Bæjarráð

3223. fundur 21. ágúst 2025 kl. 08:15 - 11:36 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson, aðalmaður boðaði forföll og Björg Baldursdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Jóhanna Pálsdóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hákon Gunnarsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.25061785 - Dalvegur 1. Þróunarlóð

Frá umhverfissviði, dags. 12.08.2025, lagt fram erindi varðandi skipun valnefndar sem ætlað er að meta og yfirfara tillögur sem berast vegna þróunar lóðarinnar að Dalvegi 1.
Umræður.

Bæjarráð amþykkir að skipa eftirtalda fulltrúa í valnefnd:

Hjördís Ýr Johnson
Kristinn Dagur Gissurarson
Tryggvi Felixson

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.25031723 - Gjaldskrár 2025

Frá deildarstjóra leikskóladeildar, dags. 18.08.2025, lögð fram tillaga að hækkun systkinafsláttar.
Gestir véku af fundi kl. 8:43

Umræður.

Bæjarráð samþykkir að vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar, endurskoðað kostnaðarmat í samræmi við umræðu á fundi bæjarráðs mun liggja fyrir fundi bæjarstjórnar.

Bókun:
Frá því að Kópavogsmódelið var innleitt hefur það verið þróað í samræmi við þarfir á hverjum tíma í þeirri viðleitni að sníða það betur að notendum þess. Aukinn systkinaafsláttur er liður í þeirri þróun og léttir undir með þeim foreldrum sem eiga fleiri en eitt barn. Með þessari breytingu er verið að bregðast við og koma til móts við ábendingar og þarfir fjölskyldna í Kópavogi.

Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir

Gestir

  • Ævar Ólafsson rekstarfulltrúi menntasviðs - mæting: 08:30
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir deildarstjóri leikskóladeildar - mæting: 08:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.25043169 - Silfursmári 1-7. Óveruleg breyting á aðalskipulagi

Lögð er fram tillaga umhverfissviðs að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, dags. 3. júlí 2025, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga er unnin af Kópavogsbæ. Breytingin felur í sér að skilmálar fyrir hámarkshæðir húsa við Silfursmára 1-7 eru hækkaðar í allt að 11 hæðir, sú efsta inndregin. Samhliða breytingu á aðalskipulagi er lögð fram breyting á deiliskipulagi fyrir lóðina.

Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 11

Fundarhlé kl. 15:34, fundi fram haldið kl. 15:37.



Samþykkt með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Niðurstaða

Bæjarráð frestar málinu og óskar eftir kynningu frá skipulagsdeild á tillögunni.
Gestur vék af fundi kl. 8:51.

Umræður.

Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi - mæting: 08:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2411179 - Silfursmári 1-7. Breytt deiliskipulag.

Lögð er fram tillaga Klasa að breytingu á deiliskipulagi fyrir Silfursmára 1-7, dags. 3. júlí 2025, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér að byggðir verði allt að 22.970 m2 ofanjarðar af blandaðri byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis þar sem verði allt að 80 íbúðir. Einnig er heimild fyrir allt að 20.000 m2 neðanjarðar. Hús eru almennt á bilinu 2-5 hæðir en það hæsta allt að 11 hæðir, sú efsta inndregin. Markmið með tillögunni er m.a. að styrkja enn frekar svæðiskjarnann í Smáranum og tengja saman 201 Smára og Smáralind þannig að miðsvæðin tengist með byggð og torgsvæðum. Hún felur í sér að íbúðum er fjölgað um 62 frá fyrra deiliskipulagi og stuðlar að auknum lífsgæðum með fjölbreyttu mannlífi, verslun og þjónustu. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:000 dags. 2. júlí 2025 og aðskilinni greinargerð dags. 2. júlí 2025. Einnig lagt fram samgöngumat fyrir Silfursmára 1-7 unnið af VSÓ dags. 30. júní 2025 og minnisblað um frumathugun á vindafari unnið af Veðurvaktinni, dags. 11. nóv. 2025.

Halldór Eiríksson arkitekt frá Tark, Svava Þorleifsdóttir landslagsarkitekt frá Landslagi, Smári Ólafsson umferðar- og samgönguverkfræðingur hjá VSÓ, og Sólveig Jóhannsdóttir frá Klasa gerðu grein fyrir erindinu.

Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 11

Guðjón I. Guðmundsson tók sæti á fundinum kl. 15:51.



Samþykkt með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Niðurstaða

Bæjarráð frestar málinu og óskar eftir kynningu frá skipulagsdeild á tillögunni.
Gestur vék af fundi kl. 8:51

Umræður.

Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi - mæting: 08:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2508895 - Þverbrekka 2, Ástún 12 og Ástún 14. Heimild til sölu

Frá deildarstjóra greiningardeildar, dags. 18.08.2025, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að selja íbúðirnar Þverbrekka 2 (ibúðir 0304 og 0602), Ástún 12 (íbúð 0104) og Ástún 14 (íbúð 0204).

Gestur vék af fundi kl. 9:13

Umræður.

Bæjarráð samþykkir að veita heimild til þess að hefja söluferli tilvitnaðra íbúða.

Bókun:
Í ljósi þess að þegar hafa verið seldar þrjár íbúðir á árinu og fyrirhuguð sala fjögurra íbúða bætist nú við, á sama tíma og átta íbúðir hafa verið keyptar, leggja undirrituð sérstaka áherslu á að áfram verði staðið við þau markmið að kaupa nýjar og hentugar íbúðir í stað þeirra sem seldar eru, ásamt eðlilegri fjölgun íbúða í takt við vaxandi þörf.
Mikil þörf er fyrir slíkt húsnæði í sveitarfélaginu og mikilvægt að tryggja áframhaldandi viðhald og uppbyggingu þess eignasafns sem þjónar þeim sem á því þurfa að halda.

Helga Jónsdóttir Vinum Kópavogs
Jóhanna Pálsdóttir, Viðreisn
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Pírötum
Hákon Gunnarsson Samfylkingu
Hjördís Ýr Johnson
Björg Baldursdóttir

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri greiningardeildar. - mæting: 09:09

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.25071098 - Úthlutun lóða Skýjahvarf 11-19

Frá lögfræðiþjónustu: Beiðni lóðarhafa Skýjahvarfi 11-19 og Stöðvarhvarfi 10 um heimild til veðsetningar lóðanna.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur og Jóhönnu Pálsdóttur umbeðna veðsetningu

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.25071011 - Úthlutun lóða Stöðvarhvarf 12

Frá lögfræðiþjónustu: Beiðni lóðarhafa að Stöðvarhvarfi 12 og 14 um heimild til veðsetningar lóðanna.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur og Jóhönnu Pálsdóttur umbeðna veðsetningu

Ýmis erindi

8.2508362 - Breytingar á stofnskjölum Almenningssamgangna ohf.

Ýmis erindi

9.2508460 - Bréf til bæjarstjórnar Kópavogs - aukaspurningar varðandi fyrirhugaðar breytingar á Traðar- og Fannborgarreitnum

Frá íbúum í Hamraborg 32, dags. 10.08.2025, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum frá Kópavogsbæ vegna Traðar- og Fannborgarreits.
Fundarhlé hófst kl. 9:29, fundi fram haldið kl. 11:01

Umræður.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.


Bókun:
Við teljum það lítilsvirðandi gagnvart íbúum að réttmætum áhyggjum þeirra sé ekki svarað með eðlilegum málshraða. Ítrekaður dráttur á upplýsingagjöf og ófullnægjandi svör bera vitni um kerfisbundinn skort á gagnsæi og virðingu fyrir íbúum. Slíkt vinnulag er óásættanlegt í málefnum sem varða jafn mikilvæg hagsmunamál og skipulag í miðbæ Kópavogs. Við leggjum ríka áherslu á að öllum þeim spurningum sem fram hafa komið frá íbúum og hagsmunaaðilum verði svarað án frekari dráttar.

Helga Jónsdóttir Vinum Kópavogs
Jóhanna Pálsdóttir, Viðreisn
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Pírötum
Hákon Gunnarsson Samfylkingu


Bókun:
„Allt frá því að Kópavogsbær gerði hörmulegan kaupsamning við lóðarhafa á Fannborgarreit 2,4 og 6 þann 10. maí 2018 hafa skipulagsmál í miðbæ Kópavogs verið í algerum ólestri. Fyrsta hugmynd verktakans um framtíð miðbæjarins varð grunnur að framtíðarskipulagi miðbæjarins.

Síðan eru liðin meira en 7 ár. Ekkert samráðsferli hefur átt sér stað við ólíka hagsmunaaðila um mótun aðlaðandi miðbæjar í Kópavogi.

Upplýsingagjöf og samtal við íbúa hefur verið í algeru skötulíki. Bæjarstjóri hefur sagt að það hafi ekki verið tímabært að veita upplýsingar um fyrirætlanir bæjaryfirvalda þar sem ekki var vilji til að skapa „upplýsingaóreiðu“ eins og það var kallað. Þær spurningar sem lagðar eru fram á fundi bæjarráðs þann 21. ágúst af íbúum í Fannborg og Hamraborg eru þess eðlis að auðvelt er að veita þær upplýsingar, engin þessara spurninga getur valdið „upplýsingaóreiðu“. Kópavogsbær þarf að gerbreyta vinnulagi sínu varðandi uppbyggingu í miðbæ Kópavogs“

Hákon Gunnarsson Samfylkingu


Bókun:
Samkvæmt upplýsingum meirihlutans er svarið í vinnslu og mun berast á næstu dögum. Spurningarnar eru í mörgum liðum og beinast að mörgum ólíkum aðilum og því tekur tíma að safna saman svörum, sér í lagi yfir hásumarileyfistíma Íslendinga. Haldnir hafa verið upplýsingafundir þar sem farið var yfir hvernig upplýsingagjöf verður háttað á framkvæmdatíma. Þar kom meðal annars fram að upplýsingafundir verða fyrir hvern fasa framkvæmda, heimasíða með öllum helstu upplýsingum verður aðgengilega, skipaður verður samskiptahópur með fulltrúum Kópavogsbæjar og framkvæmdaaðila til að tryggja góða samskipti við íbúa á svæðinu. Þá er rétt að minna á að byggingarleyfi hefur ekki verið gefið út.

Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson
Björg Baldursdóttir



Ýmis erindi

10.2508066 - Fannborgar- og Traðarreitur. Óskað eftir upplýsingum vegna framkvæmda

Frá Atlas lögmönnum, dags. 05.08.2025, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Fannborgar- og Traðarreit.
Umræður.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs.


Bókun:
Við teljum það lítilsvirðandi gagnvart íbúum að réttmætum áhyggjum þeirra sé ekki svarað með eðlilegum málshraða. Ítrekaður dráttur á upplýsingagjöf og ófullnægjandi svör bera vitni um kerfisbundinn skort á gagnsæi og virðingu fyrir íbúum. Slíkt vinnulag er óásættanlegt í málefnum sem varða jafn mikilvæg hagsmunamál og skipulag í miðbæ Kópavogs. Við leggjum ríka áherslu á að öllum þeim spurningum sem fram hafa komið frá íbúum og hagsmunaaðilum verði svarað án frekari dráttar.

Helga Jónsdóttir Vinum Kópavogs
Jóhanna Pálsdóttir, Viðreisn
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Pírötum
Hákon Gunnarsson Samfylkingu


Bókun:
„Allt frá því að Kópavogsbær gerði hörmulegan kaupsamning við lóðarhafa á Fannborgarreit 2, 4 og 6 þann 10. maí 2018 hafa skipulagsmál í miðbæ Kópavogs verið í algerum ólestri. Fyrsta hugmynd verktakans um framtíð miðbæjarins varð grunnur að framtíðarskipulagi miðbæjarins.

Síðan eru liðin meira en 7 ár. Ekkert samráðsferli hefur átt sér stað við ólíka hagsmunaaðila um mótun aðlaðandi miðbæjar í Kópavogi.

Upplýsingagjöf og samtal við íbúa hefur verið í algeru skötulíki. Bæjarstjóri hefur sagt að það hafi ekki verið tímabært að veita upplýsingar um fyrirætlanir bæjaryfirvalda þar sem ekki var vilji til að skapa „upplýsingaóreiðu“ eins og það var kallað. Þær spurningar sem lagðar eru fram á fundi bæjarráðs þann 21. ágúst af íbúum í Fannborg og Hamraborg eru þess eðlis að auðvelt er að veita þær upplýsingar, engin þessara spurninga getur valdið „upplýsingaóreiðu“. Kópavogsbær þarf að gerbreyta vinnulagi sínu varðandi uppbyggingu í miðbæ Kópavogs“

Hákon Gunnarsson Samfylkingu


Bókun:
Samkvæmt upplýsingum meirihlutans er svarið í vinnslu og mun berast á næstu dögum. Spurningarnar eru í mörgum liðum og beinast að mörgum ólíkum aðilum og því tekur tíma að safna saman svörum, sér í lagi yfir hásumarileyfistíma Íslendinga. Haldnir hafa verið upplýsingafundir þar sem farið var yfir hvernig upplýsingagjöf verður háttað á framkvæmdatíma. Þar kom meðal annars fram að upplýsingafundir verða fyrir hvern fasa framkvæmda, heimasíða með öllum helstu upplýsingum verður aðgengilega, skipaður verður samskiptahópur með fulltrúum Kópavogsbæjar og framkvæmdaaðila til að tryggja góða samskipti við íbúa á svæðinu. Þá er rétt að minna á að byggingarleyfi hefur ekki verið gefið út.

Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson
Björg Baldursdóttir

Fundargerðir nefnda

11.2508850 - Fundargerð 272. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 13.06.2025

Fundargerð 272. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 13.06.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2506020F - Skipulags- og umhverfisráð - 12. fundur frá 18.08.2025

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Bókun undir liðum 2, 3 og 4 í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs:

„Á fundi bæjarráðs 8. maí 2025 fól meirihlutinn bæjarstjóra að undirbúa málssókn gegn ríkinu. Málssókn til að fá hnekkt úrskurði innviðaráðuneytisins um ógildingu lóðaúthlutana við Roðahvarf. Á fundinum bókuðu fulltrúar Vina Kópavogs, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata kröfu um að bæjarráð, sem hefur lögbundið eftirlit með stjórnsýslunni, fengi öll gögn málsins á næsta fundi, þ.m.t. fundargerðir og minnispunkta frá störfum úthlutunarnefndar. Bæjarstjóri hefur á mánuðunum sem síðan eru liðnir hvorki lagt gögn málsins né upplýsingar um málssókn fyrir bæjarráð. Í þessu máli skiptir öllu að fá niðurstöðu sem fyrst. Varhugavert er fyrir Kópavogsbæ að virða að vettugi úrskurð innviðaráðuneytisins og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist í samskiptum við þá sem byggja rétt sinn á úthlutun sem æðri stjórnvöld hafa ógilt. Það er ámælisvert að bæjarstjóri dragi að fá lyktir í málið og ekki síður að hún leggi ekki fyrir bæjarráðið gögn, sem það á skilyrðislausan rétt til.

Jafnframt vekjum við athygli á bókun fulltrúa undirritaðra framboða undir tilvitnuðum málum í umhverfis- og skipulagsráði.“

Helga Jónsdóttir Vinum Kópavogs
Jóhanna Pálsdóttir, Viðreisn
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Pírötum
Hákon Gunnarsson Samfylkingu


Bókun:
Á fundi skipulags- og umhverfisráðs var staðfest að framsett byggingaráform samræmdust deiliskipulagi.

Meirihlutinn ítrekar að ákvörðun um að höfða mál vegna úrskurðar innviðaráðuneytisins var tekin að undangengnu áliti lögmanns bæjarins þar sem bent var á verulega annmarka á úrskurðinum. Vinna við málshöfðunina er í hefðbundnu ferli. Með málshöfðun er ekki verið að „virða að vettugi“ úrskurð ráðuneytisins heldur að nýta þann rétt sem sveitarfélagið hefur til að fá úrlausn dómstóla í málinu.

Meirihlutinn leggur áherslu á að bæjarráð verði upplýst með gagnsæjum hætti um framgang málsins en hafnar alfarið ásökunum um að upplýsingum hafi verið haldið frá bæjarráði.

Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir


Bókun:
Fulltrúar framboðanna sem standa utan meirihlutasamstarfs eru endurtekið leyndir upplýsingum sem bæjarráð á að fá til meðferðar og ákvörðunar.  Ekki þarf frekari vitnanna við en að engin vitneskja var í okkar hópi um athugasemdir við lóðaúthlutanir í Roðahvarfi fyrr en úrskurður innviðaráðuneytisins var lagður fram eins og þruma úr heiðskíru lofti með minnisblaði, sem bæjarstjóri hafði aflað hjá aðkeyptum lögmanni.  Beiðni okkar um upplýsingar um málið kom fram á fundinum 8. maí.  Engin viðbrögð hafa borist og bæjarstjóri hefur ekkert upplýst um undirbúning dómsmáls sem átti að fá flýtimeðferð.

Helga Jónsdóttir Vinum Kópavogs
Jóhanna Pálsdóttir, Viðreisn
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Pírötum
Hákon Gunnarsson Samfylkingu
  • 12.6 2508452 Bakkabraut 9-23. Svæði 8. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga umhverfissviðs dags. 5. ágúst 2025 að breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar fyrir lóðina nr. 9-23 við Bakkabraut, svæði 8 á þróunarsvæðinu á Kársnesi (ÞR-1). Í breytingunni felst breytt aðkoma að lóðinni, breytt fyrirkomulag bílastæða og djúpgáma. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 12 Samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi dags. 5. ágúst 2025 verði auglýst með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Guðjóns Inga Guðmundssonar, Andrésar Péturssonar og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 12.8 2506982 Ný lóð milli Vatnsendabletta 509 og 510. Breytt aðal- og deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Sigurbjörns Þorbergssonar hrl. f.h. landeiganda dags. 26. apríl 2025 um skipulagningu lóðar fyrir einbýlishús á svæðinu milli Vatnsendabletts 509 og 510 með vísan til 2.2.4 gr. í eignarnámssátt Kópavogsbæjar og Þorsteins Hjaltested dags. 30 janúar 2007. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 7. júlí 2025 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Þá er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2025. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 12 Hafnað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2025 með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Guðjóns Inga Guðmundssonar, Andrésar Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

13.2508003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 425. fundur frá 15.08.2025

Fundargerð í fjórum liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

14.25081005 - Fyrirspurn til sviðsstjóra umhverfissviðs varðandi hljóðmön meðfram Arnarnesvegi

Frá bæjarfulltrúum Vina Kópavogs, Viðreisnar, Pírötum og Samfylkingu, dags. 18.08.2025, lögð fram eftirfarandi fyrirspurn: Hvað líður framkvæmdum við hljóðmön meðfram Arnarnesvegi móts við Nónhæðina? Hvenær mega íbúar vænta þess að hún rísi?

Umræður.

Bæjarráð vísar málinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.25081003 - Fyrirspurn til bæjarstjóra varðandi fræðslu frá Samtökunun 78

Frá bæjarfulltrúum Vina Kópavogs, Viðreisnar, Pírötum og Samfylkingu, dags. 18.08.2025, lögð fram eftirfarandi fyrirspurn: Hefur Kópavogsbæ á þessu kjörtímabili borist bréf frá Samtökunum 78 þar sem óskað er eftir samningi um að samtökin veiti fræðslu í skólum og til starfsmanna bæjarins? Sé svo er óskað upplýsinga um hvenær slíkt erindi barst, í hvaða ferli það fór og hvaða afgreiðslu það hefur hlotið hjá bænum.
Umræður.

Bæjarráð vísar málinu til umsagnar bæjarstjóra.

Fundargerðir nefnda

16.2508008F - Menntaráð - 146. fundur frá 19.08.2025

Fundargerð í þremur liðum.
Fundargerð tekin inn með afbriðgum.

Umræður.

Lagt fram.


Bókun:
Undirrituð telja það ekki til tíðinda að Kópavogsbær ætli að innleiða samræmt námsmat, sem undirbúið var af Miðstöð menntunar og skólaþróunar (MMS) í tengslum við menntastefnu til 2030. Það er grunnskólum í öllum sveitarfélögum landsins ætlað að gera á skólaárinu 2025 til 2026. Þá fyrst verða tíðindi í Kópavogi þegar bærinn samþykkir fjárheimildir til umbóta í grunnskólastarfi. Menntaráð sendi í gær frá sér margar ágætar tillögur um umbætur í skólastarfi, m.a. varðandi fýsileika sérskóla í samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Lögð er áhersla á að fjölbreytt viðfangsefni til að sinna börnum í grunnskóla geri tilkall til margháttaðrar fagþekkingar og mismunandi sérhæfingar starfsfólks skólanna. MMS leggur í sínum leiðbeiningum sérstaka áherslu á heildstæða nálgun í móttöku og inngildingu barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn, og stuðningskerfi fyrir kennara og annað fagfólk sem starfar með fjöltyngdum börnum og fjölskyldum þeirra. Kópavogsbær gefur fyrirheit um að þróa verklag sem felur í sér hvatningu, námslega aðstoð og starfsþróun á meðan á námi stendur. Þegar bæjarstjóri leggur fram tillögur um fjárheimildir til endurbóta í grunnskólum Kópavogs munu fulltrúar okkar framboða styðja allt það sem til framfara horfir.

Helga Jónsdóttir Vinum Kópavogs
Jóhanna Pálsdóttir Viðreisn
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Pírötum
Hákon Gunnarsson Samfylkingu


Bókun:
Meirihlutinn fagnar þeirri umræðu sem tilkynningin um stöðu- og framvindupróf í Kópavogi hefur vakið, enda tímabært að menntun barnanna okkar fái stærri sess í opinberri umræðu. Það er rétt að matsferillinn er hluti af menntastefnu sem tekur til allra sveitarfélaga. Það sem greinir Kópavog frá öðrum er að stöðu- og framvinduprófin verða skylda frá og með 4. bekk í öllum grunnskólum bæjarins. Þannig er gengið mun lengra en gerð er krafa um, um að leggja slík próf fyrir einu sinni á hverju stigi grunnskóla - þ.e. alls þrisvar sinnum yfir skólagöngu barnanna.

Aðgerðirnar 16 sem kynntar voru í menntaráði eru afrakstur víðtæks samráðs haustið 2024, þar sem rætt var við um 300 skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra í öllum grunnskólum bæjarins. Í stýrihóp um tillögurnar sátu þar að auki fulltrúar meiri- og minnihluta. Meirihlutinn fagnar því að minnihlutinn styðji umbætur í menntamálum, það er mikilvægt að við stöndum öll saman um aðgerðir sem munu leiða til raunverulegra umbóta í skólamálum í Kópavogi.

Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Hjördís Ýr Johnson

Fundi slitið - kl. 11:36.