júní 2023 kl. 08:15 - 12:08 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23032023 - Samræmd móttaka flóttafólks

Minnisblað sviðsstjóra velferðarsviðs dags. 14.5.2023 með tillögu að samræmdri móttöku flóttafólks í Kópavogi, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lagt fram til afgreiðslu.

Niðurstaða Velferðarráð - 120

Fundarhlé hófst kl. 17:39, fundi var framhaldið kl. 17:49.

Bókun:

Undirrituð fagna því að loksins verði gengið til samninga um samræmda móttöku flóttafólks í Kópavogi en lýsa yfir vonbrigðum með að einungis sé gert ráð fyrir að taka á móti 81-101 einstaklingi. Þá er ekki vitað hversu stór hluti kvótans verður fylltur með fólki sem þegar hefur sest hér að, svo að endanlegur fjöldi fólks sem getur bæst við er óljós. Þess má geta að Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt að taka á móti allt að 450 manns, Reykjavíkurborg 1500 manns og Garðabær 180 manns í samræmdri móttöku flóttafólks.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Bergljót Kristinsdóttir

Einar Örn Þorvarðarson

Fundarhlé hófst kl. 17:50, fundi var framhaldið kl. 17:57.

Bókun:

Undirrituð fagna því að Kópavogsbær gangi til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks, mikilvægt er að vel sé að móttöku staðið en ljóst er að framlög sem fylgt hafa samningum um samræmda móttöku duga ekki fyrir útlögðum kostnaði. Sveitarfélög hafa m.a. bent á að raunkostnaður vegna skólagöngu flóttabarna er hærri en framlög.

Undirrituð telja æskilegt að stuðningur mennta- og barnamálaráðuneytisins við skólaþjónustu sveitarfélaga sé hluti af samningi um samræmda móttöku flóttafólks til að tryggja betur fjármögnun sérhæfðrar þjónustu leik- og grunnskóla til flóttabarna.

Björg Baldursdóttir

Hjördís Ýr Johnson

Hólmfríður Hilmarsdóttir

Páll Marís Pálsson

Rúnar Ívarsson

Velferðarráð vísar tillögu um samræmda móttöku flóttafólks til afgreiðslu bæjarráðs.
Fundarhlé hófst kl. 9:13, fundi fram haldið kl. 9:21

Bæjarráð samþykkir með þrem atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að vísa tillögu um samræmda móttöku flóttafólks til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bókun:
"Undirrituð tekur undir bókun Sigurbjargar, Bergljótar og Einars úr velferðarráði."
Helga Jónsdóttir

Bókun:
"Undirrituð fagna því að Kópavogsbær gangi til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks, mikilvægt er að vel sé að móttöku staðið en ljóst er að framlög sem fylgt hafa samningum um samræmda móttöku duga ekki fyrir útlögðum kostnaði.
Með þessum samningi sýnir Kópavogsbær ábyrgð en mikilvægt er að innviðir standi undir þeim fjölda sem um er samið. Mikill skortur er í dag á leiguhúsnæði hjá Kópavogsbæ og viðbúið er að það verður vandkvæðum bundið að tryggja fólki húsnæði innan tímamarka samningsins ef horft er til stöðunnar á húsnæðismarkaði.

Þá er rétt að benda á að sveitarfélög hafa m.a. bent á að raunkostnaður vegna skólagöngu flóttabarna er hærri en framlög. Undirrituð telja æskilegt að stuðningur mennta- og barnamálaráðuneytisins við skólaþjónustu sveitarfélaga sé hluti af samningi um samræmda móttöku flóttafólks til að tryggja betur fjármögnun sérhæfðrar þjónustu leik- og grunnskóla til flóttabarna."
Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Andri S. Hilmarsson
Elisabet B. Sveinsdóttir.

Bókun:
"Móttaka flóttafólks er samfélagsleg ábyrgð Kópavogsbæjar rétt eins og annarra sveitarfélaga. Þessir nýju íbúar auðga mannlífið, efnahags- og atvinnulíf. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu glíma við húsnæðisvanda en bjóða engu að síður miklu fleira fólk velkomið. Kópavogsbær hefur árum saman verið langt undir viðmiðum menntamálastofnunar um framlög til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Framganga Kópavogsbæjar í þessu máli er til skammar."
Bergljót Kristinsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir.

Gestir

  • Atli Sturluson skrifstofustjóri - mæting: 08:15
  • Rannveig María Þorsteinsdóttir skrifstofustjóri - mæting: 08:15
  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23051842 - Beiðni bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur um upplýsingar og gögn varðandi byggingu Kársnesskóla

Frá Jóhannesi Karli Sveinssyni, lögmanni Kópavogsbæjar dags. 30.05.2023, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur um upplýsingar og gögn varðandi byggingu Kársnesskóla. Einnig lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags.

30.05.2023.
Lagt fram.

Gestir

  • Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður - mæting: 09:23
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:23
  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 09:23

Ýmis erindi

3.23052164 - Forgangs- og vaktlistaefnamælingar í Kópavogslæk - svar við fyrirspurn

Á fundi bæjarráðs 25.05 óskaði bæjarráð eftir minnisblaði frá sviðsstjóra umhverfissviðs um stöðu málsins vegna Kópavogslækjar og viðbragða bæjarins.
Lagt fram.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:03

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2008519 - Ósk um aðkomu Kópavogsbæjar að húsnæðismálum HSSK

Dags. 25.05.2023: lögð fram drög að samkomulagi milli Hjálparsveitar skáta í Kópavogi og Kópavogsbæjar og óskað eftir heimild bæjarstjóra til undirritunar.

Fundarhlé hófst kl. 10:21, fundi fram haldið kl. 10:30.

Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Bókun:

"Því er beint til bæjarstjóra að áður en umræða og afgreiðsla málsins fer fram í bæjarstjórn liggi eftirfarandi nauðsynlegar upplýsingar fyrir:

1. Hvenær lóðaleigusamningar við HSSK renna út. Hvernig áformað er að ráðstafa þeim lóðarréttindum, sem bærinn hyggst leysa til sín?

2. Heildarkostnað Kópavogsbæjar þ.m.t. áætlaðan kostnað af lántöku miðað við þau lánakjör sem nú bjóðast á markaði. Hvaða áhrif væntanleg lántaka hefur á skuldaviðmið og fjármögnun grunninnviða og uppbyggingu þjónustustofnana Kópvogsbæjar.

3. Hvort kolefnisáhrif niðurrifs steinbygginga á lóðinni hafi verið metin. Ef svo er ekki, hvenær á að meta þau og setja fram áætlun um hvernig lágmarka megi neikvæð loftslagsáhrif."

Frá bæjarlögmannni, dags. 30.05.2023, lagt fram svar við ofangreindri fyrirpurn.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur að veita bæjarstjóra heimild til undirritunar samkomulags milli Hálparsveitar skáta í Kópavogi og Kópavogsbæjar.

Fundarhlé hófst kl. 10:30, fundi fram haldið kl. 11:03.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:18
  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 10:18

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2210956 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2023-2026

Auður Kolbrá Birgisdóttir, jafnréttisráðgjafi Kópavogsbæjar kynnir drög að jafnréttis og mannréttindastefnu Kópavogsbæjar. Óskað eftir umsögn frá bæjarráði.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2304678 - Úthlutun lóðar. Tónahvarf 8.

Frá bæjarlögmanni, dags. 22.05.2023, lögð fram tillaga að úthlutun lóðar til HSSK.

25.05.2023: Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.23052082 - Urðarhvarf 4, Aegina. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags 30.05.2023, lögð fram umsögn um umsókn Aegina ehf. um rekstrarleyfi fyrir gististað.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.23051691 - Austurkór 34. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 30.05.2023, lögð fram umsögn um beiðni um heimild til veðsetningar lóðarinnar Austurkór 4.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild til að veðsetja lóðina Austurkór 34 fyrir tryggingarbréfi að fjárhæð kr. 75.000.000,- útgefnu af Fjarðarseli ehf.

Ýmis erindi

9.23051822 - Ályktun um greiðar, vistvænar og öruggar samgöngur milli höfuðborgarsvæðis og Suðurnesja

Frá SSH, dags. 12.05.2023, lögð fram áyktun um greiðar, vistvænar og öruggar samgöngur milli höfuðborgarsvæðis og Suðurnesja.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2305019F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 368. fundur frá 26.05.2023

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2304021F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 100. fundur frá 24.05.2023

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2305014F - Íþróttaráð - 132. fundur frá 25.05.2023

Fundargerð í 23. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2305016F - Lista- og menningarráð - 154. fundur frá 24.05.2023

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Bókun:
"Í þeim fjölda ályktana sem lista- og menningarráði hafa borist frá heildarsamtökum og stjórnum menningarstofnana og menningarlífs á Íslandi er lýst áhyggjum og fordæmingu á vinnubrögðum og þekkingarleysi við endurskipulagningu menningarstofnana í Kópavogi. Þeir sem faglega þekkingu hafa harma áhrif ákvarðana bæjarstjóra og meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna á menningarlíf Kópavogs, sem byggst hefur upp og styrkst á mörgum árum. Svör meirihlutans eru að verið sé að forgangsráða fjármunum og nýta þá betur. Þeirri spurningu er beint til bæjarstjóra hvort það sé góð nýting fjármunum að segja upp sérfræðingum Náttúrufræðistofu og kalla ekki eftir vinnuframlagi þeirra á uppsagnarfresti. Hvort fyrir liggi hversu miklar sértekjur tapist þegar þekking þessara sérfræðinga verður ekki lengur seld út og hversu miklir styrkir tapist þegar starfsemin verður ekki lengur styrkhæf. Engin fjárhagsleg rök um hagkvæmni hafa verið leidd fram í þessu máli. Minnihlutinn lagði til að þessu máli yrði vísað til gerðar stefnumiðaðrar fjárhagsáætlunar þar sem þessi sjónarmið yrðu greind og könnuð samhliða hugmyndum um breyttar áherslur í rekstri menningarstofnananna. Við áteljum að ekki hafi verið tekinn nauðsynlegur tími til vandaðra vinnubragða, við áteljum framgöngu gagnvart starfsfólki sem skilað hefur Kópavogsbæ verðmætu framlagi í áranna rás og við fordæmum að engin greining hafi farið fram á fjárhagslegum áhrifum þess sem gert er."

Helga Jónsddóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir

Fundarhlé hófst kl. 11:29, fundi fram haldið kl. 11:44.

Bókun:
"Líkt og komið hefur ítrekað fram eru áherslubreytingar meirihlutans í menningarmálanum í Kópavogi ekki niðurskurðaraðgerðir heldur til þess fallnar að efla starfsemi menningarhúsanna. Með þessu er verið að forgangsraða fjármunum og nýta þá betur með það að markmiði að efla starfsemina í takt við nýja tíma. Ályktanirnar sem hér eru nefndar byggja ekki allar á endanlegum breytingartillögum sem samþykktar voru, heldur horft til skýrslu KPMG."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Elísabet Sveinsdóttir


Fundargerðir nefnda

14.2305020F - Ungmennaráð - 40. fundur frá 23.05.2023

Fundargerð í einum lið frá fundi ungmennaráðs og bæjarstjórnar þar sem lagðar voru fram sex tillögur af Barnaþingi Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa tillögum ungmennaráðs í farveg viðeigandi sviða bæjarins.
  • 14.1 2301344 Ungmennaráð-Barna- og ungmennaþing 2023
    Tillögur ungmenna- og barnaþings kynntar fyrir Bæjarstjórn Kópavogs. Niðurstaða Ungmennaráð - 40 Ungmennaráð Kópavogs kynnti fjórar tillögur fyrir Bæjarstjórn Kópavogs, jafnframt kynntu barnaþingmenn 6 tillögur af Barnaþingi Kópavogs. Bæjarfulltrúar tóku vel í tillögur ungmennaráðs og barnaþingmanna. Stefnt er að fundi aftur í haust til að ræða áfram þær tillögur sem börnin kynntu. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til tillögugerðar. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um afdrif tillagna síðasta árs.

Fundargerðir nefnda

15.23051984 - Fundargerð 558. fundar stjórnar SSH frá 22.05.2023

Fundargerð 558. fundar stjórnar SSH frá 22.05.2023.
Lagt fram.

Andri S. Hilmarsson vék af fundi kl. 11:45.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.23052150 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi stöðu framkvæmda á lóð leikskólans Baugi

Frá bæjarfulltrúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, lögð fram fyrirspurn varðandi stöðu framkvæmda á lóð leikskólans Baugi.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 12:08.