Bæjarráð

2544. fundur 08. apríl 2010 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1002112 - SOS-barnaþorp, Hamraborg 1. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 7/4, umsögn um umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 143.418,-. Lagt er til að styrkumsóknin verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

2.1003050 - Kópavogsdeild Rauða kross Íslands, Hamraborg 11. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatt

Frá bæjarritara, dags. 7/4, umsögn um umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 357.684,-. Lagt er til að styrkumsóknin verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

3.1001187 - Hlíðasmári 14. Styrkbeiðni frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna til greiðslu fasteignagjalda.

Frá bæjarritara, dags. 7/4, umsögn um umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 398.028,-. Lagt er til að styrkumsóknin verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

4.1002036 - Félag eldri borgara Kópavogi, Gullsmára 9, beiðni um niðurfellingu eða lækkun fasteignagjalda.

Frá bæjarritara, dags. 7/4, umsögn um umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 176.300,-. Lagt er til að styrkumsóknin verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

5.1002076 - Kvenfélag Kópavogs, Hamraborg 10, umsókn um niðurfellingu fasteignagjalda fyrir árið 2010.

Frá bæjarritara, dags. 7/4, umsögn um umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 236.242,-. Lagt er til að styrkumsóknin verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

6.1002087 - Leikfélag Kópavogs, Funalind 2. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 7/4, umsögn um umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 693.228,-. Lagt er til að styrkumsóknin verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

7.1002177 - Soroptimistasamband Íslands, Hamraborg 10. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 7/4, umsögn um umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 134.595,-. Lagt er til að styrkumsóknin verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

8.1002243 - Ungmennafélagið Breiðablik, Dalsmára 5, umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 7/4, umsögn um umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 1.470.260,-. Lagt er til að styrkumsóknin verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

9.1002264 - Skíðadeild ÍR, Skíðaskálinn í Lækjarbotnum. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 7/4, umsögn um umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 421.890,-. Lagt er til að styrkumsóknin verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

10.1002265 - Skíðadeild Víkings, Skíðaskálinn í Lækjarbotnum. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatt

Frá bæjarritara, dags. 7/4, umsögn um umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 421.890,-. Lagt er til að styrkumsóknin verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

11.1004042 - Forstöðumaður almannatengsla. Umsóknir og ráðning.

Frá bæjarritara, dags. 7/4, tillaga að ráðningu í starf forstöðumanns almannatengsla.

Bæjarráð samþykkir að ráða Örnu Schram, kt. 150368-5889, Brekkustíg 6a, 101 Reykjavík, í starf forstöðumanns almannatengsla.

 

Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá.

12.1004047 - Vatnsendablettur 50a, afsal.

Frá bæjarlögmanni og sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, tillaga um yfirtöku á Vbl. 50a.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

13.1002200 - Tillaga um frágang svæðis á norðanverðu Kársnesi.

Frá garðyrkjustjóra, dags. 17/3, tillögur, sem óskað var eftir í bæjarráðí 18/2 sl. um frágang landfyllingar í Bryggjuhverfi.

Bæjarráð vísar tillögunni til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

14.1004025 - Smáverk í garðyrkju. Verðkönnun.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 7/4, niðurstöður verðkönnunar um 5 smáverk í garðyrkju skv. gögnum dags. 5/3 sl. Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda, Borgargarða ehf.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

15.1004033 - Vatnsendablettur Kríunes, Kríunes ehf., beiðni um umsögn.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 7/4, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 26. mars 2010 þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Kríuness ehf., kt. 670602-4109, um rekstrarleyfi fyrir gististað og veitingastað að Kríunesi, Vatnsenda, 203 Kópavogi.

Bæjarráð leggst gegn því að umsóknin verði samþykkt, enda er sú starfsemi sem sótt er um leyfi fyrir ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag, sem einungis gerir ráð fyrir heimagistingu í flokki I á þessum stað.

16.1004036 - Malbiksframkvæmdir 2010

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 7/4, óskað heimildar til að bjóða út í lokuðu útboði malbiksyfirlagnir á eldri götur og nýlagnir.

Bæjarráð heimilar útboð.

17.1004063 - Útboð á malbiksefni 2010

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 7/4, óskað heimildar til að bjóða út útboð á malbiksefni í lokuðu útboði.

Bæjarráð heimilar útboð.

18.1004110 - Heimild til útboðs yfirborðsmerkingar 2010

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 7/4, óskað heimildar til að bjóða út í opnu útboði yfirborðsmerkingar gatna.

Bæjarráð heimilar útboð.

19.707069 - Baugakór 38. Hörðuvallaskóli. Stofnframkvæmd

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 7/4, óskað heimildar til að bjóða út lokaáfanga lóðar við Hörðuvallaskóla.

Bæjarráð heimilar útboð.

20.1003109 - Ný skipulagslög, beiðni um umsögn.

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 7/4, umsögn til Alþingis um frumvarp til skipulagslaga, þingmál nr. 425.

Bæjarráð samþykkir tillögu að umsögn.

21.1004080 - Umsögn um frumvarp til mannvirkjalaga og breytingar við brunalög.

Umsögn byggingarfulltrúa um frumvarp til mannvirkjalaga og breytingar við brunalög.

Bæjarráð samþykkir tillögu að umsögn.

22.903086 - Umsókn um launalaust leyfi.

Frá starfsmannastjóra, dags. 6/4, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 11/3 sl. um framlengingu á launalausu leyfi, þar sem lagt er til að beiðninni verði hafnað.

Bæjarráð hafnar beiðninni.

23.1003239 - Birkigrund 65. Kæra vegna úrskurðar Fasteignaskrár Íslands

Frá Yfirfasteignamatsnefnd, dags. 22/3, beiðni um umsögn vegna kæru fasteignamats á Birkigrund 65.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

24.1004011 - Lindasmári 5, skaðabótakrafa

Frá Valgeiri Kristinssyni hrl., dags. 30/3, kæra vegna frásrennslis- og holræsakerfis við Lindasmára.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og bæjarlögmanns til umsagnar.

25.911159 - Skógarlind 1.

Frá Landsbankanum, dags. 24/3, upplýsingar varðandi lóðina að Skógarlind 1.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til afgreiðslu.

26.1004015 - Styrkumsókn vegna Ástráðs, forvarnarstarfs læknanema

Frá Ástráði, forvarnastarfi læknanema, dags. 25/3, beiðni um styrk fyrir yfirstandandi starfsár, þegar starfsemin á 10 ára afmæli.

Bæjarráð vísar erindinu til forvarnanefndar til afgreiðslu.

27.711357 - Skógarmenn KFUM, sem starfrækja æskulýðsmiðstöð í Vatnaskógi, sækja um byggingarstyrk.

Frá Skógarmönnum KFUM, dags. 23/3, óskað eftir styrk til að halda áfram vinnu við nýbygginguna í Vatnaskógi.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

28.801003 - Útisvæði fyrir Skotfélag Kópavogs

Frá Skotfélagi Kópavogs, dags. 11/3, óskað eftir framhaldsviðræðum varðandi afnot af svæði til skotæfinga.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

29.1004026 - Álfhólsvegur 111. Kvörtun vegna yfirgefins húss

Frá Ásdísi Maríu Brynjólfsdóttur, dags. 5/4, óskað eftir úrbótum vegna hússins að Álfhólsvegi 111.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar. Þá óskar bæjarráð eftir yfirliti yfir hús í svipuðu ástandi í bænum.

30.1003305 - Reykjavíkurflugvöllur áfram í Vatnsmýrinni

Frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna, dags. 25/3, óskað eftir að sveitarfélög stuðli að því að hafa Reykjavíkurflugvöll áfram á núverandi staðsetningu.

Lagt fram.

31.1003273 - Kæra vegna Félagsþjónustu Kópavogs.

Frá íbúa í bænum, dags. 25/3, kvörtun vegna samskipta við félagsþjónustu.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

32.1003257 - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir

Frá slökkviðliðsstjóra höfuðborgarsvæðisins, dags. 25/3, varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir nr. 75/2000 sem gerð var að beiðni framkvæmdastjóra sveitarfélaga á hbsv. í stjórn slökkviliðsins.

Lagt fram.

33.1003314 - Örvasalir 4, lóðarskil

Frá Sigtryggi Rúnari Ingvasyni og Ingu Jónu Ingimundardóttur, dags. 29/3, lóðinni að Örvasölum 4 skilað inn.

Lagt fram.

34.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 13. apríl

I. Fundargerðir nefnda.

II. Samningar um kaup mannvirkja í Vallakór.

III. Kosningar.

35.1004013 - Kvikmynd um Evrópusambandið sent bæjarstjóra Kópavogs og annarra sveitarfélaga

Frá Eyjólfi Þ. Georgssyni og Sigþór Guðmundssyni, geisladiskur ""The Rape of Europe"", sem fjallar um Evrópusambandið frá sjónarmiði kristniboðans David Hathaway.

Lagt fram.

36.1003303 - Ársreikningur Handknattleiksfélags Kópavogs fyrir árið 2009

Frá HK, lögð fram ársskýrsla félagsins fyrir 2009.

Lagt fram.

37.1003304 - Ársreikningar Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis og dagvistar 2009

Frá Sunnuhlíð, ársreikningur ársins 2009.

Lagt fram.

38.1004079 - Fyrirspurn um frágang gönguleiða við Þrymsali.

Hafsteinn Karlsson óskaði upplýsinga um aðskilnað göngu- og reiðstíga neðan við Þrymsali.

Bæjarráð vísar fyrirspurninni til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til afgreiðslu.

39.1001160 - Fundargerð hafnarstjórnar 7/4

65. fundur

40.1001150 - Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 29/3

148. fundur

41.1003013 - Jafnréttisnefnd 6/4

290. fundur

42.1003018 - Leikskólanefnd 30/3

4. fundur

43.1003225 - Starfsmannamál - leikskólanefnd 30.3.2010

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar.

44.1003236 - Beiðni um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags

Óskað eftir að leikskólabörn með lögheimili í Kópavogi fái niðurgreiðslu frá Kópavogsbæ vegna sérstakra aðstæðna.

Bæjarráð samþykkir erindið.

45.1003012 - Lista- og menningarráð 16/3

353. fundur

46.1002171 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 26/2

772. fundur

47.1001153 - Fundargerð stjórnar SSH 1/3

347. fundur

48.1001156 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. 29/3

271. fundur

49.1001157 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 26/3

136. fundur

50.1003021 - Umhverfisráð 29/3

487. fundur

51.1003285 - Garðlönd - gjaldskrá

Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá.

52.1003284 - Garðaþjónusta Vinnuskólans - gjaldskrá

Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá.

53.1003283 - Skólagarðar - gjaldskrá

Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá.

54.1003035 - Sameining Digranesskóla og Hjallaskóla

Á fundinn mættu Árni Þór Hilmarsson, sviðsstjóri fræðslusviðs, Magnea Einarsdóttir, skólastjóri Digranesskóla, Sigrún Bjarnadóttir, skólastjóri Hjallaskóla, og Ellert Borgar Þorvaldsson, ráðgjafi.

Ellert Borgar Þorvaldsson gerði grein fyrir greinargerð sinni um sameiningu Digranes- og Hjallaskóla.

Hlé var gert á fundi kl. 16.50. Fundi var fram haldið kl. 17.02.

Bæjarráð beinir því til fræðslusviðs að haldinn verði kynningarfundur með foreldrum barna í Digranes- og Hjallaskóla, þar sem kynntar verði hugmyndir um sameiningu skólanna. Fundurinn verði haldinn svo fljótt sem auðið er.

55.1003012 - Mánaðarskýrslur

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla Kópavogsbæjar apríl 2010, yfirlit yfir starfsemi bæjarins í mars 2010.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:15.