Frá deildarstjóra leikskóladeildar, dags. 18.08.2025, lögð fram tillaga að hækkun systkinafsláttar.
Niðurstaða Bæjarráð - 3223
Gestir véku af fundi kl. 8:43
Umræður.
Bæjarráð samþykkir að vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar, endurskoðað kostnaðarmat í samræmi við umræðu á fundi bæjarráðs mun liggja fyrir fundi bæjarstjórnar.
Bókun:
Frá því að Kópavogsmódelið var innleitt hefur það verið þróað í samræmi við þarfir á hverjum tíma í þeirri viðleitni að sníða það betur að notendum þess. Aukinn systkinaafsláttur er liður í þeirri þróun og léttir undir með þeim foreldrum sem eiga fleiri en eitt barn. Með þessari breytingu er verið að bregðast við og koma til móts við ábendingar og þarfir fjölskyldna í Kópavogi.
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Niðurstaða
Bæjarstjórn vísar málinu til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Nú lagt fram uppfærð tillaga, dags. 02.09.2025.
Gestir
- Sindri Sveinsson áhættu og fjárstýringarstjóri - mæting: 08:29
- Sigrún Hulda Jónsdóttir deildarstjóri leikskóladeildar - mæting: 08:29
Sindri Sveinsson áhættu- og fjárstýringarstjóri víkur af fundi kl. 08:40
Sigrún Hulda Jónsdóttir deildarstjóri leikskólaskóladeildar víkur af fundi 08:40
Bæjarráð samþykkir tillögu um hækkun systkinafsláttar í leikskólum.
Jafnframt vísar bæjarráð til grunnskóladeildar að vinna tillögu um breytingu á afslætti er varðar frístund fyrir næsta fund bæjarráðs.