Frá lögfræðideild, dags. 09.10.2024, lögð fram umsögn um umsókn South Side ehf. um veitingaleyfi í flokki ll ? A - veitingahús, fyrir Bacco, Hagasmára 1, Kópavogi,
skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Afgreiðslutími er alla virka daga frá kl. 11:00 ? 20:00 og 11:30-21:00 um helgar.
Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn staðfesta að staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins kveður á um. Það staðfestist að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015. Mælt er með við bæjarráð að veita jákvæða umsögn.