Bæjarráð

3147. fundur 19. október 2023 kl. 08:20 - 10:18 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Orri Vignir Hlöðversson formaður
 • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
 • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
 • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23042054 - Staða uppbyggingar nýs Kársnesskóla

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, lögð fram mánaðarskýrsla fyrir september.
Lagt fram og rætt.

Gestir

 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur - mæting: 08:15
 • Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður - mæting: 08:15
 • Ásthildur Helgadóttir sviðstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15
 • Ármann Halldórsson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.23092061 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum minnihluta um stöðu Héraðsskjalasafns Kópavogs

Frá bæjarstjóra, dags. 17.10.2023, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa minnihluta um stöðu Héraðsskjalasafns Kópavogs.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.23101222 - Spretthópur - rýni mötuneyta

Frá bæjarstjóra, dags. 17.10.2023, lögð fram tillaga um að setja af stað hóp sem ætlað er að rýna mötuneyti velferðar- og menntasviðs.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Hópinn skipa eftirtaldir:
Orri V. Hlöðversson frá meirihluta bæjarstjórnar
Sigurbjörg E. Egilsdóttir, frá minnihluta bæjarstjórnar
Alda Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri innkaupadeildar
Sindri Sveinsson, rekstarstjóri menntasviðs
Atli Sturluson, rekstrarstjóri velferðarsviðs

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.23091839 - Bæjarlind 1-3, Bold hársnyrtistofa, Steinbær 23. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, lögð fram umsögn um rekstrarleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar

Ýmis erindi

5.23101034 - Fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2024-2028

Frá SHS. dags. 12.10.2023, lögð fram fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2024-2028.
Bæjarráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun með fimm atkvæðum og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar.

Ýmis erindi

6.2110361 - Beiðni um endurkaup á íbúðum Sunnuhlíðar

Frá stjórn Sunnuhlíðarsataka, dags. 30.09.2023, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að flýta afhendingu á endurkeyptum íbúðum Sunnuhlíðar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra fjármálasviðs.

Ýmis erindi

7.2310857 - Til umsagnar frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, 238. mál.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, 238. mál.
Bæjarráð samþykkir með fimm atvæðum að vísa málinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

8.2310970 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun, 315. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024- 2028, 315. mál.
Bæjarráð samþykkir með fimm atvæðum að vísa málinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Ýmis erindi

9.23101175 - Tilkynning um ágóðahlutagreiðslu 2023

Frá EBÍ, dags. 13.10.2023, lagt fram erindi um ágóðahlutagreiðslu 2023.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Ýmis erindi

10.23101177 - Bréf frá Eftirlitsnefnd vegna ársreiknings 2022

Frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 13.10.2023, lagt fram bréf til afgreiðslu sveitarfélagsins.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2310010F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 378. fundur frá 13.10.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

12.2310002F - Skipulagsráð - 151. fundur frá 16.10.2023

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
 • 12.5 23091454 Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram uppfærð umsókn Former arkitekta dags. 11. október 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 13 við Dalsmára um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um 10m frá núverandi lóðamörkum í austur, alls um 660 m² ásamt tillögu að viðbyggingu við núverandi hús á lóðinni alls um 1.800 m² að flatarmáli. Í uppfærðri umsókn er sótt um heimild fyrir veitingastað í flokki 2 í núverandi húsnæði á lóðinni.
  Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:500 dags. 12. október 2023.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 151 Hákon Gunnarsson ber upp tillögu um að afgreiðslu málsins verði frestað.

  Skipulagsráð hafnar tillögu að frestun með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Theódóru S. Þorsteinsdóttur gegn atkvæði Hákonar Gunnarssonar.
  Sveinn Gíslason og Kolbeinn Reginsson sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar.

  Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Kolbeins Reginssonar gegn atkvæði Hákonar Gunnarssonar.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Bókun:
  „Í erindi Tennishallarinnar um stækkun lóðar í Kópavogsdal og breytt deiliskipulag er verið að óska eftir stækkun innan landnotkunarsvæðis sem er samkvæmt Aðalskipulagi Kópavogsbæjar 2019-2040 skilgreint sem íþróttasvæði ÍÞ-4.
  Á fundi bæjarráðs þann 28. september var skipaður starfshópur um skipulag Kópavogsdalsins og er íþróttasvæði ÍÞ-4 hluti af því svæði. Skipulag á íþróttasvæðinu ÍÞ-4 í Kópavogsdal hlýtur því að vera hluti af viðfangsefni þess sem starfshópurinn á að móta. Það getur ekki talist góð stjórnsýsla um skipulag Kópavogsdals að breyta um deiliskipulag á svæðinu á meðan starfshópurinn vinnur sitt verk og hefur ekki skilað af sér niðurstöðu.“
  Hákon Gunnarsson

  Bókun:
  „Hinn 6. mars 2023 tóku allir nefndarmenn skipulagsráðs jákvætt í fyrirspurn Tennishallarinnar um viðbyggingu fyrir sex padelvelli á lóð Tennishallarinnar, þar sem nú eru bílastæði. Það er mikilvægt að málið skoðist í því ljósi enda komu hugmyndir um skipan starfshóps um skipulag Kópavogsdals í framhaldi af þeirri afgreiðslu skipulagsráðs, bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Nýjum tillögum um afnot af bæjarlandi í Kópavogsdal hefur verið slegið á frest eða hafnað, sbr. hugmyndum um hjólabrettaskál við Smárahvammsvöll, á þeim forsendum að bíða með ráðstafanir lands á svæðinu þar til niðurstaða liggur fyrir hjá starfshópnum. Önnur sjónarmið gilda um stækkun Tennishallarinnar að mati undirritaðra þar sem sú vinna var löngu hafin áður en tillaga um stofnun starfshópsins lá fyrir.“
  Andri Steinn Hilmarsson, Hjördís Ýr Johnson, Kristinn D. Gissurarson, Sveinn Gíslason og Theódóra S. Þorsteinsdóttir.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
 • 12.6 23092612 Tónahvarf 12. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram umsókn Gunnars Sigurðssonar arkitekts dags. 25. september 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Tónahvarf um breytt deiliskipulag. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um 30 m til suðurs fyrir bílastæði og athafnasvæði, alls 2.100 m². Stærð lóðarinnar breytist úr 5.287 m² í 7.387 m². Byggingarmagn á lóðinni helst óbreytt. Nýtingarhlutfall lóðarinnar eykst úr 0,77 í 0,55.
  Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 22. september 2023.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 151 Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn um breytingu á deiliskipulagi.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
 • 12.12 23092999 Lækjarhjalli 42. Umsókn um lóðarstækkun.
  Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 42 við Lækjarhjalla dags. 28. september 2023 um stækkun lóðarinnar til vesturs og uppsetningu veggjar með girðingu á lóðarmörkum. Niðurstaða Skipulagsráð - 151 Skipulagsráð hafnar framlagði umsókn.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
 • 12.13 2310810 Geirland 1. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
  Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 30. september 2023 þar sem umsókn Kristjáns Bjarnasonar byggingarverkfræðings dags. 2. september 2023 um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1 við Geirland er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um að staðsetja 27,7 m² smáhýsi á lóðinni.
  Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 2. september 2023.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 151 Skipulagsráð hafnar erindinu með 6 atkvæðum.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Kolbeinn Reginsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
 • 12.15 23041422 Þinghólsbraut 56. Kynning á byggingarleyfisumsókn
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 14. apríl 2023 þar sem byggingarleyfisumsókn Guðmunds Jónssonar byggingarfræðings dags. 15. nóvember 2022 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 56 við Þinghólsbraut er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir byggingu bílageymslu á vesturhluta lóðarinnar alls 63,5 m2 að flatarmáli.
  Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 15. nóvember 2022 og breytt 15. júlí 2023, uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 15. nóvember 2022 og breytt 5. júní 2023, uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 15. nóvember 2022 og skráningartafla og afstöðumynd í mkv. 1:500 dags. 15. nóvember 2022.
  Á fundi skipulagsráðs þann 21. ágúst 2023 var samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfið. Kynningartíma lauk 27. september, engar athugasemdir bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 151 Skipulagsráð samþykkir erindið.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
 • 12.16 23052182 Silfursmári 12. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Silfursmára dags. 10. júlí 2023 um breytingu á deiliskipulagi. Á lóðinni sem er óbyggð er heimilt að reisa skv. gildandi deiliskipulagi 1.927 m² atvinnuhúsnæði á fjórum hæðum ásamt kjallara og niðurgrafinni bílageymslu. Í breytingunni felst aukning byggingarmagns um 437 m² í 2.400 m², fjöldi bílastæða verði óbreyttur eða 55 í heildina. Stærð byggingarreits helst óbreytt.
  Á fundi skipulagsráðs þann 17. júlí 2023 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 13. október 2023, engar athugasemdir bárust. Meðfylgjandi er kynningaruppdráttur dags. 14. ágúst 2023.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 151 Skipulagsráð samþykkir erindið.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
 • 12.17 22114320 Huldubraut 28. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju umsókn Páls Hjaltasonar arkitekts dags. 9. nóvember 2022 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 28 við Huldubraut um breytt deiliskipulag. Í breytingunni felst að heimilt verði að nýta ósamþykktan kjallara undir húsinu alls 155,5 m² að stærð. Gert er ráð fyrir að setja nýjar tröppur á norðurhlið hússins til að tryggja aðra flóttaleið úr kjallaranum. Jafnframt er óskað eftir stækkun á svölum á norðurhlið og að útistigi verði frá svölum niður í garð. Byggingarmagn á lóðinni er 304,9 m², verður 463,6 m². Nýtingarhlutfall er 0,44 m², verður 0,67 m². Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 24. nóv. 2022. Á fundi skipulagsráðs 28. nóvember 2022 var afgreiðslu frestað. Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar 28. nóvember 2022.
  Á fundi skipulagsráð 5. desember 2022 var erindið samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi yrði auglýst. Kynningaruppdráttur dags. 25. nóvember 2022. Kynningartíma lauk 19. september 2023, umsagnir og athugasemdir bárust. Á 150. fundi skipulagsráðs þann 2. október 2023 voru lagðar fram umsagnir og athugasemdir sem báurst á kynningartíma og erindinu var vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
  Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 12. október 2023.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 151 Skipulagsráð samþykkir erindið.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

13.2310008F - Ungmennaráð - 41. fundur frá 16.10.2023

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2310011F - Menntaráð - 120. fundur frá 17.10.2023

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.23061162 - Samningsmarkmið Kópavogsbæjar

Frá bæjarlögmanni, dags. 17.10.2023, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa um samningsmarkmið og rammasamninga frá 15. júní 2023.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.2310899 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur um starfsemi Molans

Frá bæjarfulltrúa Bergljótu Kristinsdóttur, dags. 11.10.2023, lögð fram svohljóðandi fyrirspurn;Óskað er eftir upplýsingum um þá starfsemi sem í dag er rekin í Molanum.

Hversu margir starfsmenn vinna þar, hversu mörg eru stöðugildin og hvert er starfssvið hvers og eins. Hvernig er háttað samstarfi við þau samtök sem stefnt var að samvinnu við; Pietasamtökin, Bergið-headspace, Samtökin 78 og Samfés. Hefur orðið breyting á rekstrarkostnaði Molans með þeim breytingum sem hafa átt sér stað?
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa fyrirspurninni til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

17.23101345 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa um kostnað vegna breytinga á starfsemi menningahúsanna í Kópavogi

Frá bæjarfulltrúum Bergljótu Kristinsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur dags. 17.10.2023, lögð fram svohljóðandi fyrirspurn:

Í kjölfar ófullnægjandi svara við fyrirspurn um sama efni í lista- og menningarráði óska undirritaðar eftir ýtarlegri greiningu á þeim kostnaði sem til hefur fallið við breytingar á starfsemi menningarhúsa Kópavogs.

Er þar m.a. átt við kostnað við launagreiðslur á uppsagnarfresti sem ekki er unninn, endanlegan fjölda starfsmanna og breytingu á fjölda starfsmanna, hönnun, ráðgjöf, innri kostnað (t.d. UT deildar) og annan aðkeyptan kostnað. Hvernig samræmist kostnaðurinn núverandi fjárhagsáætlun og af hvaða liðum er fjármagn tekið.

Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað næsta árs og hvernig hann samræmist fjárhagsáætlun næsta árs.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarstjóra.

Erindi frá bæjarfulltrúum

18.23101346 - Ósk bæjarfulltrúa eftir kynningu á niðurstöðum í nýlegri könnun sem Gallup gerði fyrir starfsmannafélög sveitarfélaga

Fulltrúar Pírata, Vina Kópavogs, Viðreisnar og Samfylkingar óska eftir kynningu á niðurstöðum fyrir Kópavog í nýlegri könnun sem Gallup gerði fyrir starfsmannafélög sveitarfélaga. Jafnframt er þess óskað að mannauðsstjóri geri grein fyrir því hvort eitthvað í niðurstöðum kalli á aðgerðaáætlun af hálfu bæjarins og hvernig Kópavogsbær kemur út í samanburði við önnur sveitarfélög.Umræður.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að reglulegur fundur falli niður þann 26. október vegna vetrarfría í Kópavogi. Haldinn verður aukafundur þann 31. október 2023.

Fundi slitið - kl. 10:18.