Bæjarráð

2757. fundur 08. janúar 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir
  • Hjördís Ýr Johnson
  • Pétur Hrafn Sigurðsson
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Sigurjón Jónsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1406362 - Fyrirspurn vegna afhendingar meðmælalista framboða til sveitarstjórnarkosninga 2014

Frá Persónuvernd, dags. 18. desember, alit varðandi fyrirspurn vegna afhendingar meðmælalista framboða til sveitarstjórnarkosningar 2014. Lögð fram umsögn bæjarlögmanns, dags. 6. janúar.
Bæjarráð beinir því til innanríkisráðuneytisins að endurskoðun leiðbeininga í samræmi við álit Persónuverndar verði flýtt, þar sem stutt er til næstu kosninga. Búast megi við að væntanlegir frambjóðendur séu þegar farnir að hyggja að framboði sínu.

2.1410350 - Lóðagjöld, endurskoðun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. október, tillaga að breytingu á yfirtökugjöldum við úthlutun lóða. Málinu var frestað í bæjarráði 23. október.
Bæjarráð samþykkir samhljóða breytingu á verði byggingarréttar.

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

3.1410366 - Glaðheimar, úthlutun lóða.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 29. desember, óskað heimildar til að auglýsa lóðir undir fjölbýlishús á Glaðheimasvæði. Breyting á tillögu.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.1501101 - Glaðheimar, viðmið fjárhagslegra skilyrða.

Bréf sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6. janúar, varðandi viðmið fjárhagslegra skilyrða við úthlutun lóða.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.1501072 - Vallakór 6. Ósk um heimild til framsals

Erindi SS Hús ehf, óskar eftir heimild til að framselja lóðina Vallakór 6, til LFC Invest ehf.
Karen Halldórsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framsal lóðarinnar Vallakór 6 til LFC Invest ehf. með fjórum atkvæðum og einni hjásetu.

6.1412374 - Krafa um breytt lögsögumörk Reykjavíkurborgar. Stefna á hendur Kópavogsbæ

Lögð fram stefna Reykjavíkurborgar á hendur Kópavogsbæ þar sem krafist er breyttra lögsögumarka.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns.

7.1501001 - Félagsmálaráð, 5. janúar

1383. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

8.1501190 - Hverfaráð - Fyrirspurn frá Pétri Hrafni Sigurðssyni.

Undirritaður óskar eftir upplýsingum um skipan hverfaráða og fundargerðir þeirra.

Fundi slitið.