Bæjarráð

3235. fundur 13. nóvember 2025 kl. 08:15 - 11:26 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2505395 - Viðhorfskönnun til foreldra varðandi íþróttaiðkun barna

Frá skrifstofu umbóta og þróunar, lagðar fram til kynningar niðurstöður viðhorfskönnunar vegna íþróttaiðkunar barna hjá íþróttafélögum í Kópavogi.
Lagt fram og kynnt.

Umræður.

Gestir viku af fundi kl.9:39.

Gestir

  • Jakob Sindri Þórsson sérfræðingur - mæting: 08:15
  • Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.25102116 - Lækjarbotnaland 53D - erindi til bæjarráðs

Frá lögfræðideild, dags. 03.11.2025, lögð fram umsögn varðandi endurskoðun lóðarleigusamnings.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarritara að endurnýja lóðarleigusamning til framlengingar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2511175 - Lækjabotnaland 53B - erindi til bæjarráðs

Lagt fram erindi frá eigendum íbúðarhúss að Lækjarbotnalandi 53B þar sem óskað er eftir endurskoðun lóðarleigusamnings. Samhliða lögð fram umsögn lögfræðideildar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarritara að endurnýja lóðarleigusamning til framlengingar.

Ýmis erindi

4.2511577 - Erindi til bæjarstjórnar Kópavogs varðandi fjárhagslegan stuðning í verkefni tengt dýravelferð

Frá Dýravaktinni, samtökum um réttindi og velferð dýra, dags. 05.11.2025, lögð fram beiðni um styrk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Ýmis erindi

5.2511613 - Áskorun til Alþingis vegna frumvarps til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Frá SSH, dags. 10.11.2025, lögð fram áskorun til Alþingis vegna frumvarps til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Lagt fram.

Umræður.

Fundarhlé hófst kl. 10:38, fundi fram haldið kl. 10:45

Bókun:
"Lögfesting samningsins er mikið hagsmunamál fyrir fatlað fólk og samfélagið allt. Þrátt fyrir að hann hafi nú verið lögfestur telur meirihlutinn ástæðu til að árétta að ríkið vinni kostnaðarmat um áhrif lagasetningarinnar sem þeim ber að gera lögum samkvæmt. Skortur á slíku mati er ekki formsatriði heldur nauðsynlegur grundvöllur til þess að markmið samningsins nái fram að ganga í reynd."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson


Bókun:
"Undirritaðar fagna þeim miklu réttarbótum sem fylgja samningnum fyrir fatlað fólk og samfélagið allt."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir

Fundargerðir nefnda

6.2510030F - Menningar- og mannlífsnefnd - 9. fundur frá 05.11.2025

Fundargerð í 33 liðum.
Lagt fram.

Bæjarstjóri vék af fundi kl. 11:00.

Fundargerðir nefnda

7.2511004F - Velferðar- og mannréttindaráð - 10. fundur frá 07.11.2025

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2511005F - Velferðar- og mannréttindaráð - 11. fundur frá 10.11.2025

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.
  • 8.3 2511329 Þjónustusamningur um rekstur áfangaheimilis
    Drög að nýjum þjónustusamningi við Samhjálp um rekstur áfangaheimilis í Dalbrekku 27 eru lögð fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðar- og mannréttindaráð - 11 Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að nýjum þjónustusamningi við Samhjálp um rekstur áfangaheimilis og vísar drögum áfram til afgreiðslu bæjarráðs og staðfestingar í bæjarstjórn. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlögð drög að nýjum þjónustusamningi við Samhjálp um rekstur áfangaheimilis og vísar þeim áfram til staðfestingar í bæjarstjórn.

    Bæjarráð óskar eftir kynningu frá velferðarsviði á samstarfi Kópavogsbæjar og Samhjálpar um þetta verkefni.

Fundargerðir nefnda

9.2511104 - Fundargerð 412. fundar stjórnar Strætó frá 10.10.2025

Fundargerð 412. fundar stjórnar Strætó frá 10.10.2025.

Framlagningu frestað til næsta fundar og fylgigagna óskað.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.2511484 - Fundargerð 617. fundar stjórnar SSH frá 03.11.2025

Fundargerð 617. fundar stjórnar SSH frá 03.11.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2511572 - Fundargerð 988. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 31.10.2025

Fundargerð 988. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 31.10.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2511104 - Fundargerð 412. fundar stjórnar Strætó frá 10.10.2025

Fundargerð 412. fundar stjórnar Strætó frá 10.10.2025. Bæjarráð frestaði framlagningu á fundi sínum 06.11.2025 og óskað eftir fylgigögnum. Nú lagt fram að nýju með umbeðnum gögnum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:26.