Bæjarráð

2825. fundur 09. júní 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Guðmundur Gísli Geirdal varafulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1511114 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs.

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 7. júní, lögð fram til samþykktar drög að nýrri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og samgöngunefnd til umsagnar.

Deildarstjóri gatnadeildar sat fundinn undir þessum lið.

2.1207634 - Brú yfir Fossvog.

Frá bæjarstjóra, borgarstjóra og vegamálastjóra, dags. 30. maí, lögð fram drög að tillögu um skipan starfshóps vegna vinnu við deiliskipulag og umhverfismat fyrirhugaðrar brúar yfir Fossvog.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlögð drög að tillögu um skipan starfshóps vegna vinnu við deiliskipulag og umhverfismat fyrirhugaðrar brúar yfir Fossvog en jafnframt samþykkir bæjarráð að skoðaðir verði fleiri vistvænir samgöngukostir en nefndir eru í skýrslu frá 2013. Kristinn Dagur Gissurarson greiddi ekki atkvæði.

Kristinn Dagur Gissurarson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður leggst gegn hugmyndum um að umferð um fyrirhugaða brú yfir Fossvog verði önnur en fyrir gangandi og hjólandi. Fagnar að öðru leiti skipan starfshóps um brú yfir Fossvog.
Kristinn Dagur Gissurarson"

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður er hlynntur því að skoða hvort hægt er að gera göngu og hjólatengingu yfir Fossvog. Ég tel ekki skynsamlegt að opna á þann möguleika að strætisvagnar aki um þessa tengingu. Það er auðvelt að leysa almenningssamgönguþáttinn með biðstöðvum sitt hvoru megin og m-ögulegum rafskutlum fyrir þá sem það þurfa.
Ólafur Þór Gunnarsson"

3.1606491 - Búðakór 1, A.R.A Burger (GM Veitingar). Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstarleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 7. júní, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 1. júní, þar sem óskað er umsagnar um umsókn GM Veitinga ehf., kt. 431115-0930, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastofu og greiðasölu í flokki II, á staðnum A.R.A Burger, að Búðakór 1, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

4.1606036 - Hagasmári 1. Kaffiveröld ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstarleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 1. júní, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 30. maí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kaffiveraldar ehf., kt. 540909-0830, um nýtt rekstrarleyfi fyrir kaffihús í flokki I, á staðnum Te og Kaffi, að Hagasmára 1 (Smáralind), 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/23007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknin fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

5.1511220 - Hlíðarvegur 50, Alvöru Apartments. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 12. nóvember 2015, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 10. nóvember 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Alvars Óskarssonar, kt. 231169-4669, um nýtt rekstrarleyfi fyrri gististað í flokki II, á staðnum Alvöru Apartments, að Hlíðarvegi 50, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi skv. gildandi skipulagi, en í 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skiplagsins sé heimil. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015 og umfang gististaðarins samrýmist stefnu skipulags.

6.1606037 - Jöklalind 5, Hagagil ehf. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis fyrir gististað.

Frá lögfræðideild, dags. 1. júní, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 31. maí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hagagils ehf., kt. 550316-0480, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki I, að Jöklalind 5, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi skv. gildandi skipulagi, en í 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins sé heimil. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að umfang heimagistingarinnar samrýmist stefnu skipulags.

7.16051088 - Nýbýlavegur 14, Dominos pizza. Umsagnarbeiðni.

Frá lögfræðideild, dags. 1. júní, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 25. maí, þar sem óskað er umsagnar um usmókn Pizza Pizza ehf., kt. 480293-2669, um endurnýjað rekstrarleyfi fyrir veisluþjónustu og veitingaverslun í flokki I, á staðnum Domino"s Pizza, að Nýbýlavegi 14, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

8.16051067 - Rjúpnasalir 1, Dominos pizza. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um endurnýjun rekstrarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 1. júní, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 23. maí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Pizza Pizza ehf., kt. 480293-2669, um endurnýjað rekstrarleyfi fyrir veisluþjónustu og veitingaverslun í flokki I, á staðnum Domino"s Pizza, að Rjúpnasölum 1, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

9.16051392 - Austurkór 85. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6. júní, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 85 frá Burstabæ ehf., kt. 500300-2210. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Burstabæ ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 85 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

10.1105582 - Kennarar sem komnir eru á lífeyri.

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 7. júní, lögð fram tillaga um aðfrá og með 1. júní 2016 verði skólastjórum heimilt að ráða kennara sem þiggja lífeyrisgreiðslur í 49,9% starfshlutfall við grunnskóla Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

11.1606234 - Endurnýjuð kostnaðaráætlun ársins 2016 fyrir endurvinnslustöðvar Sorpu og sveitarfélaganna.

Frá Sorpu, dags. 31. maí, lögð fram endurnýjuð kostnaðaráætlun vegna reksturs endurvinnslustöðva árið 2016.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra til umsagnar.

12.1606575 - Styrkbeiðni vegna skáksveita Hörðuvallaskóla og Álfhólsskóla.

Frá skólastjórum Álfhólsskóla og Hörðuvallaskóla, dags. 29. maí, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir styrk til handa skáksveitum skólanna vegna þáttöku á Norðurlandamóti grunnskólasveita í skák sem fer fram í Osló í september.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarritara til afgreiðslu.

13.1605022 - Barnaverndarnefnd, dags. 3. júní 2016.

56. fundur barnaverndarnefndar í 6. liðum.
Lagt fram.

14.16011140 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 18. mars 2016.

837. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 21. lið.
Lagt fram.

15.16011140 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 29. apríl 2016.

838. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 27. liðum.
Lagt fram.

16.16011140 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. maí 2016.

839. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 27. liðum.
Lagt fram.

17.16011141 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 31. maí 2016.

353. fundur stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í 4. liðum.
Lagt fram.

18.16011135 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 2. maí 2016.

429. fundur stjórnar SSH í 7. liðum.
Lagt fram.

19.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 27. maí 2016.

245. fundur stjórnar Strætó í 6. liðum.
Lagt fram.

20.1604031 - Forsetakosningar 2016.

Lagður fram listi yfir tilnefningar í undirkjörstjórnir vegna forsetakosninga 25. júní 2016.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðan lista yfir tilnefnda starfsmenn í undirkjörstjórnir vegna forsetakosninga 25. júní 2016.

Fundi slitið.