Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.23041528 - Mánaðarskýrslur 2023
Deildarstjóri hagdeildar fer yfir mánaðarskýrslur fyrir tímabilið janúar - júní 2023.
Gestir
- Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.23042054 - Staða uppbyggingar nýs Kársnesskóla
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, lagt fram uppfært skipurit um verkið uppbygging nýs Kársnesskóla. Einnig lagt fram minnisblað lögmanns dags. 04.09.2023 ásamt mánaðarskýrslu fyrir ágúst.
Gestir
- Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður - mæting: 09:20
- Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:20
- Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur - mæting: 09:20
- Ármann Halldórsson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 09:20
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.2309454 - Starfshópur - heildarsýn fyrir Kópavogsdal
Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að erindisbréfi starfshópsins.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.2305336 - Álfhólsvegur 70. Kæra nr. 542023 vegna ákvörðunar byggingafulltrúa
Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála í kærumáli nr. 54/2023.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.23082065 - Engihjalli 8. Umsagnarbeiðni um geymslustað ökutækja
Frá lögfræðideild, dags. 05.09.2023, lögð fram umsögn um staðsetningu ökutækaleigu að Engihjalla 8.
Ýmis erindi
6.2309474 - Beiðni um styrk fyrir rekstur Stígamóta 2024
Frá Stígamótum, dags. 30.08.2023, lögð fram umsókn um styrk.
Ýmis erindi
7.23082902 - Styrkbeiðni Bjarkarhlíð fyrir árið 2023
Frá Bjarkarhlíð, dags. 29.08.2023, lögð fram umsókn um styrk.
Ýmis erindi
8.2309049 - Framlag vegna barna með fjölþættan vanda og-eða miklar þroska- og geðraskanir og eru vistuð utan heimilis 2023
Frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, dags. 01.09.2023, lagt fram erindi varðandi áform um að veita framlag úr ríkissjóði til að standa straum af hluta kostnaðar sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska- og geðraskanir sem vistuð hafa verið utan heimilis árið 2023 á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þann 16. júní 2022 skipaði mennta- og barnamálaráðherra stýrihóp um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda sem hafði það hlutverk að kortleggja og greina þjónustuþörf þessa hóps og endurskoða fyrirkomulag úrræða og þjónustu í þessum málaflokki, með réttindi barna og aðgengi þeirra að fullnægjandi þjónustu að leiðarljósi. Einnig átti stýrihópurinn að leggja til verka- og kostnaðarskiptingu vegna þeirrar þjónustu á milli sveitarfélaga og ríkisins. Stýrihópurinn skilaði formlega skýrslu sinni til ráðherra nú í ágúst.
Ýmis erindi
9.23083004 - Óskað eftir samræðum um byggingu sjálfstæðra eignaríbúða fyrir aldraða
Frá Samtökum aldraðra, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir samræðum um byggingu sjálfstæðra eingaíbúða fyrir aldraða.
Fundargerðir nefnda
10.2308010F - Lista- og menningarráð - 156. fundur frá 05.09.2023
Fundargerðir nefnda
11.2309001F - Menntaráð - 117. fundur frá 05.09.2023
Fundargerð í fjórum liðum.
Fundargerðir nefnda
12.2308012F - Íþróttaráð - 134. fundur frá 30.08.2023
Fundargerð í tíu liðum.
12.1
23052191
Merkingar á íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar
Niðurstaða Íþróttaráð - 134
Íþróttaráð lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem fram hefur farið varðandi merkingar og auglýsingar á íþróttamannvirkjum bæjarins. Með þessu er verið að skapa heildstæða umgjörð um merkingar og auglýsingamál íþróttamannvirkja og skapa félögunum aukna tekjumöguleika.
Íþróttaráð samþykkir því tillögurnar með fyrirvara um þær breytingar sem fram komu á fundinum.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa drögum að reglum um auglýsingar í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.
Fundargerðir nefnda
13.2308005F - Skipulagsráð - 148. fundur frá 04.09.2023
Fundargerð í 12 liðum.
13.2
23083060
Leikskóli við Skólatröð. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 148
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
13.3
23062242
Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 148
Tillaga Kristins Dags Gissurarsonar að afgreiðslu málsins:
Skipulagsráð lítur jákvætt á framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Skipulagsdeildinni falið að vinna að endanlegri útfærslu.
Skipulagsráð hafnar tillögu Kristins Dags Gissurarsonar með þremur atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur gegn atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar.
Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu tillögunnar.
Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu að breyttu deiliskipulagi dags. 29. júní 2023 með þremur atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur gegn atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Bókun:
„Framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi, dags. 29. júní 2023, er í meginatriðum sambærileg fyrri tillögu, dags. 11. janúar 2022, sem hafnað var í skipulagsráði 17. apríl 2023. Þó svo að í ofangreindri tillögu sé óskað eftir færri íbúðum en áður er ennþá verið að leggja til aukið byggingarmagn og hækkun húsa. Tillagan gengur jafnframt gegn fyrri ákvörðun skipulagsráðs, dags. 4. desember 2017, sem byggði á víðtæku samráði við hagsmunaaðila. Íbúar eiga að geta treyst því að ekki sé ráðist í breytingar á skipulagi nema veigamiklar ástæður eða skipulagsrök standi til þess, sbr. markmið skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati skipulagsráðs ber sú tillaga sem nú er lögð fyrir ekki slíkar efnislegar breytingar að veigamiklar ástæður né málefnaleg sjónarmið séu til staðar sem kalli á breytingar á gildandi deiliskipulagi."
Hjördís Ýr Johnson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.
Bókun:
"Það er ótrúlegt að enn á ný skuli „meirihluti" skipulagsráðs leggjast gegn breytingu á deiliskipulagi Nónhæðar. Breytingarnar eru skynsamlegar og að öllu leyti í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs. Þar fyrir utan hafa breytingarnar engin áhrif á aðliggjandi byggð. Skylt og rétt er að taka fram að breytingar þessar eru í fullu samræmi við markmið skipulagslaga nr. 123/2010. Hvernig „meirihluti" skipulagsráðs getur notað þessi sömu lög til að réttlæta ákvörðun sína er undirrituðum hulin ráðgáta."
Kristinn Dagur Gissurarson.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
13.8
2304668
Vallakór 4. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 148
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi dags. 4. apríl 2023 með áorðnum breytingum dags. 31. ágúst 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
13.9
23061397
Fornahvarf 10. Breytt deiliskipulag
Niðurstaða Skipulagsráð - 148
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi dags. 26. júní 2023 með áorðnum breytingum dags. 30. ágúst 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
13.10
23061946
Borgarholtsbraut 34. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 148
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
13.11
23052116
Fífuhvammur 45. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 148
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
14.2309187 - Fundargerð 373. fundar stjórnar Strætó frá 25.08.2023
Fundargerð 373. fundar stjórnar Strætó frá 25.08.2023.
Erindi frá bæjarfulltrúum
15.2309455 - Tillaga bæjarfulltrúa Viðreisnar, Pírata, Vinum Kópavogs og Samfylkingar um sameiginlegt tilraunaverkefni um rekstur næturstrætó
Lögð fram tillaga Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar um sameiginlegt tilraunaverkefni um rekstur næturstrætó.
Erindi frá bæjarfulltrúum
16.2309771 - Tillaga bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttir og Bergljótar Kristinsdóttur um stofnun starfshóps til að hafa eftirlit með innleiðingu breytinga á þjónustu leikskóla
Mál tekið inn með afbrigðum.
Fundi slitið - kl. 12:07.