Bæjarráð

3217. fundur 05. júní 2025 kl. 08:15 - 12:06 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.25032527 - Fannborgarreitur. Uppfært uppbyggingarsamkomulag

Lagt fram til samþykktar uppfært uppbyggingarsamkomulag um Fannborgarreitinn.
Fundarhlé hófst kl. 9:49, fundi fram haldið kl. 10:17

Bæjarráð frestar erindinu.

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, skrifstofustjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.25041007 - Útboð lóðar undir atvinnuhúsnæði. Urðarhvarf 12

Frá yfirlögfræðingi. Lagðir fram endurbættir skilmálar að úthlutun lóðarinnar Urðarhvarfs 12 til samþykktar bæjarráðs.

Niðurstaða Bæjarráð - 3216

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Niðurstaða

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa málinu til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð frestar erindinu.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir yfirlögfræðingur - mæting: 10:23

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2506407 - Úthlutun lóða Hlíðarhvarf 2-4

Frá yfirlögfræðingi, tillaga um að lóðunum Hlíðarhvarfi 2 og 4 verði úthlutað til Kópavogsbrautar ehf.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að leggja til við bæjarstjórn að parhúsalóðunum Hlíðarhvarfi 2 og 4 verði úthlutað til Kópavogsbrautar ehf.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir yfirlögfræðingur - mæting: 10:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2506404 - Úthlutun lóða Heiðarhvarf 5 - 7

Frá yfirlögfræðingi, tillaga um að lóðuðunum Heiðarhvarfi 5 og 7 verði úthlutað til Fagrahúss ehf.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að leggja til við bæjarstjórn að parhúsalóðunum Heiðarhvarfi 5 og 7 verði úthlutað til Fagrahúss ehf.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir yfirlögfræðingur

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.25042590 - Úthlutun lóðar Hæðarhvarf 6

Frá yfirlögfræðingi, umsögn um beiðni lóðarhafa Hæðarhvarfs 6 um framsal lóðarréttinda.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að leggja til við bæjarstjórn að lóðinni Hæðarhvarfi 6 verði úthlutað til BK10 ehf.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir yfirlögfræðingur - mæting: 10:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.25042703 - Úthlutun lóðar Hlíðarhvarf 9

Frá yfirlögfræðingi, umsögn um beiðni lóðarhafa um heimild til veðsetningar lóðarinnar Hlíðarhvarfs 9.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur umbeðna veðheimild.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir yfirlögfræðingur - mæting: 10:30

Ýmis erindi

7.2506437 - Rjúpnahæð - Leigusamningur um landssvæði

Erindi frá Garðabæ, dags. 23. maí 2025, er varðar leigusamning um landsvæði á Rjúpnahæð. Óskað er eftir formlegum viðræðum um lok á leigusambandi og aflýsingu leigusamnings úr þinglýsingarbókum.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar yfirlögfræðings.

Ýmis erindi

8.25052968 - Tillaga að stækkun og endurskoðun friðlýsingar friðlands Gróttu

Lagt fram erindi frá Náttúrufræðistofnun, dags. 21. maí 2025, endurskoðun og stækkun friðlands Gróttu.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2505012F - Lýðheilsu- og íþróttanefnd - 4. fundur frá 22.05.2025

Fundargerð í 35 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2505024F - Ungmennaráð - 53. fundur frá 26.05.2025

Fundargerð tveim liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2505023F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 419. fundur frá 23.05.2025

Fundargerð í 10 liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

12.2505029F - Innkaupanefnd - 5. fundur frá 02.06.2025

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2505030F - Menntaráð - 145. fundur frá 03.06.2025

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2505016F - Skipulags- og umhverfisráð - 9. fundur frá 02.06.2025

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.
  • 14.3 2208454 Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags.
    Lögð fram tillaga umhverfissviðs dags. 29.maí 2025 að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 fyrir þróunarsvæðið (ÞR-1) á vestanverðu Kársnesi. Tillagan er unnin af ALTA og Kópavogsbæ. Viðfangsefni tillögunnar snýr einkum að áframhaldandi þróun svæðisins með sérstakri áherslu á gæði byggðar, góðar samgöngutengingar m.a. fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og almenningsrými. Tillagan var kynnt á vinnslustigi frá 16.janúar til 21. febrúar 2025. Tillögunni fylgir greining á áhrifum á stofnvegakerfið í dags. 16. maí 2025, sem VSÓ ráðgjöf vann, ásamt umferðargreiningu dags. 13. desember 2024.
    Þá er einnig lagt fram minnisblað dags. 30. maí 2025 um þróun og breytingar á tillögunni frá kynningu á vinnslustigi.
    Halldóra Hrólfsdóttir skipulagsráðgjafi frá Alta gerði grein fyrir erindinu og Ragnar Þór Þrastarson ráðgjafi frá VSÓ sat fyrir svörum.
    Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 9 Samþykkt með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Guðjóns Inga Guðmundssonar, Leós Snæs Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar að framlögð tillaga verði auglýst með vísan til 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 14.4 2504777 Þjónustumiðstöð og hesthúsasvæði. Breyting á aðal- og deiliskipulagi Kjóavalla. Upphaf skipulagsvinnu.
    Lagt fram erindi skipulagsfulltrúa dags. 14. maí 2025 um heimild til að hefja vinnu við breytingar á aðal- og deiliskipulagi vegna lóðar fyrir þjónustumiðstöð Kópavogs. Um er að ræða svæði norðan við reiðhöllina við Hestheima og mun afmarkast af sveitarfélagsmörkum við Garðabæ, Markavegi, Hestheimum og lóð reiðhallarinnar. Rúmlega helmingur svæðisins er í dag ónýttur en tæplega helmingur er nýttur sem heygeymsla hluta úr ári. Að öðru leiti er svæðið vannýtt. Í aðalskipulagi Kópavogs er svæðið skilgreint sem ÍÞ-7 nýtt íþróttasvæði tengt hestaíþróttum á Heimsenda og Kjóavöllum. Svæðið var áður skilgreint sem verslun og þjónusta og var minna. Stærð svæðis um 3-4 ha. Afmarka þarf svæðið nánar og vinna deiliskipulag. Stærð 6 ha. Landnotkunarflokki á um það bil 1,7 ha mun verða breytt úr íþróttasvæði í samfélagsþjónustu sem samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 90/2013 er ætlað fyrir þjónustustofnanir ríkis, sveitarfélaga og eða annarra aðila. Uppfærsla á deiliskipulagi frá 2008 mun gerast samhliða breytingum á aðalskipulagi þar sem það verður fært nær nútímanum og raunverulegum aðstæðum á staðnum. Einnig lagt fram erindi deildarstjóra gatnadeildar dags. 7. apríl 2025 ásamt skýringarmynd af staðsetningu fyrirhugaðrar lóðar.
    Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar sat fyrir svörum undir þessum lið.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 9 Skipulags- og umhverfisráð telur umrædda staðsetningu koma vel til greina undir þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar. Erindinu er vísað til bæjarráðs til greiningar á þörf og framkvæmd við nýtt húsnæði þjónustumiðstöðvarinnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs og áhættu og fjárstýringarstjóra.
  • 14.6 2505604 Kársnesbraut 108. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Lárusar Kristins Ragnarssonar arkitekts og Hrafnkels Odda Guðjónssonar lögmanns f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 108 við Kársnesbraut dags. 6. maí 2025 um breytingu á deiliskipulaginu „Hafnarbraut 2-10, Kársnesbraut 108-114“ fyrir lóðina nr. 108 við Kársnesbraut. Í breytingunni felst að breyta atvinnuhúsnæði á 2. hæð í íbúðarhúsnæði. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 12. maí 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnisstjóra og var erindið lagt fram að nýju á embættisafgreiðslufundi þann 26. maí 2025 og var því vísað til skpipulags- og umhverfisráðs.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2025.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 9 Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 14.7 24091148 Breiðahvarf 2. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram til afgreiðslu, að lokinni auglýsingu tillaga skipulagsdeildar dags. 3. október 2024 að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Breiðahvarf. Flatarmál lóðarinnar er 4919 m² og á henni er einbýlishús á tveimur hæðum. Í breytingunni felst að skipta lóðinni upp sex lóðir. Lóðin þar sem húsið stendur í dag mun því minnka og vestan við hana er gert ráð fyrir nýrri einbýlishúsalóð með nýtingarhlutfallið 0,23. Til suðurs er gert ráð fyrir fjórum nýjum lóðum fyrir parhús með nýtingarhlutfallið 0,43. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:500 dags. 3. október 2024. Minnisblaði skipulagsdeildar dags. 4. október 2024.
    Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 7. október 2024 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Tillagan var auglýst frá 27. febrúar til 21. maí 2025, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 9 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

15.25052599 - Fundargerð 607. fundar stjórnar SSH frá 19.05.2025

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.25052784 - Fundargerð 407. fundar stjórnar Strætó frá 09.05.2025

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.25053608 - Fundargerð 138. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 16.05.2025

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.25053609 - Fundargerð 427. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 21.05.2025

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

19.25053676 - Fundargerð 34. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 26.05.2025

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

20.25052801 - Beiðni bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur um upplýsingar varðandi húsnæðismál mæðrastyrksnefndar

Beiðni bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur um upplýsingar varðandi húsnæðismál mæðrastyrksnefndar.
Umræður.

Bókun:
Undirrituð óskar eftir upplýsingum um framvindu málsins í kjölfar væntanlegs fundar bæjarstjóra með fulltrúum Mæðrastyrksnefndar.

Bergljót Kristinsdóttir

Erindi frá bæjarfulltrúum

21.25052413 - Tillaga bæjarfulltrúa Pírata, Viðreisnar, Samfylkingar og Vina Kópavogs um að stöðva samning um kaup á Kjarna, launa- og mannauðskerfi.

Tillaga bæjarfulltrúa Pírata, Viðreisnar, Samfylkingar og Vina Kópavogs um að stöðva samning um kaup á Kjarna, launa- og mannauðskerfi.
Bæjarráð hafnar tillögunni með þremur atkvæðum, gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur.


Bókun:
"Málið hefur verið til umfjöllunar hjá Innkaupanefnd sem fengið hefur upplýsingar, bæði hjá deildarstjóra innkaupadeildar og verkkaupa. Undirrituð taka undir sameiginlega afgreiðslu innkaupanefndar, sem lagði áherslu á að launa- og mannauðskerfi yrði boðið út hið fyrsta þannig að nýr samningur gæti tekið við af núgildandi þriggja ára samningi."

Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson

Erindi frá bæjarfulltrúum

22.2506433 - Tillaga bæjarfulltrúa Viðreisnar, Samfylkingar, Vina Kópavogs og Pírata um boðun fundar með íbúum á Fannborgarreitnum

Tillaga:



Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða án dráttar til fundar með íbúum á Fannborgarreitnum til að fara yfir stöðu skipulags svæðisins og áætlanir um framkvæmdir framundan. Áður en Kópavogsbær gengur frá uppbyggingarsamningi við framkvæmdaraðila þarf að hlusta á íbúa sem búa eiga við raskið sem fylgir framkvæmdum. Það er hlutverk Kópavogsbæjar að standa vörð um hagsmuni íbúa og tryggja þá í samningum við framkvæmdaraðila sem taka að sér uppbyggingu á þessu viðkvæma svæði.



Greinargerð:



Bæjarstjóri hefur svarað ítrekuðum óskum bæjarfulltrúa um fundi með íbúum og hagsmunaaðilum á miðbæjarreitnum þannig að ekki sé um neitt að tala fyrr en trúverðug og raunhæf áætlun liggi fyrir. Þá hefur hún lagt ríka áherslu á að tryggja aðgengismál allra íbúa meðan á framkvæmdum stendur. Nú þegar byggingaform hafa verið samþykkt í bæjarstjórn verður ekki undan því vikist að ræða við íbúa á framkvæmdasvæðinu. Hlusta þarf á þá og tryggja lögmæta hagsmuni þeirra í uppbyggingarsamningi, hvort heldur þeir lúta að aðgengi, hávaða, sprengingum eða öðrum áhyggjuefnum. Lýðræðislegt hlutverk, sem íbúar veita kjörnum fulltrúum í kosningum, verður aldrei framselt til einkaaðila með uppbyggingarsamningi. Ekki heldur samskipti og samráð við íbúa.
Bæjarráð frestar erindinu.

Fundi slitið - kl. 12:06.